Starfsmenn stjórnarráðsins þekkja ekki siðareglurnar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. desember 2014 13:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fer fyrir ríkisstjórninni. Forveri hans samþykkti siðareglurnar. Vísir/Vilhelm Starfsmenn stjórnarráðsins telja sig ekki þekkja siðareglur vel. Þetta kemur fram í könnun sem Ríkisendurskoðun gerði á meðal starfsmanna. Ríkisendurskoðun hefur sent forsætisráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu erindi þar sem ráðuneytin eru hvött til að tryggja starfsfólki sínu reglubundna fræðslu um siðareglur stjórnarráðsins. Stofnunin hvetur ráðuneytin til að skipa nýja samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna. „Þá hvetur stofnunin forsætisráðuneyti til að beita sér fyrir því að ráðuneytin fylgi samræmdri stefnu við að ná þeim markmiðum sem reglurnar kveða á um,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Könnunin leiddi líka í ljós að innan ráðuneytanna hefur lítil áhersla verið lögð á fræðslu um reglurnar og eftirfylgni með þeim. „Þó var nokkur munur milli ráðuneyta hvað þetta varðar,“ segir á vef stofnunarinnar. Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands voru staðfestar af Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, árið 2012. Á sama tíma stóð til að samþykktar yrðu sérstakar siðareglur fyrir aðstoðarmenn ráðherra. Það gekk þó aldrei eftir þó að drög hafi verið unnin. Mál fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, Gísla Freys Valdórssonar, hefur varpað kastljósinu að störfum aðstoðarmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu gilda engar sérstakar siðareglur fyrir aðstoðarmennina en heldur er ekki til starfslýsing fyrir þá. Í drögum að siðareglum aðstoðarmanna sem ekki voru samþykktar kemur til að mynda fram að þeir hafi ekki boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta, samkvæmt heimildum. Alþingi Lekamálið Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Starfsmenn stjórnarráðsins telja sig ekki þekkja siðareglur vel. Þetta kemur fram í könnun sem Ríkisendurskoðun gerði á meðal starfsmanna. Ríkisendurskoðun hefur sent forsætisráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu erindi þar sem ráðuneytin eru hvött til að tryggja starfsfólki sínu reglubundna fræðslu um siðareglur stjórnarráðsins. Stofnunin hvetur ráðuneytin til að skipa nýja samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna. „Þá hvetur stofnunin forsætisráðuneyti til að beita sér fyrir því að ráðuneytin fylgi samræmdri stefnu við að ná þeim markmiðum sem reglurnar kveða á um,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Könnunin leiddi líka í ljós að innan ráðuneytanna hefur lítil áhersla verið lögð á fræðslu um reglurnar og eftirfylgni með þeim. „Þó var nokkur munur milli ráðuneyta hvað þetta varðar,“ segir á vef stofnunarinnar. Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands voru staðfestar af Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, árið 2012. Á sama tíma stóð til að samþykktar yrðu sérstakar siðareglur fyrir aðstoðarmenn ráðherra. Það gekk þó aldrei eftir þó að drög hafi verið unnin. Mál fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, Gísla Freys Valdórssonar, hefur varpað kastljósinu að störfum aðstoðarmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu gilda engar sérstakar siðareglur fyrir aðstoðarmennina en heldur er ekki til starfslýsing fyrir þá. Í drögum að siðareglum aðstoðarmanna sem ekki voru samþykktar kemur til að mynda fram að þeir hafi ekki boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta, samkvæmt heimildum.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira