Fjármálaráðuneytið tilbúið að fjármagna kaup á skattagögnum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 14:11 Bjarni Benediktsson hefur skipað starfshóp sem mun skoða skattalöggjöfina hér á landi og hvort skattayfirvöld hafi næg úrræði til þess að takast á við meint skattsvik. Fjármálaráðuneytið er reiðubúið að veita skattrannsóknarstjóra fjármagn til þess að kaupa gögn sem innihalda upplýsingar um Íslendinga sem nýta sér skattaskjól erlendis. Ráðuneytið setur það skilyrði að seljandi gagnanna fallist á að greiðslurnar nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af því fjármagni sem næst með innheimtu á vangoldnum sköttum af eignum sem faldar eru í skattaskjólum. Þetta kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins sem birtist á vef þess á öðrum tímanum í dag. Í henni kemur jafnframt fram að ráðuneytið hafi komist að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóri hafi sjálfstæða skyldu til að leggja mat á virði eða mikilvægi gagnanna sem kaupa á, fyrir þau verkfeni sem embættið sinnir. Einnig kemur fram í tilkynningunni að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, hafi skipað starfshóp sem mun skoða hvort ástæða sé að taka upp svkölluð „Amnesty“ ákvæði í íslensk skattalög. Það þýðir að þeir sem eigi fjármagn eða eignir sem faldar eru í erlendum skattaskjólum fái leyfi til þess að gera grein fyrir þeim og borga af þeim skatt hér á landi án þess að vera refsað. Hópurinn mun jafnframt leggja mat á hvort lagaheimildir skattayfirvalda til öflunar upplýsinga í baráttunni gegn skattsvikum séu fullnægjandi.Tilkynningin er svo í heild sinni:Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur undanfarið skoðað hvort þörf sé á að treysta og skýra betur valdheimildir skattyfirvalda og annarra stjórnvalda til að sporna gegn skattundanskoti og skattsvikum. Tilefnið er m.a. að skattrannsóknarstjóra voru boðnar upplýsingar til kaups fyrr á árinu um aflandsfélög skráð í eigu Íslendinga í þekktum skattaskjólum. Ráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóri hafi sjálfstæða skyldu til að leggja mat á virði eða mikilvægi gagnanna fyrir þau verkefni sem embættið sinnir. Gengið er út frá því að sama gildi hér og um aðra ríkisaðila að ekki verði gerðir samningar við aðra en þá sem til þess eru bærir, enda hefur ekki annað komið fram en að gögnin séu föl frá slíkum aðila.Meti skattrannsóknarstjóri það svo að gögnin geti nýst embættinu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögulegt sé að skilyrða greiðslu til seljanda gagnanna þannig að þær nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af innheimtu þeirra skattkrafna sem af gögnunum leiðir er ráðuneytið reiðubúið að tryggja þær fjárheimildir sem nauðsynlegar eru til að ráðast í öflun umræddra gagna, með eðlilegum fyrirvörum um sarmáð áður en til skuldbindinga er gengið.Þá hefur fjármála- og efnahagsráðherra tekið ákvörðun um að skipa starfshóp sem mun skoða hvort ástæða sé til að taka upp svokölluð „Amnesty“ ákvæði í íslensk skattalög, svipað og gert hefur verið í nágrannalöndunum okkar. Hópurinn mun jafnframt leggja mat á það hvort lagaheimildir skattyfirvalda til öflunar upplýsinga í baráttunni gegn skattsvikum séu fullnægjandi. Hópurinn skilar niðurstöðum til ráðherra eigi síðar en 15.febrúar 2015.Í starfshópnum sitjaÁsa Ögmundsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti, formaður.Guðrún Jenný Jónsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af ríkisskattstjóra,Lísa K. Yoder, lögfræðingur, tilnefnd af skattrannsóknarstjóra ogGuðni Ólafsson, viðskiptafræðingur, tilnefndur af tollstjóra. Tengdar fréttir Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Til stendur að kynna ákvörðun fjármálaráðherra í málinu í vikunni. 