Átakanlegar háhyrningamyndir frá Sædýrasafninu Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2014 13:10 Í myndbandindinu sjást meðal annars nýveiddir og vankaðir háhyrningar í Sædýrasafninu. CNN fjallaði fyrir helgi um háhyrningaveiðar og segir sögu Jeff Fosters sem áratugum saman fékkst við að fanga háhyrninga, meðal annars við Íslandsstrendur. Í umfjölluninni birtast áður óséðar myndir, úr fórum Fosters, frá Sædýrasafninu í Hafnarfirði. En, þangað var farið með háhyrninga eftir að þeir höfðu verið veiddir á Íslandsmiðum á 9. áratug síðustu aldar, þar voru þeir þjálfaðir áður en þeir voru seldir fyrir stórfé til Sea World og fleiri slíkra staða. Þetta var umfangsmikil starfsemi, mjög arðvænleg og stóðu þessar veiðar lengi vel undir rekstri safnsins.Hægt er að horfa á umfjöllun CNN neðst í fréttinni. Jeff Foster stjórnaði veiðunum en hann hefur á síðari árum breytt afstöðu sinni, og vill nú vinna að því að sleppa háhyrningum úr prísundum sínum og út í náttúruna. Nú er viðurkennt að háhyrningar eru mjög háðir fjölskyldutengslum og tíst þeirra er nú túlkað sem vein, ákall til fjölskyldunnar. Háhyrningar í Sædýrasafninu.Myndunum frá Íslandi er lýst sem átakanlegum og sláandi. Víst er að afstaða til háhyrningaveiða hefur orðið verulega neikvæð með árunum, ekki síst úti í Bandaríkjunum. Einhvern tíma hefðu þessar myndir þótt til marks um framtak og dugnað en nú þykir þetta fyrst og fremst átakanlegt. Sé horft til umfjöllunar CNN. Í umfjölluninni greinir Foster frá því að honum hafi boðist fúlgur fjár fyrir að stjórna veiðum á átta háhyrningum við Rússland, af rússneskum aðilum, og annast þjálfun þeirra í framhaldinu. En, hann hafnaði því tilboði, sem hefði gert hann að milljarðamæringi – hann getur ekki staðið í þessu lengur.Myndskeiðin sem sýnd voru eru frá því snemma á áttunda áratugnum.Í umfjölluninni er greint frá því að háhyrningarnir sem fangaðir voru á Íslandsmiðum á sínum tíma hafi fengið íslensk nöfn, en þeim var svo breytt þegar þeir voru seldir til sýninga víðsvegar um heim. Foster segist þannig ekki vita hvort einhverjir þeirra sem hann fangaði á sínum tíma séu enn í sjávardýragörðum. Einn háhyrningur fékk þó að halda sínu íslenska nafni, Guðrún, sem veidd var 1976. Guðrún drapst með ömurlegum hætti í SeaWorld í Orlando í kjölfar þess að bera kálf. Það gekk erfiðlega og var kálfurinn dreginn út með trossum. Guðrún drapst fjórum dögum síðar. Vísir hefur áður greint frá örlögum drápsháhyrningsins Tilikum sem einmitt var veiddur við Ísland og var í Sædýrasafninu fyrstu ár sín í haldi. Var meðal annars rætt við þjálfara hans Sigfús Halldórsson, en Tilikum reyndi að rífa hann til sín. Tengdar fréttir Drápsháhyrningurinn Tilikum mögulega á heimleið Háhyrningurinn Tilikum, sem orðið hefur þremur einstaklingum að bana, er mögulega á heimleið til Íslands. 25. nóvember 2013 19:54 Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06 Íslenskur þjálfari slapp naumlega frá drápshvelinu Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari háhyrningsins Tilikums. Háhyrningurinn réðst á Sigfús þegar verið var að færa hann milli lauga í Sædýrasafninu, beit góðan bút úr baki blautbúningsins og dró hann niður. 26. nóvember 2013 06:45 Tilikum verður áfram í SeaWorld Háhyrningurinn Tilikum sem varð þjálfara sínum að bana í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída í fyrradag fær að vera áfram í garðinum að sögn stjórnenda. 26. febrúar 2010 07:17 Tilikum fékk ekki að koma til Íslands Háhyrningnum Tilikum var neitað um að koma til Íslands árið 1992 þegar erlendir dýraverndunarsinnar óskuðu eftir því að fá að flytja hann hingað. Tilikum hefur verið til umfjöllunar í heimspressunni undanfarna daga eftir að hann drap þjálfarann sinn, Dawn Brancheau, á sýningu í SeaWorld í Orlando í vikunni. 