Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Makedónía 33-23 | Ísland í umspil á HM Guðmundur Marinó Ingvarsson og Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 3. desember 2014 14:07 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er komið í umspil um laust sæti á HM í Danmörku 2015 eftir öruggan 33-23 sigur á Makedóníu í Laugardalshöll í kvöld. Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og var greinlega ákveðið að tryggja sér sæti í umspilinu um sæti á heimsmeistaramótinu að ári. Íslenska liðið skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins og tók þjálfari Makedóníu leikhlé áður en sex og hálf mínúta var liðin af leiknum. Íslenska vörnin sem hóf leikinn svo vel gaf verulega eftir er leið á fyrri hálfleik og það umfram allt annað hélt Makedóníu inni í leiknum því íslenska liðið gat skorað að vild og þá ekki síst þegar það sótti hratt, hvort sem væri í hraðaupphlaupi eða eftir hraða miðju. Ísland var fimm mörkum yfir í hálfleik og greinilegt að liðið var ekki sátt með fyrri hálfleikinn því Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og var komið með níu marka forystu eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik 22-13. Getumunurinn á liðunum er mikill og var leikurinn í raun aldrei spennandi þó Ísland hafi ekki hrist gestina af sér fyrr en í seinni hálfleik.Karen Knútsdóttir var í sérflokki í íslenska liðinu og skoraði 14 mörk en hún hafði ekkert fyrir því að skora gegn makedónsku vörninni var vægast sagt slök þrátt fyrir fregnir um annað í aðdraganda leiksins. Makedónska liðið ógnaði aldrei forystu Íslands í seinni hálfleik og var aðeins spurning um hve stóran sigur Ísland ynni. Íslenska liðið virtist alltaf hungra í meira og með varamenn inni á vellinum í lokin reyndi liðið eins og það gat að bæta við forskotið en tíu marka sigur var staðreynd þar sem tíu leikmenn skoruðu fyrir Ísland. Ágúst: Heildarsvipurinn á liðinu góðurÁgúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var að vonum sáttur með tíu marka sigur á Makedóníu í Laugardalshöll í kvöld, en með sigrinum gulltryggði Ísland sér sæti í umspili um sæti á HM 2015 í Danmörku. "Ég var mjög ánægður með leik liðsins. Stelpurnar hafa staðið sig gríðarlega vel í öllum þessu þremur leikjum. "Þetta var fyrsti sigur okkar á Makedóníu í kvennaboltanum í sögunni. Mér fannst við spila fantagóðan handbolta í kvöld," sagði Ágúst sem játti því að þetta væri besti leikurinn sem Ísland hefur spilað á síðustu dögum. "Sóknarleikurinn var frábær og tempóið á leik liðsins var mjög gott, við skoruðum mikið af mörkum eftir hraðaupphlaup, bæði fyrstu og aðra bylgju. "Heildarsvipurinn á liðinu var góður," sagði Ágúst sem kvaðst einnig ánægður með að íslenska liðið tapaði færri boltum en gegn Ítalíu á sunnudaginn. "Við löguðum það sem við vorum í vandræðum með í síðasta leik gegn Ítalíu. Við fórum vel yfir þetta og töpuðum mun færri boltum." Aðspurður um frammistöðu Karenar Knútsdóttur, sem skoraði 14 mörk í kvöld, hafði Ágúst þetta að segja: "Þetta var stórkostleg frammistaða, það er fátt annað hægt að segja. Hún hefur stigið upp og sérstaklega eftir að hún tók við fyrirliðabandinu. "Hún er mikill leiðtogi og er leikmaður í mjög háum gæðaflokki. Það eru ekki margir miðjumenn í heiminum sem eru að spila eins og hún er að gera," sagði Ágúst um landsliðsfyrirliðann. En hvernig mun íslenska liðið nálgast seinni leikinn gegn Makedóníu í Skopje á laugardaginn? "Við komum af fullum krafti inn í þann leik. Við þurfum að halda áfram að bæta leik liðsins og vinna í okkar varnarleik," sagði Ágúst að lokum.Arna Sif:Héldum einbeitingu allan leikinn Arna Sif Pálsdóttir var í stóru hlutverki þegar Ísland vann tíu marka sigur, 33-23, á Makedóníu í undankeppni HM 2015, en með sigrinum gulltryggði Ísland sér sæti í umspili um sæti á HM. Arna sagði frammistöðuna í kvöld hafa verið þá bestu í undankeppninni. "Já, ég myndi segja það. Það hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur. Við héldum áfram að spila góða vörn í kvöld og náðum að nýta okkur hraðaupphlaupin betur, sem vantaði