Ráðherrakapall Bjarna gengur illa upp Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2014 10:14 Bjarni Benediktsson er í þeirri vandasömu stöðu að þurfa að sætta ýmis sjónarmið þegar hann skipar ráðherra. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins byltir sér nú undir feldi og reynir að finna út hvernig best er að skipa ráðherralið sitt eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir tilkynnti um útgöngu sína úr ríkisstjórn og innanríkisráðuneytinu þar með. Bjarni er ekki öfundsverður því hægara er sagt en gert að skipa ráðherra. Ýmislegt þarf að ganga upp svo allir verði sáttir. Þetta er nánast útilokað og það sem meira er; Bjarni þarf að ganga frá þessu hið fyrsta, því þessi staða er ekki góð fyrir flokkinn; ýmsar bollaleggingar (svo sem þessi grein) og langvinnar geta beinlínis verið skaðlegar í sjálfu sér. Óvissan er vond fyrir flokkinn, og þetta snýst fyrst og fremst um að hafa hann góðan. Margir sækjast eftir ráðherraembættinu en einkum eru það kynjasjónarmið og svo einhvers konar jafnvægi milli kjördæma sem þarf að sætta. Hvað svo sem Bjarni sjálfur segir opinberlega um það. Svo eru þeir til sem telja að Bjarni eigi einfaldlega að gera það sem er best án tillits til slíkra sjónarmiða. En, eftir því sem næst verður komist er Hanna Birna stödd í útlöndum, hún er enn ráðherra og nýr ráðherra verður ekki skipaður í hennar stað að henni fjarstaddri. Vísir heyrði í ýmsum innan Sjálfstæðisflokksins og þar á bæ gera menn því skóna að Bjarni ætli sér að taka þessa vikuna í að liggja undir feldi og kynna niðurstöðuna í kringum næstu helgi.Gömlu brýnin Pétur og Einar koma báðir til greina. Annar vill en hinn er tregari í taumi.Pétur vill verða ráðherra en Einar ekki Ef Bjarni þyrfti ekki að taka tillit til ýmissa atriða, sem mörg hver eru ósamræmanleg þá væri kannski eðlilegast að gamla brýnið Pétur Blöndal (4. þingmaður Reykjavík Suður) tæki við af Hönnu Birnu. En, þá væru kjördæmasjónarmiðin í forgangi. Pétur þriðji maður á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á eftir þeim Hönnu Birnu og Illuga Gunnarssyni. Fyrir liggur að Pétur sækir það nokkuð fast að fá ráðherrastól en Pétur hefur eitt og annað á móti sér og ekki víst að Bjarni meti það sem svo að það sé best fyrir flokkinn til framtíðar. Pétur hefur átt við veikindi að stríða, hann er kominn á aldur og er sem slíkur á útleið úr pólitíkinni og síðast en ekki síst, þá er hefur Pétur ávallt verið talinn ólíkindatól, hann á það til að fylgja sannfæringu sinni fremur en að flokkshollustan ráði för. En, reyndar þá svo að það bitni ekki á flokknum. Og nú, sem aldrei fyrr, ríður á að samstaða sé í liðinu sem siglir nokkuð krappan sjó þó skoðanakannanir sýni reyndar að það er samstarfsflokkurinn í ríkistjórninni sem situr uppi með óánægjunni. Pétur hefur hins vegar það með sér að mörgum þætti það rausnarlegt af flokknum að hann fengi að ljúka ferli sínum sem ráðherra. Fullur sómi af því, svo tungutak stjórnmálanna sé notað. Líkast til myndu flestir fallast á þá lausn að Einar K. Guðfinnsson (2. þingmaður Norðvestur), oddviti flokksins í Norðvestur og fyrrverandi ráðherra, gengi í ríkisstjórnina. Hins vegar hefur það spurst að Einar uni hag sínum vel sem forseti þingsins, en sú staða er metin sem ígildi ráðherradóms. Og hann hafi hreinlega ekki áhuga á ráðherratigninni.Unnur Brá og Ragnheiður. Þessar konur eru efstar á blaði yfir konur og kandídata. Og, það verður að vera kona.Kvennasjónarmið Kynjakvótasjónarmið hafa á undanförnum árum gosið upp í Sjálfstæðisflokknum, sem lengi vel var ónæmur fyrir slíku. Hin lýðræðislega niðurstaða, sem er sú að af 19 þingmönnum eru aðeins 6 konur í þingliði Sjálfstæðisflokksins en engu að síður var Hanna Birna ekki fyrr búin að lýsa því yfir að hún vildi út að Landsamband Sjálfstæðiskvenna skoraði á Bjarna að skipa konu í embætti innanríkisráðherra. „Nú þegar skipa á nýjan innanríkisráðherra er minnt á mikilvægi þess að gæta að kynjahlutföllum í ríkisstjórn.