1. desember 2014 15:44 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Fjármálaráðuneytið er reiðubúið að veita skattrannsóknarstjóra fjármagn til þess að kaupa gögn sem innihalda upplýsingar um Íslendinga sem nýta sér skattaskjól erlendis. Ráðuneytið setur það skilyrði að seljandi gagnanna fallist á að greiðslurnar nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af því fjármagni sem næst með innheimtu á vangoldnum sköttum af eignum sem faldar eru í skattaskjólum. Þetta kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins sem birtist á vef þess á öðrum tímanum í dag. Í henni kemur jafnframt fram að ráðuneytið hafi komist að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóri hafi sjálfstæða skyldu til að leggja mat á virði eða mikilvægi gagnanna sem kaupa á, fyrir þau verkfeni sem embættið sinnir. Einnig kemur fram í tilkynningunni að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, hafi skipað starfshóp sem mun skoða hvort ástæða sé að taka upp svkölluð „Amnesty“ ákvæði í íslensk skattalög. Það þýðir að þeir sem eigi fjármagn eða eignir sem faldar eru í erlendum skattaskjólum fái leyfi til þess að gera grein fyrir þeim og borga af þeim skatt hér á landi án þess að vera refsað. Hópurinn mun jafnframt leggja mat á hvort lagaheimildir skattayfirvalda til öflunar upplýsinga í baráttunni gegn skattsvikum séu fullnægjandi.Tilkynningin er svo í heild sinni:Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur undanfarið skoðað hvort þörf sé á að treysta og skýra betur valdheimildir skattyfirvalda og annarra stjórnvalda til að sporna gegn skattundanskoti og skattsvikum. Tilefnið er m.a. að skattrannsóknarstjóra voru boðnar upplýsingar til kaups fyrr á árinu um aflandsfélög skráð í eigu Íslendinga í þekktum skattaskjólum. Ráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóri hafi sjálfstæða skyldu til að leggja mat á virði eða mikilvægi gagnanna fyrir þau verkefni sem embættið sinnir. Gengið er út frá því að sama gildi hér og um aðra ríkisaðila að ekki verði gerðir samningar við aðra en þá sem til þess eru bærir, enda hefur ekki annað komið fram en að gögnin séu föl frá slíkum aðila.Meti skattrannsóknarstjóri það svo að gögnin geti nýst embættinu við úrlausn mála sem það sinnir og að mögulegt sé að skilyrða greiðslu til seljanda gagnanna þannig að þær nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af innheimtu þeirra skattkrafna sem af gögnunum leiðir er ráðuneytið reiðubúið að tryggja þær fjárheimildir sem nauðsynlegar eru til að ráðast í öflun umræddra gagna, með eðlilegum fyrirvörum um sarmáð áður en til skuldbindinga er gengið.Þá hefur fjármála- og efnahagsráðherra tekið ákvörðun um að skipa starfshóp sem mun skoða hvort ástæða sé til að taka upp svokölluð „Amnesty“ ákvæði í íslensk skattalög, svipað og gert hefur verið í nágrannalöndunum okkar. Hópurinn mun jafnframt leggja mat á það hvort lagaheimildir skattyfirvalda til öflunar upplýsinga í baráttunni gegn skattsvikum séu fullnægjandi. Hópurinn skilar niðurstöðum til ráðherra eigi síðar en 15.febrúar 2015.Í starfshópnum sitjaÁsa Ögmundsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti, formaður.Guðrún Jenný Jónsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af ríkisskattstjóra,Lísa K. Yoder, lögfræðingur, tilnefnd af skattrannsóknarstjóra ogGuðni Ólafsson, viðskiptafræðingur, tilnefndur af tollstjóra.
Tengdar fréttir Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Til stendur að kynna ákvörðun fjármálaráðherra í málinu í vikunni. 1. desember 2014 15:44 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Til stendur að kynna ákvörðun fjármálaráðherra í málinu í vikunni. 1. desember 2014 15:44