Enski boltinn

Agüero sagður frá í minnst fjórar vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aguero gengur af velli um helgina.
Aguero gengur af velli um helgina. Vísir/Getty
Manchester City varð fyrir miklu áfalli er Sergio Agüero, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, haltraði af velli snemma leiks Manchester City gegn Everton um helgina.

City vann að lokum 1-0 sigur en Agüero var gráti næst þegar hann gekk af velli meiddur á hné. Óttast var að meiðslin kynnu að vera alvarleg en nú hefur fréttavefur Sky Sports greint frá því að hann verði frá næstu fjórar vikurnar, hið minnsta.

Það hefur þó ekkert verið staðfest enn en Manuel Pellegrini, stjóri City, sagði strax eftir leik á laugardag að Agüero myndi líklega missa af mikilvægum leik City gegn AS Roma í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld.

Reynist þetta rétt er ljóst að Agüero missir einnig af jólatörn City en liðið mætir Leicester, Crystal Palace, West Brom, Burnley og Sunderland á næstu vikum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×