„Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Bjarki Ármannsson skrifar 22. nóvember 2014 14:15 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. Vísir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir sýknunardóm sem féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni „beinlínis rangan“ og að ef ekki sé um meiðyrði að ræða, sé „ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar gagnrýnir dóm Hæstaréttar í Morgunblaði dagsins í dag í grein sem ber heitið „Fuck you rapist bastard.“ Vísar það heiti til ummæla Inga Kristjáns á vefsíðunni Instagram við mynd af Agli. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þessi ummæli varin af stjórnarskrárákvæði um tjáningarfrelsi en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns. „Þetta er að mínu mati alveg sáraeinfalt og augljóst mál, að þetta eru meiðyrði um þennan mann, og ég skil ekki hvers vegna dómararnir dæma það ekki,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til í lagaumhverfinu á Íslandi. Ef þú mátt segja, opinberlega, við viðmælanda þinn að hann sé nauðgari, þá er ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar hefur gagnrýnt ýmislegt við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. „Og þetta er í stíl við það já, það eru dómar af þessu tagi sem valda því að menn reka upp stór augu og það hefur áhrif á traust sem almenningur hefur til dómstólsins,“ segir Jón Steinar. „Af hverju ræður hann ekki við að dæma þetta mál?“ Í grein sinni í Morgunblaðinu spyr Jón Steinar jafnframt hvort dómararnir tveir hafi látið ummælin standa vegna „óvildar“ í garð Egils Einarssonar eða „kunningsskap“ í garð Inga eða einhvers honum tengdum. „Ég bara spyr spurninga um það hvernig stendur á því að dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar kveði upp svona dóm,“ segir hann. „Ég veit ekkert um það, þetta eru bara tilgátur. Það er allavega ljóst að hlutlaus beiting réttarheimilda og laga leiðir ekki til þessarar niðurstöðu. Ef menn vilja fá skýringu á henni, þá verða menn að leita annað.“ Tengdar fréttir Segir hóp lögfræðinga stjórna Hæstarétti „Það sem er að í okkar dómskerfi er að hér eru menn skipaðir í dómarastarf án þess að nokkur viti áður fyrirfram hvaða skoðanir menn hafa á grundvallaratriðum á starfsháttum dómsstóla,“ segir Jón Steinar. 14. október 2014 11:16 Segir Markús ráða því sem hann vill ráða í Hæstarétti Jón Steinar Gunnlaugsson varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók. 9. október 2014 17:00 Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30 Jón Steinar opnar sig um Hæstarétt Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók sinni. Jón Steinar ræddi um efni bókarinnar í viðtali við Ísland í dag fyrr í kvöld. 9. október 2014 21:02 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir sýknunardóm sem féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni „beinlínis rangan“ og að ef ekki sé um meiðyrði að ræða, sé „ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar gagnrýnir dóm Hæstaréttar í Morgunblaði dagsins í dag í grein sem ber heitið „Fuck you rapist bastard.“ Vísar það heiti til ummæla Inga Kristjáns á vefsíðunni Instagram við mynd af Agli. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þessi ummæli varin af stjórnarskrárákvæði um tjáningarfrelsi en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns. „Þetta er að mínu mati alveg sáraeinfalt og augljóst mál, að þetta eru meiðyrði um þennan mann, og ég skil ekki hvers vegna dómararnir dæma það ekki,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til í lagaumhverfinu á Íslandi. Ef þú mátt segja, opinberlega, við viðmælanda þinn að hann sé nauðgari, þá er ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar hefur gagnrýnt ýmislegt við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. „Og þetta er í stíl við það já, það eru dómar af þessu tagi sem valda því að menn reka upp stór augu og það hefur áhrif á traust sem almenningur hefur til dómstólsins,“ segir Jón Steinar. „Af hverju ræður hann ekki við að dæma þetta mál?“ Í grein sinni í Morgunblaðinu spyr Jón Steinar jafnframt hvort dómararnir tveir hafi látið ummælin standa vegna „óvildar“ í garð Egils Einarssonar eða „kunningsskap“ í garð Inga eða einhvers honum tengdum. „Ég bara spyr spurninga um það hvernig stendur á því að dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar kveði upp svona dóm,“ segir hann. „Ég veit ekkert um það, þetta eru bara tilgátur. Það er allavega ljóst að hlutlaus beiting réttarheimilda og laga leiðir ekki til þessarar niðurstöðu. Ef menn vilja fá skýringu á henni, þá verða menn að leita annað.“
Tengdar fréttir Segir hóp lögfræðinga stjórna Hæstarétti „Það sem er að í okkar dómskerfi er að hér eru menn skipaðir í dómarastarf án þess að nokkur viti áður fyrirfram hvaða skoðanir menn hafa á grundvallaratriðum á starfsháttum dómsstóla,“ segir Jón Steinar. 14. október 2014 11:16 Segir Markús ráða því sem hann vill ráða í Hæstarétti Jón Steinar Gunnlaugsson varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók. 9. október 2014 17:00 Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30 Jón Steinar opnar sig um Hæstarétt Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók sinni. Jón Steinar ræddi um efni bókarinnar í viðtali við Ísland í dag fyrr í kvöld. 9. október 2014 21:02 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Segir hóp lögfræðinga stjórna Hæstarétti „Það sem er að í okkar dómskerfi er að hér eru menn skipaðir í dómarastarf án þess að nokkur viti áður fyrirfram hvaða skoðanir menn hafa á grundvallaratriðum á starfsháttum dómsstóla,“ segir Jón Steinar. 14. október 2014 11:16
Segir Markús ráða því sem hann vill ráða í Hæstarétti Jón Steinar Gunnlaugsson varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók. 9. október 2014 17:00
Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30
Jón Steinar opnar sig um Hæstarétt Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók sinni. Jón Steinar ræddi um efni bókarinnar í viðtali við Ísland í dag fyrr í kvöld. 9. október 2014 21:02
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36