Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. desember 2014 20:56 Íslenskir leigubílstjórar ætla að berjast hart gegn innreið bandaríska fyrirtækisins Uber á íslenskan leigubílamarkað, eitt fyrirtæki er þó að nútímavæðast með appi. Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. Uber kemur í nokkrum flokkum en lægsti flokkurinn heimilar í raun hverjum sem er að taka farþega gegn greiðslu svo lengi sem viðkomandi hefur verið samþykktur af Uber. Viðskiptavinir Uber panta sér bíla með appi í símanum og geta séð á korti hvar bílarnir eru staðsettir. Biðin eftir bíl er margfalt styttri en hjá venjulegum leigubílum og notendur geta stjórnað tónlistinni í bílunum á meðan á ferð stendur með því að tengjast hljóðkerfi bílsins gegnum Spotify. Viðskiptavinurinn fær tölvupóst að lokinni ferð, eins og þessa hér frá Uber í París, með öllum upplýsingum og mynd af bílstjóranum auk korts með leiðinni sem var ekin. Íslenskur leigubílamarkaður hefur lítið breyst á undanförnum áratugum, ef undan eru skildar nýjungar í greiðslumiðlun. Tvö fyrirtæki eru ráðandi á markaðnum, Hreyfill og BSR. Ljóst er að innkoma Uber inn á þennan markað myndi gjörbreyta honum og eflaust veita Hreyfli og BSR harða samkeppni. Leigubílaakstur er leyfisskyld starfsemi og ljóst er að breyta þarf reglugerð um leigubílstjóra ef Uber á að geta hafið hér rekstur. Ástgeir Þorsteinsson er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra. „Samkeppni frá Uber er náttúrulega ekki samkvæmt lögum um leigubíla. Þetta er takmörkun hérna og það samræmist ekki að einhverjir einstaklingar geti fengið þetta. Það hefur gerst víða um heim að einstaklingar hafa notað þetta sem alls ekki eru með leyfi til atvinnureksturs á leigubíl. Það er bara þar sem málið stendur.“Heldurðu að íslenskir leigubílstjórar muni nútímavæða þjónustuna sína, til dæmis með öppum fyrir snjallsíma til að mæta samkeppni?„Já, eflaust. Það stendur til á einni stöð en það er ekki komið í gagnið. Ég veit ekki hvernig það verður.“ Ástgeir segir að bandalagið muni beita sér gegn innreið Uber á markaðinn. „Ef ekki verða löglegir menn sem að fara að nota þetta að þá munum við að sjálfsögðu sporna gegn því. Menn eru að berjast gegn þessu víða um heim, til dæmis á Indlandi núna.“ Ástgeir er þarna að vísa til þess að stjórnvöld í Delhi á Indlandi bönnuðu Uber eftir að ásakanir voru settar fram á hendur bílstjóra að hafa nauðgað kvenkyns farþega. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri Plain Vanilla og einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Clara, bjó um þriggja ára skeiðí San Fransisco og var viðskiptavinur Uber. „Ég bjó í San Fransisco í þrjú ár og fékk þá tækifæri til að nýta þessa þjónustu nánast á hverjum degi, oft í viku, og hún er ótrúlega góð. Maður sér á korti á símanum sínum hvað er langt í bílinn, maður þarf ekki að tala við einhverja móttökustöð sem hefur ekki hugmynd um hvar bílarnir eru. Þeir eru miklu kurteisari og gæta umferðarlaganna miklu betur. Greiðslurnar eru allar í gegnum símann þinn, þú þarft aldrei að taka upp veskið þegar þú ert á leiðinni út. Þannig að allt í allt er þessi reynsla mjög þægileg.“ Tengdar fréttir Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Íslenskir leigubílstjórar ætla að berjast hart gegn innreið bandaríska fyrirtækisins Uber á íslenskan leigubílamarkað, eitt fyrirtæki er þó að nútímavæðast með appi. Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. Uber kemur í nokkrum flokkum en lægsti flokkurinn heimilar í raun hverjum sem er að taka farþega gegn greiðslu svo lengi sem viðkomandi hefur verið samþykktur af Uber. Viðskiptavinir Uber panta sér bíla með appi í símanum og geta séð á korti hvar bílarnir eru staðsettir. Biðin eftir bíl er margfalt styttri en hjá venjulegum leigubílum og notendur geta stjórnað tónlistinni í bílunum á meðan á ferð stendur með því að tengjast hljóðkerfi bílsins gegnum Spotify. Viðskiptavinurinn fær tölvupóst að lokinni ferð, eins og þessa hér frá Uber í París, með öllum upplýsingum og mynd af bílstjóranum auk korts með leiðinni sem var ekin. Íslenskur leigubílamarkaður hefur lítið breyst á undanförnum áratugum, ef undan eru skildar nýjungar í greiðslumiðlun. Tvö fyrirtæki eru ráðandi á markaðnum, Hreyfill og BSR. Ljóst er að innkoma Uber inn á þennan markað myndi gjörbreyta honum og eflaust veita Hreyfli og BSR harða samkeppni. Leigubílaakstur er leyfisskyld starfsemi og ljóst er að breyta þarf reglugerð um leigubílstjóra ef Uber á að geta hafið hér rekstur. Ástgeir Þorsteinsson er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra. „Samkeppni frá Uber er náttúrulega ekki samkvæmt lögum um leigubíla. Þetta er takmörkun hérna og það samræmist ekki að einhverjir einstaklingar geti fengið þetta. Það hefur gerst víða um heim að einstaklingar hafa notað þetta sem alls ekki eru með leyfi til atvinnureksturs á leigubíl. Það er bara þar sem málið stendur.“Heldurðu að íslenskir leigubílstjórar muni nútímavæða þjónustuna sína, til dæmis með öppum fyrir snjallsíma til að mæta samkeppni?„Já, eflaust. Það stendur til á einni stöð en það er ekki komið í gagnið. Ég veit ekki hvernig það verður.“ Ástgeir segir að bandalagið muni beita sér gegn innreið Uber á markaðinn. „Ef ekki verða löglegir menn sem að fara að nota þetta að þá munum við að sjálfsögðu sporna gegn því. Menn eru að berjast gegn þessu víða um heim, til dæmis á Indlandi núna.“ Ástgeir er þarna að vísa til þess að stjórnvöld í Delhi á Indlandi bönnuðu Uber eftir að ásakanir voru settar fram á hendur bílstjóra að hafa nauðgað kvenkyns farþega. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri Plain Vanilla og einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Clara, bjó um þriggja ára skeiðí San Fransisco og var viðskiptavinur Uber. „Ég bjó í San Fransisco í þrjú ár og fékk þá tækifæri til að nýta þessa þjónustu nánast á hverjum degi, oft í viku, og hún er ótrúlega góð. Maður sér á korti á símanum sínum hvað er langt í bílinn, maður þarf ekki að tala við einhverja móttökustöð sem hefur ekki hugmynd um hvar bílarnir eru. Þeir eru miklu kurteisari og gæta umferðarlaganna miklu betur. Greiðslurnar eru allar í gegnum símann þinn, þú þarft aldrei að taka upp veskið þegar þú ert á leiðinni út. Þannig að allt í allt er þessi reynsla mjög þægileg.“
Tengdar fréttir Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45
Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32
Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06