svolítið í hinum leikjunum gegn Ítalíu. "Það hafði einnig sitt að segja að við töpuðum færri boltum en á sunnudaginn. "Við spiluðum miklu betur saman og fengum miklu meiri hraða í leik okkar sem kom sér vel gegn makedónska liðinu," sagði Arna sem var ánægð með einbeitingu sem íslenska liðið sýndi í kvöld, en liðið stóð stærstan hluta leiksins í vörn. "Við vorum þolinmóðar og héldum einbeitingu allan leikinn sem skilaði tíu marka sigri," sagði línumaðurinn sterki sem spilar með Århus í Danmörku. En hvernig kemur Ísland til með að nálgast seinni leikinn gegn Makedóníu á laugardaginn? "Ég held við munum nálgast hann eins og þennan leik. Við höldum áfram að einbeita okkur að vörninni og hraðaupphlaupunum. "Auðvitað viljum við klára þennan leik og enda með fullt hús stiga í riðlinum og sýna að við eigum fullkomlega skilið að komast áfram." Karen: Við erum mikið betri en þetta lið„Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur. Í síðasta leik náðum við ekki að nýta vörnina með hraðaupphlaupum en við náðum því í dag og allir skiluðu sínu,“ sagði Karen Knútsdóttir leikstjórnandi Íslands sem fór mikinn í kvöld. „Við ætluðum að klára þetta á heimavelli. Það er erfitt að fara til Makedóníu. Þú veist aldrei á hverju þú átt von á þar. Við komum mjög vel stemmdar og við höfum verið mjög einbeittar á allt þetta verkefni. Þetta var framhald af því,“ sagði fyrirliðinn sem gat auðveldlega útskýrt vandræðaganginn á vörn Íslands í fyrri hálfleik. „Við vorum kannski farnar að vilja hlaupa upp völlinn og skora nokkur mörk og gleymdum okkur aðeins í vörninni. Það má auðvitað ekki gerast. Það er dýrt á móti betri liðum en við gátum leyft okkur það í kvöld. „Við ákváðum að byrja seinni hálfleikinn af krafti. Við vorum sáttar með fyrir hálfleikinn en ekki alveg nógu sáttar og ákváðum að bæta það upp á upphafsmínútum seinni hálfleiks sem við náðum að gera. „Við erum mikið betri en þetta lið og náðum að sýna það í kvöld. „Við vinnum gríðarlega vel fyrir hverja aðra og það er ekki bara sú sem skorar mörkin sem á hrós skilið,“ sagði hógvær Karen sem var allt í öllu í góðum sóknarleik Íslands. „Við erum í forkeppni núna og eigum að vera betri en þessi lið. Við eigum heima í undankeppninni og erum búnar að sýna það. Nú er bara að bíða og sjá hvaða þjóð við fáum næst,“ sagði Karen en það kemur í ljós eftir Evrópumeistaramótið sem hefst síðar í mánuðinum. Þórey: Ég bjóst við þeim betri„Ég er mjög sátt. Við spiluðum mikið betri leik en gegn Ítalíu hérna heima. Það var mikið betri stemning og mikið betra flot á sóknarleiknum og mikið betri hraðaupphlaup,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir hægri hornmaður Íslands. „Við duttum niður í svolítið kæruleysi inn á milli í vörninni en heilt yfir er ég mjög sátt. „Við bættum sóknarleikinn og gerðum færri mistök en gegn Ítalíu. Það var betri andi líka og meiri kraftur í öllu sem við gerðum,“ sagði Þórey sem hrósaði Karenu Knútsdóttur í hástert en Karen er búin að skora 34 mörk í leikjunum þremur í forkeppni heimsmeistaramótsins. „Hún er ótrúleg. Frábær leikmaður. Hún er með sjálfstraustið í botni og það er vel gert að halda áfram. Hún á ekki bara einn góðan leik, hún heldur bara áfram. Það sýnir hvaða klassa leikmaður hún er.“ Ísland á einn leik eftir þó sætið í umspilinu sé tryggt. Hann er úti í Makedóníu á laugardaginn. „Ætli við leggjum þetta ekki svipað upp og þennan leik. Við viljum vinna þann leik líka. Við erum með betra lið en Makedónía. Ég bjóst við þeim betri. „Það er líka fyrir okkur sjálfar að vera ekki að tapa einhverjum leikjum sem við eigum ekki að tapa,“ sagði Þórey sem ætlar sér ekkert annað en sigur úti í Makedóníu á laugardaginn.Stelpurnar fagna eftir leik í kvöld.Vísir/Ernir Handbolti Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Sport Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Enski boltinn Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Fótbolti Fleiri fréttir Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Veszprem vann fyrsta leik Arons en lítið gengur hjá Magdeburg Elvar Örn og Arnar Freyr á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Uppgjörið: HK - ÍR 37-31| HK vann botnslaginn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er komið í umspil um laust sæti á HM í Danmörku 2015 eftir öruggan 33-23 sigur á Makedóníu í Laugardalshöll í kvöld. Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og var greinlega ákveðið að tryggja sér sæti í umspilinu um sæti á heimsmeistaramótinu að ári. Íslenska liðið skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins og tók þjálfari Makedóníu leikhlé áður en sex og hálf mínúta var liðin af leiknum. Íslenska vörnin sem hóf leikinn svo vel gaf verulega eftir er leið á fyrri hálfleik og það umfram allt annað hélt Makedóníu inni í leiknum því íslenska liðið gat skorað að vild og þá ekki síst þegar það sótti hratt, hvort sem væri í hraðaupphlaupi eða eftir hraða miðju. Ísland var fimm mörkum yfir í hálfleik og greinilegt að liðið var ekki sátt með fyrri hálfleikinn því Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og var komið með níu marka forystu eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik 22-13. Getumunurinn á liðunum er mikill og var leikurinn í raun aldrei spennandi þó Ísland hafi ekki hrist gestina af sér fyrr en í seinni hálfleik.Karen Knútsdóttir var í sérflokki í íslenska liðinu og skoraði 14 mörk en hún hafði ekkert fyrir því að skora gegn makedónsku vörninni var vægast sagt slök þrátt fyrir fregnir um annað í aðdraganda leiksins. Makedónska liðið ógnaði aldrei forystu Íslands í seinni hálfleik og var aðeins spurning um hve stóran sigur Ísland ynni. Íslenska liðið virtist alltaf hungra í meira og með varamenn inni á vellinum í lokin reyndi liðið eins og það gat að bæta við forskotið en tíu marka sigur var staðreynd þar sem tíu leikmenn skoruðu fyrir Ísland. Ágúst: Heildarsvipurinn á liðinu góðurÁgúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var að vonum sáttur með tíu marka sigur á Makedóníu í Laugardalshöll í kvöld, en með sigrinum gulltryggði Ísland sér sæti í umspili um sæti á HM 2015 í Danmörku. "Ég var mjög ánægður með leik liðsins. Stelpurnar hafa staðið sig gríðarlega vel í öllum þessu þremur leikjum. "Þetta var fyrsti sigur okkar á Makedóníu í kvennaboltanum í sögunni. Mér fannst við spila fantagóðan handbolta í kvöld," sagði Ágúst sem játti því að þetta væri besti leikurinn sem Ísland hefur spilað á síðustu dögum. "Sóknarleikurinn var frábær og tempóið á leik liðsins var mjög gott, við skoruðum mikið af mörkum eftir hraðaupphlaup, bæði fyrstu og aðra bylgju. "Heildarsvipurinn á liðinu var góður," sagði Ágúst sem kvaðst einnig ánægður með að íslenska liðið tapaði færri boltum en gegn Ítalíu á sunnudaginn. "Við löguðum það sem við vorum í vandræðum með í síðasta leik gegn Ítalíu. Við fórum vel yfir þetta og töpuðum mun færri boltum." Aðspurður um frammistöðu Karenar Knútsdóttur, sem skoraði 14 mörk í kvöld, hafði Ágúst þetta að segja: "Þetta var stórkostleg frammistaða, það er fátt annað hægt að segja. Hún hefur stigið upp og sérstaklega eftir að hún tók við fyrirliðabandinu. "Hún er mikill leiðtogi og er leikmaður í mjög háum gæðaflokki. Það eru ekki margir miðjumenn í heiminum sem eru að spila eins og hún er að gera," sagði Ágúst um landsliðsfyrirliðann. En hvernig mun íslenska liðið nálgast seinni leikinn gegn Makedóníu í Skopje á laugardaginn? "Við komum af fullum krafti inn í þann leik. Við þurfum að halda áfram að bæta leik liðsins og vinna í okkar varnarleik," sagði Ágúst að lokum.Arna Sif:Héldum einbeitingu allan leikinn Arna Sif Pálsdóttir var í stóru hlutverki þegar Ísland vann tíu marka sigur, 33-23, á Makedóníu í undankeppni HM 2015, en með sigrinum gulltryggði Ísland sér sæti í umspili um sæti á HM. Arna sagði frammistöðuna í kvöld hafa verið þá bestu í undankeppninni. "Já, ég myndi segja það. Það hefur verið góður stígandi í þessu hjá okkur. Við héldum áfram að spila góða vörn í kvöld og náðum að nýta okkur hraðaupphlaupin betur, sem vantaði svolítið í hinum leikjunum gegn Ítalíu. "Það hafði einnig sitt að segja að við töpuðum færri boltum en á