“ Þetta er eindregnasta kröfugerðin sem Bjarni stendur frammi fyrir. En, þá er kannski ekki úr miklu að moða fyrir Bjarna nú þegar Hanna Birna er horfin og Ragnheiður Elín Árnadóttir þegar í ráðherraliðinu. Helst hefur verið nefnd Ragnheiður Ríkharðsdóttir (3. þingmaður Suðvestur) sem er formaður þingflokksins. Og víst er að sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ vilja sjá sinn fyrrverandi bæjarstjóra sem ráðherra og hafa reyndar sent frá sér ályktun þess efnis, eins og svo margir. Ragnheiður hefur það á móti sér að vera hlynnt aðildarviðræðum við ESB og það er eitur í beinum ráðandi afla í flokknum. Og þó það sé ekki skilyrði telja sjálfstæðismenn rétt að lögfræðimenntaður maður fari í innanríkisráðuneytið. Ef Ragnheiður fær að gjalda þess að vera ekki þæg í taum hvað Evrópumálin varðar er það metið svo að næst á lista kvenna sé Unnur Brá Konráðsdóttir (4. þingmaður Suðurkjördæmis) en hún hefur það með sér að vera lögfræðimenntuð. Og að sjálfsögðu hafa stuðningsmenn hennar í Vestmannaeyjum sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún verði næsti ráðherra. Í því sambandi vakti athygli að undir þá yfirlýsingu skrifar Páley Borgþórsdóttir bæjarfulltrúi, sem nýlega var skipuð lögreglustjóri í Eyjum. Unnur Brá hefur það hins vegar á móti sér að vera tiltölulega óreynd og að vera ekki með mörg atkvæði á bak við sig sem þingmaður.Þegar allt er vegið og metið er ekki ólíklegt að þau Brynjar, Raghneiður og Birgir séu efst á blaði Bjarna.Ráðuneytinu skipt upp Þetta er sem sagt vandasöm og flókin staða. Það er fullyrt í eyru blaðamanns Vísis að konur í flokknum myndu beinlínis ganga af göflunum ef gengið yrði fram hjá konu í ráðherrastól. Og þar hlýtur Ragnheiður Ríkharðsdóttir að vera efst á blaði, þrátt fyrir að hún teljist ekki neinn draumakandídat í Valhöll. Þá á Bjarni leik í stöðunni, sem vitaskuld miðar fyrst og fremst við hag Sjálfstæðisflokksins og þann vanda sem hann stendur frammi fyrir núna. Sá leikur myndi leysa ýmsa hnúta en auðvitað ekki alla. Það felst í því að skipta innanríkisráðuneytinu upp, sem þegar hefur reyndar verið gert tímabundið vegna þröngrar stöðu Hönnu Birnu í tengslum við Lekamálið. Ef þessi yrði staðan myndi Bjarni líkast til setja Ragnheiði yfir samgöngumálin og þá lögfræðing yfir dómsmálin. Ef Bjarni lítur svo á að hann sé búinn að sætta kvennasjónarmiðin, og við gefum okkur að Pétur Blöndal sé ekki inni í myndinni, eru tveir riddarar á borðinu. Báðir lögfræðimenntaðir og báðir þingmenn Reykvíkinga. Nefnilega þeir Brynjar Níelsson (5. þingmaður Reykjavík norður) og Birgir Ármannsson (9. þingmaður Reykjavík norður). Brynjar hefur það fram yfir Birgi hreinlega að vera ofar en hann á lista. Brynjar er vígamaður í rökræðum á opinberum vettvangi, líkast til þykir einhverjum það ókostur og nýr á þingi en hefur þótt sýna, kannski óvænt, að hann sé flokkshollur vel. En, hann toppar líkast til ekki Birgi í þeim efnum sem er talinn einhver traustasti flokksmaður sem um getur. Og Birgir býr að meiri þingreynslu en Brynjar. Þessi er sem sagt staðan og ómögulegt að segja til um hver niðurstaðan verður. Engin fordæmi, eða reglur öllu heldur, eru og Bjarni hefur þetta alfarið á sinni hendi. Meðan bíða sjálfstæðismenn spenntir að sjá hver hreppir hnossið. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins byltir sér nú undir feldi og reynir að finna út hvernig best er að skipa ráðherralið sitt eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir tilkynnti um útgöngu sína úr ríkisstjórn og innanríkisráðuneytinu þar með. Bjarni er ekki öfundsverður því hægara er sagt en gert að skipa ráðherra. Ýmislegt þarf að ganga upp svo allir verði sáttir. Þetta er nánast útilokað og það sem meira er; Bjarni þarf að ganga frá þessu hið fyrsta, því þessi staða er ekki góð fyrir flokkinn; ýmsar bollaleggingar (svo sem þessi grein) og langvinnar geta beinlínis verið skaðlegar í sjálfu sér. Óvissan er vond fyrir flokkinn, og þetta snýst fyrst og fremst um að hafa hann góðan. Margir sækjast eftir ráðherraembættinu en einkum eru það kynjasjónarmið og svo einhvers konar jafnvægi milli kjördæma sem þarf að sætta. Hvað svo sem Bjarni sjálfur segir opinberlega um það. Svo eru þeir til sem telja að Bjarni eigi einfaldlega að gera það sem er best án tillits til slíkra sjónarmiða. En, eftir því sem næst verður komist er Hanna Birna stödd í útlöndum, hún er enn ráðherra og nýr ráðherra verður ekki skipaður í hennar stað að henni fjarstaddri. Vísir heyrði í ýmsum innan Sjálfstæðisflokksins og þar á bæ gera menn því skóna að Bjarni ætli sér að taka þessa vikuna í að liggja undir feldi og kynna niðurstöðuna í kringum næstu helgi.Gömlu brýnin Pétur og Einar koma báðir til greina. Annar vill en hinn er tregari í taumi.Pétur vill verða ráðherra en Einar ekki Ef Bjarni þyrfti ekki að taka tillit til ýmissa atriða, sem mörg hver eru ósamræmanleg þá væri kannski eðlilegast að gamla brýnið Pétur Blöndal (4. þingmaður Reykjavík Suður) tæki við af Hönnu Birnu. En, þá væru kjördæmasjónarmiðin í forgangi. Pétur þriðji maður á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á eftir þeim Hönnu Birnu og Illuga Gunnarssyni. Fyrir liggur að Pétur sækir það nokkuð fast að fá ráðherrastól en Pétur hefur eitt og annað á móti sér og ekki víst að Bjarni meti það sem svo að það sé best fyrir flokkinn til framtíðar. Pétur hefur átt við veikindi að stríða, hann er kominn á aldur og er sem slíkur á útleið úr pólitíkinni og síðast en ekki síst, þá er hefur Pétur ávallt verið talinn ólíkindatól, hann á það til að fylgja sannfæringu sinni fremur en að flokkshollustan ráði för. En, reyndar þá svo að það bitni ekki á flokknum. Og nú, sem aldrei fyrr, ríður á að samstaða sé í liðinu sem siglir nokkuð krappan sjó þó skoðanakannanir sýni reyndar að það er samstarfsflokkurinn í ríkistjórninni sem situr uppi með óánægjunni. Pétur hefur hins vegar það með sér að mörgum þætti það rausnarlegt af flokknum að hann fengi að ljúka ferli sínum sem ráðherra. Fullur sómi af því, svo tungutak stjórnmálanna sé notað. Líkast til myndu flestir fallast á þá lausn að Einar K. Guðfinnsson (2. þingmaður Norðvestur), oddviti flokksins í Norðvestur og fyrrverandi ráðherra, gengi í ríkisstjórnina. Hins vegar hefur það spurst að Einar uni hag sínum vel sem forseti þingsins, en sú staða er metin sem ígildi ráðherradóms. Og hann hafi hreinlega ekki áhuga á ráðherratigninni.Unnur Brá og Ragnheiður. Þessar konur eru efstar á blaði yfir konur og kandídata. Og, það verður að vera kona.Kvennasjónarmið Kynjakvótasjónarmið hafa á undanförnum árum gosið upp í Sjálfstæðisflokknum, sem lengi vel var ónæmur fyrir slíku. Hin lýðræðislega niðurstaða, sem er sú að af 19 þingmönnum eru aðeins 6 konur í þingliði Sjálfstæðisflokksins en engu að síður var Hanna Birna ekki fyrr búin að lýsa því yfir að hún vildi út að Landsamband Sjálfstæðiskvenna skoraði á Bjarna að skipa konu í embætti innanríkisráðherra. „Nú þegar skipa á nýjan innanríkisráðherra er minnt á mikilvægi þess að gæta að kynjahlutföllum í ríkisstjórn.