Formúla 1

Hamilton: Besti dagur lífs míns

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton fagnaði með breska fánanum.
Lewis Hamilton fagnaði með breska fánanum. Vísir/Getty
Lewis Hamilton er heimsmeistari ökumanna 2014. Hann náði titlinum í annað sinn eftir að hafa orðið heimsmeistari árið 2008. Hann lýsti deginum í dag sem besta degi lífs síns.

Hamilton vann 11 keppnir á tímabilinu. Meira en nokkur ökumaður hefur gert áður, sem er ekki þýskur. Sebastian Vettel og Michael Schumacher hafa gert betur.

„Ég er eiginlega orðlaus, eitt sem ég vil þó segja er takk fyrir kæru áhorfendur og fjölskylda. Liðið hefur staðið sig ótrúleg vel í ár og á þetta skilið. Þetta er eins og ég sé að vinna í fyrsta skiptið,“ sagði Hamilton kampakátur með kampavín í hönd á verðlaunapallinum.

„Þetta var besta ræsing sem ég hef nokkurn tíman. Þetta var eins og eldflaug. Við vorum með áætlanir fyrir allar aðstæður en ræsingin hjálpaði mikið. Nico kom eftir keppnina eins og fagmaður og sagði þú keyrðir vel eins,“ sagði Hamilton.

„Ég væri ekki í liðinu ef Ross Brawn hefði ekki gefið sér tíma til að setjast með mér yfir tebolla og sannfæra mig um að koma og keyra fyrir Mercedes. Innilegar hamingjuóskir til hans, hann á afmæli,“ sagði Hamilton.

„Þetta er besti dagur lífs míns. 2008 var sérstakur tími í mínu lífi en ég er enn hamingjusamari núna,“ sagði Hamilton að lokum.

„Maður verður að trúa á þetta annars er enginn tilgangur að vera með. Hann er búinn að vera einbeittur allt árið og ákvað í byrjun tímabils að hann ætlaði að vinna. Silverstone var stór punktur á tímabilinu, honum fannst hann hafa valdið vonbrigðum en kom svo til baka í keppninni,“ sagði Anthony Hamilton, faðir Lewis Hamilton.

„Ross hefur verið stór hluti af þessu, án hans er ég ekki viss um að Lewis væri hjá liðinu. Hann er einum heimsmeistaratitli frá hetjunni sinni, Ayrton Senna,“ sagði faðir heimsmeistarans eftir keppni.

„Lewis var taugastrekktur fyrir keppnina. Við áttum ekki að vera hérna, ákváðum að koma honum á óvart og birtast vonandi hjálpaði það,“ sagði Nicolas Hamilton bróðir heimsmeistarans.


Tengdar fréttir

Rosberg: Lewis var besti ökumaðurinn í ár

Nico Rosberg átti möguleika fyrir keppnina á að verða heimsmeistari. Strax í upphafi varð möguleikinn þó lítill eftir frábæra ræsingu Lewis Hamilton. Vélavandræði gerðu svo endanlega út um möguleika Rosberg.

Rosberg á ráspól í Abú Dabí

Nico Rosberg náði ráspól liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Þessi úrslit auka á spennuna í keppninni á morgun.

Lewis Hamilton er heimsmeistari ökumanna

Lewis Hamilton vann í Abú Dabí og tryggði sér þar með heimsmeistaratitil ökumanna í annað sinn. Felipe Massa á Williams varð annar og lisðfélagi hans Valtteri Bottas varð þriðji.

Hamilton fljótastur á báðum æfingum

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur allra á báðum æfingum dagsins í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg var þó ekki langt á eftir.

Framvængur Red Bull ólöglega sveigjanlegur

Red Bull bílarnir munu líklega hefja keppni frá þjónustusvæðinu á morgun. Þeir fá að vera með en ætli þeir að vera með þá verða þeir að ræsa aftast.

Allar brellur notaðar fyrir lokaátökin í Abú Dabí

Mercedes-ökuþórarnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg berjast um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í Abú Dabí á sunnudaginn. Enginn annar en þeir getur unnið. Sálfræðistríðið í fullum gangi hjá "vinunum“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×