26. febrúar 2010 05:00 Deila um myndband af dauða hvalaþjálfara Ættingjar Dawn Brancheau, sem lést þegar háhyrningurinn Tilikum dró hana ofan í sundlaug til sín og varð henni að bana, eiga í lagadeilum við fréttastofur í Bandaríkjunum vegna upptöku sem náðist af atvikinu. Háhyrningurinn, sem er íslenskur, veitti Dawn margvísislega áverka en krufningaskýrsla var gerð opinber í fjölmiðlum í dag. 1. apríl 2010 21:00 Háhyrningur drap þjálfarann sinn í SeaWorld Háhyrningur í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída varð þjálfara sínum að bana í gær á miðri sýningu. 25. febrúar 2010 08:04 Íslendingurinn Tilikum snýr aftur eftir að hafa drepið þjálfara sinn Drápsháhyrningurinn Tilikum, sem varð þjálfara sínum að bana snemma á síðasta ári, mun snúa aftur í Sea World í Orlando. Til stendur að háhyrningurinn muni leika listir sínar fyrir gesti strax á morgun. 29. mars 2011 22:05 Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira
CNN fjallaði fyrir helgi um háhyrningaveiðar og segir sögu Jeff Fosters sem áratugum saman fékkst við að fanga háhyrninga, meðal annars við Íslandsstrendur. Í umfjölluninni birtast áður óséðar myndir, úr fórum Fosters, frá Sædýrasafninu í Hafnarfirði. En, þangað var farið með háhyrninga eftir að þeir höfðu verið veiddir á Íslandsmiðum á 9. áratug síðustu aldar, þar voru þeir þjálfaðir áður en þeir voru seldir fyrir stórfé til Sea World og fleiri slíkra staða. Þetta var umfangsmikil starfsemi, mjög arðvænleg og stóðu þessar veiðar lengi vel undir rekstri safnsins.Hægt er að horfa á umfjöllun CNN neðst í fréttinni. Jeff Foster stjórnaði veiðunum en hann hefur á síðari árum breytt afstöðu sinni, og vill nú vinna að því að sleppa háhyrningum úr prísundum sínum og út í náttúruna. Nú er viðurkennt að háhyrningar eru mjög háðir fjölskyldutengslum og tíst þeirra er nú túlkað sem vein, ákall til fjölskyldunnar. Háhyrningar í Sædýrasafninu.Myndunum frá Íslandi er lýst sem átakanlegum og sláandi. Víst er að afstaða til háhyrningaveiða hefur orðið verulega neikvæð með árunum, ekki síst úti í Bandaríkjunum. Einhvern tíma hefðu þessar myndir þótt til marks um framtak og dugnað en nú þykir þetta fyrst og fremst átakanlegt. Sé horft til umfjöllunar CNN. Í umfjölluninni greinir Foster frá því að honum hafi boðist fúlgur fjár fyrir að stjórna veiðum á átta háhyrningum við Rússland, af rússneskum aðilum, og annast þjálfun þeirra í framhaldinu. En, hann hafnaði því tilboði, sem hefði gert hann að milljarðamæringi – hann getur ekki staðið í þessu lengur.Myndskeiðin sem sýnd voru eru frá því snemma á áttunda áratugnum.Í umfjölluninni er greint frá því að háhyrningarnir sem fangaðir voru á Íslandsmiðum á sínum tíma hafi fengið íslensk nöfn, en þeim var svo breytt þegar þeir voru seldir til sýninga víðsvegar um heim. Foster segist þannig ekki vita hvort einhverjir þeirra sem hann fangaði á sínum tíma séu enn í sjávardýragörðum. Einn háhyrningur fékk þó að halda sínu íslenska nafni, Guðrún, sem veidd var 1976. Guðrún drapst með ömurlegum hætti í SeaWorld í Orlando í kjölfar þess að bera kálf. Það gekk erfiðlega og var kálfurinn dreginn út með trossum. Guðrún drapst fjórum dögum síðar. Vísir hefur áður greint frá örlögum drápsháhyrningsins Tilikum sem einmitt var veiddur við Ísland og var í Sædýrasafninu fyrstu ár sín í haldi. Var meðal annars rætt við þjálfara hans Sigfús Halldórsson, en Tilikum reyndi að rífa hann til sín.