“ Þetta er eindregnasta kröfugerðin sem Bjarni stendur frammi fyrir. En, þá er kannski ekki úr miklu að moða fyrir Bjarna nú þegar Hanna Birna er horfin og Ragnheiður Elín Árnadóttir þegar í ráðherraliðinu. Helst hefur verið nefnd Ragnheiður Ríkharðsdóttir (3. þingmaður Suðvestur) sem er formaður þingflokksins. Og víst er að sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ vilja sjá sinn fyrrverandi bæjarstjóra sem ráðherra og hafa reyndar sent frá sér ályktun þess efnis, eins og svo margir. Ragnheiður hefur það á móti sér að vera hlynnt aðildarviðræðum við ESB og það er eitur í beinum ráðandi afla í flokknum. Og þó það sé ekki skilyrði telja sjálfstæðismenn rétt að lögfræðimenntaður maður fari í innanríkisráðuneytið. Ef Ragnheiður fær að gjalda þess að vera ekki þæg í taum hvað Evrópumálin varðar er það metið svo að næst á lista kvenna sé Unnur Brá Konráðsdóttir (4. þingmaður Suðurkjördæmis) en hún hefur það með sér að vera lögfræðimenntuð. Og að sjálfsögðu hafa stuðningsmenn hennar í Vestmannaeyjum sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún verði næsti ráðherra. Í því sambandi vakti athygli að undir þá yfirlýsingu skrifar Páley Borgþórsdóttir bæjarfulltrúi, sem nýlega var skipuð lögreglustjóri í Eyjum. Unnur Brá hefur það hins vegar á móti sér að vera tiltölulega óreynd og að vera ekki með mörg atkvæði á bak við sig sem þingmaður.Þegar allt er vegið og metið er ekki ólíklegt að þau Brynjar, Raghneiður og Birgir séu efst á blaði Bjarna.Ráðuneytinu skipt upp Þetta er sem sagt vandasöm og flókin staða. Það er fullyrt í eyru blaðamanns Vísis að konur í flokknum myndu beinlínis ganga af göflunum ef gengið yrði fram hjá konu í ráðherrastól. Og þar hlýtur Ragnheiður Ríkharðsdóttir að vera efst á blaði, þrátt fyrir að hún teljist ekki neinn draumakandídat í Valhöll. Þá á Bjarni leik í stöðunni, sem vitaskuld miðar fyrst og fremst við hag Sjálfstæðisflokksins og þann vanda sem hann stendur frammi fyrir núna. Sá leikur myndi leysa ýmsa hnúta en auðvitað ekki alla. Það felst í því að skipta innanríkisráðuneytinu upp, sem þegar hefur reyndar verið gert tímabundið vegna þröngrar stöðu Hönnu Birnu í tengslum við Lekamálið. Ef þessi yrði staðan myndi Bjarni líkast til setja Ragnheiði yfir samgöngumálin og þá lögfræðing yfir dómsmálin. Ef Bjarni lítur svo á að hann sé búinn að sætta kvennasjónarmiðin, og við gefum okkur að Pétur Blöndal sé ekki inni í myndinni, eru tveir riddarar á borðinu. Báðir lögfræðimenntaðir og báðir þingmenn Reykvíkinga. Nefnilega þeir Brynjar Níelsson (5. þingmaður Reykjavík norður) og Birgir Ármannsson (9. þingmaður Reykjavík norður). Brynjar hefur það fram yfir Birgi hreinlega að vera ofar en hann á lista. Brynjar er vígamaður í rökræðum á opinberum vettvangi, líkast til þykir einhverjum það ókostur og nýr á þingi en hefur þótt sýna, kannski óvænt, að hann sé flokkshollur vel. En, hann toppar líkast til ekki Birgi í þeim efnum sem er talinn einhver traustasti flokksmaður sem um getur. Og Birgir býr að meiri þingreynslu en Brynjar. Þessi er sem sagt staðan og ómögulegt að segja til um hver niðurstaðan verður. Engin fordæmi, eða reglur öllu heldur, eru og Bjarni hefur þetta alfarið á sinni hendi. Meðan bíða sjálfstæðismenn spenntir að sjá hver hreppir hnossið.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira