Vilja tífalda framleiðslu metanóls í Svartsengi Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2014 20:30 Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi fyrir 700 milljónir króna. Jafnframt er hafinn undirbúningur að enn stærri verksmiðju þar, sem myndi tífalda framleiðslugetuna. Metanólverksmiðjan tók til starfa í Svartsengi árið 2012 en þar er koltvísýringur úr útblæstri orkuvers HS Orku notaður til að framleiða vistvænt eldsneyti í tilraunaskyni. En jafnframt því að selja tækniþekkinguna til nota í þýsku kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu stendur Carbon Recycling nú í umfangsmiklum framkvæmdum við Grindavík. Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fjárfesting við stækkun verksmiðjunnar nemi um 6 milljónum dollara, eða á bilinu 600-700 milljónum íslenskra króna. Hópur verktaka undir stjórn Íslenskra aðalverktaka hafi unnið að stækkuninni undanfarna mánuði. Stækkunin núna er hins vegar bara eitt skref. Forsvarsmenn Carbon Recycling sjá fram á þau verði mun stærri í framtíðinni.Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Benedikt segir að fyrirtækið hafa lagt línurnar að enn stærri verksmiðju, sem hugsanlega rísi við hlið þeirrar sem fyrir er í Svartsengi. Sú myndi framleiða tíu sinnum meira magn, og yrði að flatarmáli um þrefalt stærri en sú sem þar er fyrir. Þar yrði hægt að framleiða um 40 þúsund tonn af metanóli á ári, sem yrði fyrst og fremst hugsað til útflutnings, til að byrja með, en gæti hugsanlega í framtíðinni orðið undirstaða að íslensku eldsneyti fyrir bíla. Einnig séu á teikniborðinu möguleikar á tveimur verksmiðjum til viðbótar innanlands, sem myndu þá tengjast öðrum jarðvarmavirkjunum á Íslandi. Verkefni sem þessi kalla á flókna hönnun íslenskra sérfræðinga, að sögn Benedikts. „Þetta er mjög flókið í framkvæmd. Við erum einstakt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða, í rauninni eina efnaverksmiðjan sem hefur verið sett upp á Íslandi af þessari stærð, og þessvegna mikið af þessari þekkingu sem við erum að skapa, - hún verður til um leið og við erum að vinna í þessu verkefni.“ Tengdar fréttir Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Afköst verksmiðju Carbon Recycling þrefaldast fyrir lok árs Unnið er að stækkun metanólverksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi við Grindavík. 20. ágúst 2014 09:30 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi fyrir 700 milljónir króna. Jafnframt er hafinn undirbúningur að enn stærri verksmiðju þar, sem myndi tífalda framleiðslugetuna. Metanólverksmiðjan tók til starfa í Svartsengi árið 2012 en þar er koltvísýringur úr útblæstri orkuvers HS Orku notaður til að framleiða vistvænt eldsneyti í tilraunaskyni. En jafnframt því að selja tækniþekkinguna til nota í þýsku kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu stendur Carbon Recycling nú í umfangsmiklum framkvæmdum við Grindavík. Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fjárfesting við stækkun verksmiðjunnar nemi um 6 milljónum dollara, eða á bilinu 600-700 milljónum íslenskra króna. Hópur verktaka undir stjórn Íslenskra aðalverktaka hafi unnið að stækkuninni undanfarna mánuði. Stækkunin núna er hins vegar bara eitt skref. Forsvarsmenn Carbon Recycling sjá fram á þau verði mun stærri í framtíðinni.Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Benedikt segir að fyrirtækið hafa lagt línurnar að enn stærri verksmiðju, sem hugsanlega rísi við hlið þeirrar sem fyrir er í Svartsengi. Sú myndi framleiða tíu sinnum meira magn, og yrði að flatarmáli um þrefalt stærri en sú sem þar er fyrir. Þar yrði hægt að framleiða um 40 þúsund tonn af metanóli á ári, sem yrði fyrst og fremst hugsað til útflutnings, til að byrja með, en gæti hugsanlega í framtíðinni orðið undirstaða að íslensku eldsneyti fyrir bíla. Einnig séu á teikniborðinu möguleikar á tveimur verksmiðjum til viðbótar innanlands, sem myndu þá tengjast öðrum jarðvarmavirkjunum á Íslandi. Verkefni sem þessi kalla á flókna hönnun íslenskra sérfræðinga, að sögn Benedikts. „Þetta er mjög flókið í framkvæmd. Við erum einstakt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða, í rauninni eina efnaverksmiðjan sem hefur verið sett upp á Íslandi af þessari stærð, og þessvegna mikið af þessari þekkingu sem við erum að skapa, - hún verður til um leið og við erum að vinna í þessu verkefni.“
Tengdar fréttir Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Afköst verksmiðju Carbon Recycling þrefaldast fyrir lok árs Unnið er að stækkun metanólverksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi við Grindavík. 20. ágúst 2014 09:30 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45
Afköst verksmiðju Carbon Recycling þrefaldast fyrir lok árs Unnið er að stækkun metanólverksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi við Grindavík. 20. ágúst 2014 09:30