„Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Bjarki Ármannsson skrifar 22. nóvember 2014 14:15 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. Vísir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir sýknunardóm sem féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni „beinlínis rangan“ og að ef ekki sé um meiðyrði að ræða, sé „ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar gagnrýnir dóm Hæstaréttar í Morgunblaði dagsins í dag í grein sem ber heitið „Fuck you rapist bastard.“ Vísar það heiti til ummæla Inga Kristjáns á vefsíðunni Instagram við mynd af Agli. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þessi ummæli varin af stjórnarskrárákvæði um tjáningarfrelsi en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns. „Þetta er að mínu mati alveg sáraeinfalt og augljóst mál, að þetta eru meiðyrði um þennan mann, og ég skil ekki hvers vegna dómararnir dæma það ekki,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til í lagaumhverfinu á Íslandi. Ef þú mátt segja, opinberlega, við viðmælanda þinn að hann sé nauðgari, þá er ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar hefur gagnrýnt ýmislegt við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. „Og þetta er í stíl við það já, það eru dómar af þessu tagi sem valda því að menn reka upp stór augu og það hefur áhrif á traust sem almenningur hefur til dómstólsins,“ segir Jón Steinar. „Af hverju ræður hann ekki við að dæma þetta mál?“ Í grein sinni í Morgunblaðinu spyr Jón Steinar jafnframt hvort dómararnir tveir hafi látið ummælin standa vegna „óvildar“ í garð Egils Einarssonar eða „kunningsskap“ í garð Inga eða einhvers honum tengdum. „Ég bara spyr spurninga um það hvernig stendur á því að dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar kveði upp svona dóm,“ segir hann. „Ég veit ekkert um það, þetta eru bara tilgátur. Það er allavega ljóst að hlutlaus beiting réttarheimilda og laga leiðir ekki til þessarar niðurstöðu. Ef menn vilja fá skýringu á henni, þá verða menn að leita annað.“ Tengdar fréttir Segir hóp lögfræðinga stjórna Hæstarétti „Það sem er að í okkar dómskerfi er að hér eru menn skipaðir í dómarastarf án þess að nokkur viti áður fyrirfram hvaða skoðanir menn hafa á grundvallaratriðum á starfsháttum dómsstóla,“ segir Jón Steinar. 14. október 2014 11:16 Segir Markús ráða því sem hann vill ráða í Hæstarétti Jón Steinar Gunnlaugsson varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók. 9. október 2014 17:00 Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30 Jón Steinar opnar sig um Hæstarétt Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók sinni. Jón Steinar ræddi um efni bókarinnar í viðtali við Ísland í dag fyrr í kvöld. 9. október 2014 21:02 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir sýknunardóm sem féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni „beinlínis rangan“ og að ef ekki sé um meiðyrði að ræða, sé „ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar gagnrýnir dóm Hæstaréttar í Morgunblaði dagsins í dag í grein sem ber heitið „Fuck you rapist bastard.“ Vísar það heiti til ummæla Inga Kristjáns á vefsíðunni Instagram við mynd af Agli. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þessi ummæli varin af stjórnarskrárákvæði um tjáningarfrelsi en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns. „Þetta er að mínu mati alveg sáraeinfalt og augljóst mál, að þetta eru meiðyrði um þennan mann, og ég skil ekki hvers vegna dómararnir dæma það ekki,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til í lagaumhverfinu á Íslandi. Ef þú mátt segja, opinberlega, við viðmælanda þinn að hann sé nauðgari, þá er ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar hefur gagnrýnt ýmislegt við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. „Og þetta er í stíl við það já, það eru dómar af þessu tagi sem valda því að menn reka upp stór augu og það hefur áhrif á traust sem almenningur hefur til dómstólsins,“ segir Jón Steinar. „Af hverju ræður hann ekki við að dæma þetta mál?“ Í grein sinni í Morgunblaðinu spyr Jón Steinar jafnframt hvort dómararnir tveir hafi látið ummælin standa vegna „óvildar“ í garð Egils Einarssonar eða „kunningsskap“ í garð Inga eða einhvers honum tengdum. „Ég bara spyr spurninga um það hvernig stendur á því að dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar kveði upp svona dóm,“ segir hann. „Ég veit ekkert um það, þetta eru bara tilgátur. Það er allavega ljóst að hlutlaus beiting réttarheimilda og laga leiðir ekki til þessarar niðurstöðu. Ef menn vilja fá skýringu á henni, þá verða menn að leita annað.“
Tengdar fréttir Segir hóp lögfræðinga stjórna Hæstarétti „Það sem er að í okkar dómskerfi er að hér eru menn skipaðir í dómarastarf án þess að nokkur viti áður fyrirfram hvaða skoðanir menn hafa á grundvallaratriðum á starfsháttum dómsstóla,“ segir Jón Steinar. 14. október 2014 11:16 Segir Markús ráða því sem hann vill ráða í Hæstarétti Jón Steinar Gunnlaugsson varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók. 9. október 2014 17:00 Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30 Jón Steinar opnar sig um Hæstarétt Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók sinni. Jón Steinar ræddi um efni bókarinnar í viðtali við Ísland í dag fyrr í kvöld. 9. október 2014 21:02 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Segir hóp lögfræðinga stjórna Hæstarétti „Það sem er að í okkar dómskerfi er að hér eru menn skipaðir í dómarastarf án þess að nokkur viti áður fyrirfram hvaða skoðanir menn hafa á grundvallaratriðum á starfsháttum dómsstóla,“ segir Jón Steinar. 14. október 2014 11:16
Segir Markús ráða því sem hann vill ráða í Hæstarétti Jón Steinar Gunnlaugsson varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók. 9. október 2014 17:00
Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30
Jón Steinar opnar sig um Hæstarétt Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók sinni. Jón Steinar ræddi um efni bókarinnar í viðtali við Ísland í dag fyrr í kvöld. 9. október 2014 21:02
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36