Innlent

Norður-Kórea hótar kjarnorkutilraunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu. Vísir/AFP
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa hótað því að framkvæma tilraunir með kjarnorkusprengjur vegna tilrauna Sameinuðu þjóðanna til að rannsaka mannréttindabrot þar í landi. Slíkar kjarnorkutilraunir voru síðast framkvæmdar í Norður-Kóreu árin 2013, 2009 og 2006.

Á vef BBC segir að utanríkisráðuneyti Norður Kóreu hafi sakað Bandaríkin um að standa að baki nýrrar tillögu hjá Sameinuðu þjóðunum varðandi mannréttindabrot. Þá sýna nýjar gervihnattamyndir aukna virkni við kjarnorkuver Norður-Kóreu.

Yfirvöld í Pyongyang segja tillögu SÞ vera byggða á lygum og rógburði fólks sem hafi flúið landið.

Í tilkynningu segir að samþykkt tilögunar hafi verið alvarleg egning af hálfu Bandaríkjanna og að slík árásagirni valdi því að óhjákvæmilegt sé að framkvæma tilraun með kjarnorkuvopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×