Kretzschmar sótillur út í IHF Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 18:45 Stefan Kretzschmar er eitt þekktasta andlit handboltaheimsins í Þýskalandi. Vísir/Getty Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands og einn þekktasti sérfræðingur um handbolta þar í landi, er hundóánægður með framferði forráðamanna Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í tengslum við HM í Katar. Eins og alkunna er fékk Þýskalandi keppnisrétt á HM í Katar í gegnum krókaleiðir eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. En nú hefur komið í ljós að þýsku ríkissjónvarpsstöðvarnar ZDF og ARD munu ekki sýna frá mótinu og óljóst að einhver annar geti tekið við keflinu með svo stuttum fyrirvara. Þýski sjónvarpsmarkaðurinn er sá stærsti í handboltaheiminum og því skiptir málið miklu máli fyrir marga aðila. Kretzschmar segir að þetta hafi mikil áhrif á framtíð handboltans í Þýskalandi. „Börnin fá nú ekki tækifæri til að horfa á fyrirmyndir sínar spila handbolta. Allt okkar uppbyggingarstarf í handboltanum er í hættu,“ sagði Kretzschmar í viðtali við Bild um helgina. Sjónvarpsstöðin beIN Sports keypti sýningarréttinn á HM fyrir bæði mótið í Katar sem og keppnina árið 2017. Þar á bæ voru menn tregir til að ganga að samningum við ZDF og ARD þar sem stöðvarnar eru aðgengilegar í gegnum gervihnött í mörgum öðrum löndum. beIN Sports er í eigu Al-Jazeera sjónvarpsrisans í Katar sem greiddi IHF rúma tólf milljarða króna fyrir réttinn. „Ég næ ekki utan um þetta og hef engan skilning á málinu. IHF er með fulla vasa af pening en gerði handboltanum í Evrópu engan greiða með þessum glórulausa samningi. Vonbrigðin mín í þessu máli gætu vart verið stærri en þau eru.“ „Nú bíður maður þess að sjá hver viðbrögðin verða við þessu hjá styrktaraðilum, fyrirtækjum og stuðningsmönnum. Afleiðingar þessarar hörmungar eru ekki enn fyllilega ljósar en ég tel að þetta sé bara byrjunin.“ Handbolti Tengdar fréttir Fá Þjóðverjar að sjá HM á netinu? Enn eru vonir bundnar við að hægt verði að koma beinum útsendingum frá HM í Katar til Þýskalands. 4. desember 2014 13:45 Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Þýskalandi var komið inn á HM með krókaleiðum en samningar náðust ekki við stærstu sjónvarpsstöðvar Þýskalands. 2. desember 2014 13:46 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Sport Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Enski boltinn Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Fótbolti Fleiri fréttir Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Veszprem vann fyrsta leik Arons en lítið gengur hjá Magdeburg Elvar Örn og Arnar Freyr á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Uppgjörið: HK - ÍR 37-31| HK vann botnslaginn Sjá meira
Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands og einn þekktasti sérfræðingur um handbolta þar í landi, er hundóánægður með framferði forráðamanna Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í tengslum við HM í Katar. Eins og alkunna er fékk Þýskalandi keppnisrétt á HM í Katar í gegnum krókaleiðir eftir að keppnisréttur Ástralíu var afturkallaður. En nú hefur komið í ljós að þýsku ríkissjónvarpsstöðvarnar ZDF og ARD munu ekki sýna frá mótinu og óljóst að einhver annar geti tekið við keflinu með svo stuttum fyrirvara. Þýski sjónvarpsmarkaðurinn er sá stærsti í handboltaheiminum og því skiptir málið miklu máli fyrir marga aðila. Kretzschmar segir að þetta hafi mikil áhrif á framtíð handboltans í Þýskalandi. „Börnin fá nú ekki tækifæri til að horfa á fyrirmyndir sínar spila handbolta. Allt okkar uppbyggingarstarf í handboltanum er í hættu,“ sagði Kretzschmar í viðtali við Bild um helgina. Sjónvarpsstöðin beIN Sports keypti sýningarréttinn á HM fyrir bæði mótið í Katar sem og keppnina árið 2017. Þar á bæ voru menn tregir til að ganga að samningum við ZDF og ARD þar sem stöðvarnar eru aðgengilegar í gegnum gervihnött í mörgum öðrum löndum. beIN Sports er í eigu Al-Jazeera sjónvarpsrisans í Katar sem greiddi IHF rúma tólf milljarða króna fyrir réttinn. „Ég næ ekki utan um þetta og hef engan skilning á málinu. IHF er með fulla vasa af pening en gerði handboltanum í Evrópu engan greiða með þessum glórulausa samningi. Vonbrigðin mín í þessu máli gætu vart verið stærri en þau eru.“ „Nú bíður maður þess að sjá hver viðbrögðin verða við þessu hjá styrktaraðilum, fyrirtækjum og stuðningsmönnum. Afleiðingar þessarar hörmungar eru ekki enn fyllilega ljósar en ég tel að þetta sé bara byrjunin.“
Handbolti Tengdar fréttir Fá Þjóðverjar að sjá HM á netinu? Enn eru vonir bundnar við að hægt verði að koma beinum útsendingum frá HM í Katar til Þýskalands. 4. desember 2014 13:45 Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Þýskalandi var komið inn á HM með krókaleiðum en samningar náðust ekki við stærstu sjónvarpsstöðvar Þýskalands. 2. desember 2014 13:46 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Sport Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Enski boltinn Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Fótbolti Fleiri fréttir Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Veszprem vann fyrsta leik Arons en lítið gengur hjá Magdeburg Elvar Örn og Arnar Freyr á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Uppgjörið: HK - ÍR 37-31| HK vann botnslaginn Sjá meira
Fá Þjóðverjar að sjá HM á netinu? Enn eru vonir bundnar við að hægt verði að koma beinum útsendingum frá HM í Katar til Þýskalands. 4. desember 2014 13:45
Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Þýskalandi var komið inn á HM með krókaleiðum en samningar náðust ekki við stærstu sjónvarpsstöðvar Þýskalands. 2. desember 2014 13:46