Erlent

Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan í Nýju Suður Wales hefur staðfest að þrír eru látnir eftir umsátrið í Sydney þar sem Man Haron Monis hélt fólki föngnu á kaffihúsinu Lindt í Sviss í tæpan sólarhring
Lögreglan í Nýju Suður Wales hefur staðfest að þrír eru látnir eftir umsátrið í Sydney þar sem Man Haron Monis hélt fólki föngnu á kaffihúsinu Lindt í Sviss í tæpan sólarhring Vísir/Getty
Lögreglan í Nýju Suður Wales hefur staðfest að þrír eru látnir eftir umsátrið í Sydney þar sem Man Haron Monis hélt fólki föngnu á kaffihúsinu Lindt í Sydney í tæpan sólarhring. Monis er á meðal þeirra látnu, auk tveggja gísla, 34 ára gamals manns og 38 ára gamallar konu.

Öll létust þau af skotsárum en til skotbardaga kom á milli gíslatökumannsins og lögreglunnar í kjölfar þess að lögreglan réðst til atlögu gegn honum. Þá höfðu heyrst skothvellir frá kaffihúsinu.

Á vef Guardian kemur fram að tvær konur hafi verið fluttar særðar á sjúkrahús en þær eru ekki í lífshættu. Önnur kona var flutt á spítala eftir að hafa verið skotin í öxlina. Þá var lögreglumaður einnig fluttur særður á sjúkrahús en hann er ekki í lífshættu.

Gíslatökumaðurinn, Man Haron Monis, Man Haron Monis hét upphaflega Manteghi Bourjerdi og kom til Ástralíu frá Íran árið 1996. Hann er þekktur í þarlendum fjölmiðlum en hann hefur haldið uppi mótmælum vegna veru ástralskra hermanna í Afghanistan. Aðferðin hefur verið heldur óvinsæl þar sem hann hefur sent fjölskyldum látinna hermanna bréf.

Hann var tæpur á því að lenda í fangelsi en slapp naumlega við slíkt. Í fyrra var hann grunaður um að hafa skipulagt morð á konu að nafni Noreen Pal og hefur að auki margoft verið sakaður um kynferðislega áreitni.


Tengdar fréttir

Gíslataka í Sydney

Vopnaður maður, eða menn, heldur nú fólki í gíslingu á kaffihúsi í Sydney, Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×