Tengdar fréttir Drápsháhyrningurinn Tilikum mögulega á heimleið Háhyrningurinn Tilikum, sem orðið hefur þremur einstaklingum að bana, er mögulega á heimleið til Íslands. 25. nóvember 2013 19:54 Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06 Íslenskur þjálfari slapp naumlega frá drápshvelinu Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari háhyrningsins Tilikums. Háhyrningurinn réðst á Sigfús þegar verið var að færa hann milli lauga í Sædýrasafninu, beit góðan bút úr baki blautbúningsins og dró hann niður. 26. nóvember 2013 06:45 Tilikum verður áfram í SeaWorld Háhyrningurinn Tilikum sem varð þjálfara sínum að bana í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída í fyrradag fær að vera áfram í garðinum að sögn stjórnenda. 26. febrúar 2010 07:17 Tilikum fékk ekki að koma til Íslands Háhyrningnum Tilikum var neitað um að koma til Íslands árið 1992 þegar erlendir dýraverndunarsinnar óskuðu eftir því að fá að flytja hann hingað. Tilikum hefur verið til umfjöllunar í heimspressunni undanfarna daga eftir að hann drap þjálfarann sinn, Dawn Brancheau, á sýningu í SeaWorld í Orlando í vikunni. 26. febrúar 2010 05:00 Deila um myndband af dauða hvalaþjálfara Ættingjar Dawn Brancheau, sem lést þegar háhyrningurinn Tilikum dró hana ofan í sundlaug til sín og varð henni að bana, eiga í lagadeilum við fréttastofur í Bandaríkjunum vegna upptöku sem náðist af atvikinu. Háhyrningurinn, sem er íslenskur, veitti Dawn margvísislega áverka en krufningaskýrsla var gerð opinber í fjölmiðlum í dag. 1. apríl 2010 21:00 Háhyrningur drap þjálfarann sinn í SeaWorld Háhyrningur í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída varð þjálfara sínum að bana í gær á miðri sýningu. 25. febrúar 2010 08:04 Íslendingurinn Tilikum snýr aftur eftir að hafa drepið þjálfara sinn Drápsháhyrningurinn Tilikum, sem varð þjálfara sínum að bana snemma á síðasta ári, mun snúa aftur í Sea World í Orlando. Til stendur að háhyrningurinn muni leika listir sínar fyrir gesti strax á morgun. 29. mars 2011 22:05 Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira
Drápsháhyrningurinn Tilikum mögulega á heimleið Háhyrningurinn Tilikum, sem orðið hefur þremur einstaklingum að bana, er mögulega á heimleið til Íslands. 25. nóvember 2013 19:54
Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06
Íslenskur þjálfari slapp naumlega frá drápshvelinu Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari háhyrningsins Tilikums. Háhyrningurinn réðst á Sigfús þegar verið var að færa hann milli lauga í Sædýrasafninu, beit góðan bút úr baki blautbúningsins og dró hann niður. 26. nóvember 2013 06:45
Tilikum verður áfram í SeaWorld Háhyrningurinn Tilikum sem varð þjálfara sínum að bana í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída í fyrradag fær að vera áfram í garðinum að sögn stjórnenda. 26. febrúar 2010 07:17
Tilikum fékk ekki að koma til Íslands Háhyrningnum Tilikum var neitað um að koma til Íslands árið 1992 þegar erlendir dýraverndunarsinnar óskuðu eftir því að fá að flytja hann hingað. Tilikum hefur verið til umfjöllunar í heimspressunni undanfarna daga eftir að hann drap þjálfarann sinn, Dawn Brancheau, á sýningu í SeaWorld í Orlando í vikunni. 26. febrúar 2010 05:00
Deila um myndband af dauða hvalaþjálfara Ættingjar Dawn Brancheau, sem lést þegar háhyrningurinn Tilikum dró hana ofan í sundlaug til sín og varð henni að bana, eiga í lagadeilum við fréttastofur í Bandaríkjunum vegna upptöku sem náðist af atvikinu. Háhyrningurinn, sem er íslenskur, veitti Dawn margvísislega áverka en krufningaskýrsla var gerð opinber í fjölmiðlum í dag. 1. apríl 2010 21:00
Háhyrningur drap þjálfarann sinn í SeaWorld Háhyrningur í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída varð þjálfara sínum að bana í gær á miðri sýningu. 25. febrúar 2010 08:04
Íslendingurinn Tilikum snýr aftur eftir að hafa drepið þjálfara sinn Drápsháhyrningurinn Tilikum, sem varð þjálfara sínum að bana snemma á síðasta ári, mun snúa aftur í Sea World í Orlando. Til stendur að háhyrningurinn muni leika listir sínar fyrir gesti strax á morgun. 29. mars 2011 22:05
Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09