sunnudaginn. "Við spiluðum miklu betur saman og fengum miklu meiri hraða í leik okkar sem kom sér vel gegn makedónska liðinu," sagði Arna sem var ánægð með einbeitingu sem íslenska liðið sýndi í kvöld, en liðið stóð stærstan hluta leiksins í vörn. "Við vorum þolinmóðar og héldum einbeitingu allan leikinn sem skilaði tíu marka sigri," sagði línumaðurinn sterki sem spilar með Århus í Danmörku. En hvernig kemur Ísland til með að nálgast seinni leikinn gegn Makedóníu á laugardaginn? "Ég held við munum nálgast hann eins og þennan leik. Við höldum áfram að einbeita okkur að vörninni og hraðaupphlaupunum. "Auðvitað viljum við klára þennan leik og enda með fullt hús stiga í riðlinum og sýna að við eigum fullkomlega skilið að komast áfram." Karen: Við erum mikið betri en þetta lið„Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur. Í síðasta leik náðum við ekki að nýta vörnina með hraðaupphlaupum en við náðum því í dag og allir skiluðu sínu,“ sagði Karen Knútsdóttir leikstjórnandi Íslands sem fór mikinn í kvöld. „Við ætluðum að klára þetta á heimavelli. Það er erfitt að fara til Makedóníu. Þú veist aldrei á hverju þú átt von á þar. Við komum mjög vel stemmdar og við höfum verið mjög einbeittar á allt þetta verkefni. Þetta var framhald af því,“ sagði fyrirliðinn sem gat auðveldlega útskýrt vandræðaganginn á vörn Íslands í fyrri hálfleik. „Við vorum kannski farnar að vilja hlaupa upp völlinn og skora nokkur mörk og gleymdum okkur aðeins í vörninni. Það má auðvitað ekki gerast. Það er dýrt á móti betri liðum en við gátum leyft okkur það í kvöld. „Við ákváðum að byrja seinni hálfleikinn af krafti. Við vorum sáttar með fyrir hálfleikinn en ekki alveg nógu sáttar og ákváðum að bæta það upp á upphafsmínútum seinni hálfleiks sem við náðum að gera. „Við erum mikið betri en þetta lið og náðum að sýna það í kvöld. „Við vinnum gríðarlega vel fyrir hverja aðra og það er ekki bara sú sem skorar mörkin sem á hrós skilið,“ sagði hógvær Karen sem var allt í öllu í góðum sóknarleik Íslands. „Við erum í forkeppni núna og eigum að vera betri en þessi lið. Við eigum heima í undankeppninni og erum búnar að sýna það. Nú er bara að bíða og sjá hvaða þjóð við fáum næst,“ sagði Karen en það kemur í ljós eftir Evrópumeistaramótið sem hefst síðar í mánuðinum. Þórey: Ég bjóst við þeim betri„Ég er mjög sátt. Við spiluðum mikið betri leik en gegn Ítalíu hérna heima. Það var mikið betri stemning og mikið betra flot á sóknarleiknum og mikið betri hraðaupphlaup,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir hægri hornmaður Íslands. „Við duttum niður í svolítið kæruleysi inn á milli í vörninni en heilt yfir er ég mjög sátt. „Við bættum sóknarleikinn og gerðum færri mistök en gegn Ítalíu. Það var betri andi líka og meiri kraftur í öllu sem við gerðum,“ sagði Þórey sem hrósaði Karenu Knútsdóttur í hástert en Karen er búin að skora 34 mörk í leikjunum þremur í forkeppni heimsmeistaramótsins. „Hún er ótrúleg. Frábær leikmaður. Hún er með sjálfstraustið í botni og það er vel gert að halda áfram. Hún á ekki bara einn góðan leik, hún heldur bara áfram. Það sýnir hvaða klassa leikmaður hún er.“ Ísland á einn leik eftir þó sætið í umspilinu sé tryggt. Hann er úti í Makedóníu á laugardaginn. „Ætli við leggjum þetta ekki svipað upp og þennan leik. Við viljum vinna þann leik líka. Við erum með betra lið en Makedónía. Ég bjóst við þeim betri. „Það er líka fyrir okkur sjálfar að vera ekki að tapa einhverjum leikjum sem við eigum ekki að tapa,“ sagði Þórey sem ætlar sér ekkert annað en sigur úti í Makedóníu á laugardaginn.Stelpurnar fagna eftir leik í kvöld.Vísir/Ernir
Handbolti Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Sport Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Enski boltinn Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Fótbolti Fleiri fréttir Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Veszprem vann fyrsta leik Arons en lítið gengur hjá Magdeburg Elvar Örn og Arnar Freyr á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Uppgjörið: HK - ÍR 37-31| HK vann botnslaginn Sjá meira