Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. desember 2014 12:41 Bryndís vill kaupa upplýsingarnar. Vísir / Stefán Enn er ekki búið að taka ákvörðun um kaup á gögnum um Íslendinga sem eiga eignir í skattaskjólum. „Málið er statt í ráðuneytinu. Það er verið að vinna að því þar,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri aðspurð um málið. Hún segir að skattrannsóknarstjóri geti ekki tekið ákvörðun um að kaupa gögnin upp á sitt einsdæmi. „Þó ekki kæmi annað til en að embættið hefur ekki fjárheimildir til þess eða til þess að skuldbinda ríkissjóð til að greiða slíkt einhvertímann seinna,“ segir hún. „Það þarf aðkomu ráðuneytisins með einum eða öðrum hætti.“ Bryndís segist vera þeirrar skoðunar að leita eigi allra mögulegra leiða til að uppræta skattsvik. „Ég hef sagt að þessi gögn gefa einhverjar vísbendingar um það,“ segir hún og bætir við: „Mín afstaða er sú að það eigi að gera eins og hægt er að gera, með þessi gögn eins og önnur.“ Ekki er hægt að fara af stað með rannsóknir á grundvelli þeirra gagna sem embættið fékk afhent sýnishorn af gögnunum. „Þá værum við að ganga gegn því samkomulagi sem við gerðum við þennan aðila,“ segir hún. „Mér hugnast það ekki. Það var fallist á þetta með þessum hættu og þá stöndum við við það.“ Bryndís segist eiga von á að niðurstaða fáist í málið í ráðuneytinu fljótlega. „Ég á ekki von á öðru en að kemur niðurstaða í þetta innan tíðar,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Enn er ekki búið að taka ákvörðun um kaup á gögnum um Íslendinga sem eiga eignir í skattaskjólum. „Málið er statt í ráðuneytinu. Það er verið að vinna að því þar,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri aðspurð um málið. Hún segir að skattrannsóknarstjóri geti ekki tekið ákvörðun um að kaupa gögnin upp á sitt einsdæmi. „Þó ekki kæmi annað til en að embættið hefur ekki fjárheimildir til þess eða til þess að skuldbinda ríkissjóð til að greiða slíkt einhvertímann seinna,“ segir hún. „Það þarf aðkomu ráðuneytisins með einum eða öðrum hætti.“ Bryndís segist vera þeirrar skoðunar að leita eigi allra mögulegra leiða til að uppræta skattsvik. „Ég hef sagt að þessi gögn gefa einhverjar vísbendingar um það,“ segir hún og bætir við: „Mín afstaða er sú að það eigi að gera eins og hægt er að gera, með þessi gögn eins og önnur.“ Ekki er hægt að fara af stað með rannsóknir á grundvelli þeirra gagna sem embættið fékk afhent sýnishorn af gögnunum. „Þá værum við að ganga gegn því samkomulagi sem við gerðum við þennan aðila,“ segir hún. „Mér hugnast það ekki. Það var fallist á þetta með þessum hættu og þá stöndum við við það.“ Bryndís segist eiga von á að niðurstaða fáist í málið í ráðuneytinu fljótlega. „Ég á ekki von á öðru en að kemur niðurstaða í þetta innan tíðar,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira