Sigmundur Davíð segir jólasveina hafa óttast mannréttindaráð Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. desember 2014 17:28 Sigmundur sagði frá jólaballi á Facebook í dag. Vísir/Stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur stillt sér upp með þeim sem vilja verja kristna siði í kringum jólin. Hann skaut á mannréttindaráð Reykjavíkurborgar í frásögn af jólaballi á Facebook-síðu sinni í dag og sagði að jólasveinarnir sem skemmtu börnum hafi verið smeykir og beðið fólk um að fylgjast með útsendara frá ráðinu á meðan þeir sungu Heims um ból. „Gluggagægir og Stúfur mættu galvaskir til að leiða sönginn en þegar kom að því að syngja Heims um ból urðu þeir bræður smeykir og gluggagægir bað fólk að vakta gluggana og láta vita ef sæist til útsendara frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar,“ skrifaði ráðherrann. Undanfarna daga hefur heyrst gagnrýni á reglur Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga um að takmarka aðgang trúarefnis í grunnskólum en meðal annars stangast það á við samskiptareglur borgarinnar við trúfélög að flytja börnum hugvekju í kirkjum. Líf er formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur.Vísir/GVAFréttastofa sagði frá því í gær að Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs borgarinnar, teldi heimsókn grunnskólabarna í Langholtsskóla brjóta í bága við reglurnar. Hún telur algjörlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Þá vöktu einnig athygli ummæli Ingu Sigrúnar Atladóttur, skólastjóra Valsárskóla, um að hún ætlaði að verja kristnar hefðir í skólanum hjá sér. Hún sagðist bíða eftir símtali þar sem krafist sé að hætt yrði að lita Jesúmyndir og fara með nemendur í kirkju. „Það er slagur sem ég ætla að vanda mig að vinna,“ sagði hún á Facebook-síðu sinni. Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur stillt sér upp með þeim sem vilja verja kristna siði í kringum jólin. Hann skaut á mannréttindaráð Reykjavíkurborgar í frásögn af jólaballi á Facebook-síðu sinni í dag og sagði að jólasveinarnir sem skemmtu börnum hafi verið smeykir og beðið fólk um að fylgjast með útsendara frá ráðinu á meðan þeir sungu Heims um ból. „Gluggagægir og Stúfur mættu galvaskir til að leiða sönginn en þegar kom að því að syngja Heims um ból urðu þeir bræður smeykir og gluggagægir bað fólk að vakta gluggana og láta vita ef sæist til útsendara frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar,“ skrifaði ráðherrann. Undanfarna daga hefur heyrst gagnrýni á reglur Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga um að takmarka aðgang trúarefnis í grunnskólum en meðal annars stangast það á við samskiptareglur borgarinnar við trúfélög að flytja börnum hugvekju í kirkjum. Líf er formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur.Vísir/GVAFréttastofa sagði frá því í gær að Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs borgarinnar, teldi heimsókn grunnskólabarna í Langholtsskóla brjóta í bága við reglurnar. Hún telur algjörlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Þá vöktu einnig athygli ummæli Ingu Sigrúnar Atladóttur, skólastjóra Valsárskóla, um að hún ætlaði að verja kristnar hefðir í skólanum hjá sér. Hún sagðist bíða eftir símtali þar sem krafist sé að hætt yrði að lita Jesúmyndir og fara með nemendur í kirkju. „Það er slagur sem ég ætla að vanda mig að vinna,“ sagði hún á Facebook-síðu sinni. Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira