Alfreð samdi við Real Sociedad eftir að hafa dvalið í Hollandi í tvö ár en aðeins fáeinum vikum eftir að hann samdi við félagið var hann byrjaður að tala á spænsku við fjölmiðla ytra.
Jón Sigurður Eyjólfsson, blaðamaður og pistlahöfundur í Fréttablaðinu, býr á Spáni og segir að Alfreð tali betri spænsku en margir erlendir leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni. Í þeirra hópi er Gareth Bale, Walesverjinn sem hefur verið í herbúðum Real Madrid í rúmt ár.
„Bale þyrfti áratug til að ná sama árangri í spænskunni,“ sagði Jón Sigurður í léttum dúr.
Hér fyrir neðan geta áhugasamir séð Alfreð spreyta sig í spænskunni.