Handbolti

Sigurbergur sterkur í jafnteflisleik

Sigurbergur í leik með Haukum.
Sigurbergur í leik með Haukum.
Sigurbergur Sveinsson og félagar í Erlangen misstu af mikilvægum stigum í þýska handboltanum í kvöld er þeir tóku á móti botnliði Bietigheim.

Þetta var hörkuleikur frá upphafi til enda. Gestirnir í Bietigheim voru komnir með aðra höndina á bæði stigin en Erlangen jafnaði 20 sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 24-24.

Stigið dugði þó Erlangen til þess að komast úr fallsæti í bili.

Sigurbergur átti fínan leik. Skoraði fimm mörk og var næstmarkahæstur í sínu liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×