Vilja skilyrða fjárhagsaðstoð Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 3. desember 2014 19:39 Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra fá sveitarfélögin skýrari heimild til að skilyrða eða skerða fjárhagsaðstoð til fólks sem telst vinnufært. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni. Fólk getur að hámarki þegið atvinnuleysisbætur í þrjú ár en stefnt er að því að stytta bótarétt í tvö og hálft ár og hefur frumvarp um það þegar verið lagt fram. Elín Sigurðardóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar býst við nýrri holskeflu fólks sem þarf félagslega aðstoð verði bótatímabilið stytt enn frekar. 1700 langtímaatvinnulausir misstu rétt sinn til atvinnuleysisbóta á þessu ári og þurftu því að leita á náðir sveitarfélaga um aðstoð. Fjöldi þeirra sem þiggja fjárhagslega aðstoð hjá sveitarfélögum hefur tvöfaldast frá árinu 2007. Hún segir hættulegt ef verið sé að auka heimildir til skerðinga til að bregðast við því. Hún segir að bæði Hafnarfjörður og Reykjavíkurborg skerði nú þegar rétt fólks til bóta ef það hafni úrræðum. „Það féll dómur í máli sem var höfðað gegn Hafnarfjarðarbæ vegna slíkra skerðinga,“ segir Elín. ,, Dómurinn taldi að þær skerðingar væru innan ramma laganna. Það virðist því engin ástæða til að rýmka reglur um slíkar skerðingar.“ Elín segir hættulegt ef menn séu að undirbúa frekari skerðingar, með lagabreytingum. ,,Ég myndi varast allt slíkt. Sveitarfélögin hafa mjög ríka framfærsluskyldu gagnvart einstaklingum sem eiga enga aðra tekjumöguleika. Skerðingar leysa ekki vanda fólks sem er félagslega og fjárhagslega í vanda statt.“ Elín segir að skerðingar geti hinsvegar stutt við einstaklingsúrræði fyrir fólk, til að komast aftur af stað út á vinnumarkaðinn. „Það getur stundum verið erfitt.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að þessi ákvörðun sé bersýnilega tekin af fjárhagsástæðum en það sé ríkisins að tryggja að sveitarfélög geti staðið undir fjárhagsaðstoð. ,,Ég er algerlega ósammála þessu frumvarpi. Framfærsluskylda er bundin í stjórnarskrá og það er skerðing á mannréttindum ef það á að skilyrða slíka aðstoð.“ Sigríður að það fólk sem fái fjárhagsaðstoð sé að hluta til fólk sem fór einna verst út úr hruninu. Það muni skila sér aftur út á vinnumarkaðinn þegar samfélagið tekur við sér aftur. Það eigi ekki að skerða mannréttindi út af skammtímahagsmunum ríkis og sveitarfélaga og ýta fólki lengra út á jaðarinn. Alþingi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra fá sveitarfélögin skýrari heimild til að skilyrða eða skerða fjárhagsaðstoð til fólks sem telst vinnufært. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni. Fólk getur að hámarki þegið atvinnuleysisbætur í þrjú ár en stefnt er að því að stytta bótarétt í tvö og hálft ár og hefur frumvarp um það þegar verið lagt fram. Elín Sigurðardóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar býst við nýrri holskeflu fólks sem þarf félagslega aðstoð verði bótatímabilið stytt enn frekar. 1700 langtímaatvinnulausir misstu rétt sinn til atvinnuleysisbóta á þessu ári og þurftu því að leita á náðir sveitarfélaga um aðstoð. Fjöldi þeirra sem þiggja fjárhagslega aðstoð hjá sveitarfélögum hefur tvöfaldast frá árinu 2007. Hún segir hættulegt ef verið sé að auka heimildir til skerðinga til að bregðast við því. Hún segir að bæði Hafnarfjörður og Reykjavíkurborg skerði nú þegar rétt fólks til bóta ef það hafni úrræðum. „Það féll dómur í máli sem var höfðað gegn Hafnarfjarðarbæ vegna slíkra skerðinga,“ segir Elín. ,, Dómurinn taldi að þær skerðingar væru innan ramma laganna. Það virðist því engin ástæða til að rýmka reglur um slíkar skerðingar.“ Elín segir hættulegt ef menn séu að undirbúa frekari skerðingar, með lagabreytingum. ,,Ég myndi varast allt slíkt. Sveitarfélögin hafa mjög ríka framfærsluskyldu gagnvart einstaklingum sem eiga enga aðra tekjumöguleika. Skerðingar leysa ekki vanda fólks sem er félagslega og fjárhagslega í vanda statt.“ Elín segir að skerðingar geti hinsvegar stutt við einstaklingsúrræði fyrir fólk, til að komast aftur af stað út á vinnumarkaðinn. „Það getur stundum verið erfitt.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að þessi ákvörðun sé bersýnilega tekin af fjárhagsástæðum en það sé ríkisins að tryggja að sveitarfélög geti staðið undir fjárhagsaðstoð. ,,Ég er algerlega ósammála þessu frumvarpi. Framfærsluskylda er bundin í stjórnarskrá og það er skerðing á mannréttindum ef það á að skilyrða slíka aðstoð.“ Sigríður að það fólk sem fái fjárhagsaðstoð sé að hluta til fólk sem fór einna verst út úr hruninu. Það muni skila sér aftur út á vinnumarkaðinn þegar samfélagið tekur við sér aftur. Það eigi ekki að skerða mannréttindi út af skammtímahagsmunum ríkis og sveitarfélaga og ýta fólki lengra út á jaðarinn.
Alþingi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira