Kanna af hverju Monis var ekki á lista yfirvalda Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2014 11:15 Man Haron Monis var fimmtugur en hann hélt gíslum föstum í rúma 16 tíma í gær. Vísr/AP Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir að yfirvöld þar í landi muni kanna af hverju Man Haron Monis, sem tók 17 manns í gíslingu á Kaffihúsi í Sydney, hafi ekki verið á lista yfirvalda yfir mögulega hryðjuverkamenn. Þá vill hann vita hvernig stæði á því að Monis hafi gengið laus gegn tryggingu. Hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og fyrir að hafa aðstoðað konu við að myrða fyrrverandi eiginkonu sína. Abbott lýsti honum sem trufluðum og sjúkum einstakling. Hann sagði þetta vera fyrsta hryðjuverkaatvikið í Ástralíu í 35 ár. Monis lét gísla lesa upp kröfur sínar og hlóð hann svo myndböndum af því upp á Youtube.Tveir gíslar létu lífið þegar lögreglan réðst til atlögu gegn Monis. Þau hétu Tori Johnson sem var 34 ára og Katrina Dawson sem var 38 ára. Þau höfðu verið í gíslingu í sextán tíma. Catherine Burn hjá lögreglunni í Syndey vildi ekki staðfesta að Monis hafi skotið gíslana sjálfur. Hún vildi ekki heldur staðfesta fregnir um að Johnson hafi verið skotinn í átökum við Monis. Burn sagði þó að allir gíslarnir hefðu verið hugrakkir og hagað sér eftir því. Samkvæmt BBC sagði Burn þó að lögreglumenn hefði ráðist inn í kaffihúsið eftir að skot heyrðust þaðan og gíslar hlupu út. Rannsókn hefur þegar verið hafin á störfum lögreglu á vettvangi og Burn vildi ekki segja meira til að hafa ekki áhrif á rannsóknina. Ástralar, sem virðast vera slegnir yfir atvikinu, lögðu blómvendi við kaffihúsið í morgun. Þá hafa samtök múslima í Ástralíu fordæmt atvikið. Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist Gíslatökumaðurinn er á meðal þeirra látnu auk tveggja gísla. 15. desember 2014 19:07 Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00 „Maður fann alveg að það greip um sig mikil hræðsla í borginni“ Ásta Guðmundsdóttir, sem búsett er í Sydney, segir að gíslatakan hafi komið íbúum borgarinnar mjög á óvart. 15. desember 2014 22:43 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir að yfirvöld þar í landi muni kanna af hverju Man Haron Monis, sem tók 17 manns í gíslingu á Kaffihúsi í Sydney, hafi ekki verið á lista yfirvalda yfir mögulega hryðjuverkamenn. Þá vill hann vita hvernig stæði á því að Monis hafi gengið laus gegn tryggingu. Hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og fyrir að hafa aðstoðað konu við að myrða fyrrverandi eiginkonu sína. Abbott lýsti honum sem trufluðum og sjúkum einstakling. Hann sagði þetta vera fyrsta hryðjuverkaatvikið í Ástralíu í 35 ár. Monis lét gísla lesa upp kröfur sínar og hlóð hann svo myndböndum af því upp á Youtube.Tveir gíslar létu lífið þegar lögreglan réðst til atlögu gegn Monis. Þau hétu Tori Johnson sem var 34 ára og Katrina Dawson sem var 38 ára. Þau höfðu verið í gíslingu í sextán tíma. Catherine Burn hjá lögreglunni í Syndey vildi ekki staðfesta að Monis hafi skotið gíslana sjálfur. Hún vildi ekki heldur staðfesta fregnir um að Johnson hafi verið skotinn í átökum við Monis. Burn sagði þó að allir gíslarnir hefðu verið hugrakkir og hagað sér eftir því. Samkvæmt BBC sagði Burn þó að lögreglumenn hefði ráðist inn í kaffihúsið eftir að skot heyrðust þaðan og gíslar hlupu út. Rannsókn hefur þegar verið hafin á störfum lögreglu á vettvangi og Burn vildi ekki segja meira til að hafa ekki áhrif á rannsóknina. Ástralar, sem virðast vera slegnir yfir atvikinu, lögðu blómvendi við kaffihúsið í morgun. Þá hafa samtök múslima í Ástralíu fordæmt atvikið.
Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist Gíslatökumaðurinn er á meðal þeirra látnu auk tveggja gísla. 15. desember 2014 19:07 Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00 „Maður fann alveg að það greip um sig mikil hræðsla í borginni“ Ásta Guðmundsdóttir, sem búsett er í Sydney, segir að gíslatakan hafi komið íbúum borgarinnar mjög á óvart. 15. desember 2014 22:43 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37
Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist Gíslatökumaðurinn er á meðal þeirra látnu auk tveggja gísla. 15. desember 2014 19:07
Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30
Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29
Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00
„Maður fann alveg að það greip um sig mikil hræðsla í borginni“ Ásta Guðmundsdóttir, sem búsett er í Sydney, segir að gíslatakan hafi komið íbúum borgarinnar mjög á óvart. 15. desember 2014 22:43