Geðveikur fangi endar á götunni finnist ekki úrræði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. desember 2014 13:41 „Þjónustan sem hann þarf er gríðarlega kostnaðarsöm og því ekki skrítið að sveitarfélagið treysti sér ekki til að taka við honum,“ segir Anna Gunnhildur. Engin viðunandi úrræði eru í boði fyrir andlega veika, en sakhæfa fanga og eru málefni þeirra í ólestri. Tveir sálfræðingar sinna 160 föngum ásamt föngum á reynslulausn en 50-75 prósent af föngum á Íslandi glíma við geðræn vandamál. Þá er enginn starfandi geðlæknir á Litla-Hrauni. Samtökin Geðhjálp sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá fanga sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi árið 2012, meðal annars fyrir íkveikju og ofbeldisbrot. Hann kemur til með að ljúka afplánun sinni á Litla-Hrauni í desember en allt bendir til þess að hann muni enda á götunni vegna úrræðaleysis. Hans sveitarfélag neitar að taka við honum, en hann þarf á mikilli þjónustu að halda. Of kostnaðarsamur „Þjónustan sem hann þarf er gríðarlega kostnaðarsöm og því ekki skrítið að sveitarfélagið treysti sér ekki til að taka við honum. Þess vegna skorum við á stjórnvöld að finna framtíðarlausnir,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Maðurinn glímir við flókin geðræn vandamál og hefur meira og minna dvalist á geðdeildum allt hans líf. Hann var þó metinn sakhæfur. Í gögnum frá fangelsismálastofnun kemur fram að andleg veikindi hans hafi ágerst til muna á meðan afplánun hans hefur staðið. Fangelsisyfirvöld hafi ásamt heilbrigðisstarfsmönnum reynt að sinna honum eins vel og kostur gefst, en þrátt fyrir það hafi heilsu hans hrakað verulega.Framtíðarlausn nauðsynleg „Fangar fá ekki lögbundna geðheilbrigðisþjónustu, það er lélegt aðgengi og lítil þjónusta. Bið eftir sálfræðiviðtali eru tvær til þrjár vikur og þá auðvitað er líðanin önnur en þegar þörfin er fyrir hendi. Þá vantar líka geðlækni, en það er einungis 20 prósent staða í boði og eftirspurnin því engin,“ segir Anna. Hún er fullviss um að hefði hann fengið nauðsynlega aðstoð á þessum tæpu þremur árum sem hann hefur setið í fangelsi væri staða hans allt önnur í dag. „Það liggur fyrir í gögnum málsins að fangelsisvistin hefur haft neikvæðar afleiðingar fyrir hann og ég skal staðhæfa það að hann væri betur á sig kominn ef hann hefði fengið þá aðstoð sem hann þarf á að halda. Það hefur ekki staðið til boða fyrir hann í lengri tíma að vera inni á heilbrigðisstofnun, en spítali er ekki heimili og þess vegna þarf að hugsa þetta lengra,“ segir hún og bætir við að það myndi spara samfélaginu umtalsverða fjárhæð ef komið yrði á fót fullnægjandi meðferðarræðum fyrir fanga.Komið á borð velferðarráðuneytisins Mál sem þessi hafa ítrekað skotið upp kollinum í umræðunni, en að sögn Önnu hefur lítið sem ekkert gerst í þessum málefnum. Velferðarráðuneytið hafði þó samband við hana í morgun og óskaði eftir gögnum málsins og er því komið á þeirra borð. „Við vonum bara að það verði fundin lausn. Þetta gengur ekki upp eins og málin standa í dag,“ segir Anna. Tengdar fréttir Segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. 11. desember 2014 22:48 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Engin viðunandi úrræði eru í boði fyrir andlega veika, en sakhæfa fanga og eru málefni þeirra í ólestri. Tveir sálfræðingar sinna 160 föngum ásamt föngum á reynslulausn en 50-75 prósent af föngum á Íslandi glíma við geðræn vandamál. Þá er enginn starfandi geðlæknir á Litla-Hrauni. Samtökin Geðhjálp sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá fanga sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi árið 2012, meðal annars fyrir íkveikju og ofbeldisbrot. Hann kemur til með að ljúka afplánun sinni á Litla-Hrauni í desember en allt bendir til þess að hann muni enda á götunni vegna úrræðaleysis. Hans sveitarfélag neitar að taka við honum, en hann þarf á mikilli þjónustu að halda. Of kostnaðarsamur „Þjónustan sem hann þarf er gríðarlega kostnaðarsöm og því ekki skrítið að sveitarfélagið treysti sér ekki til að taka við honum. Þess vegna skorum við á stjórnvöld að finna framtíðarlausnir,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Maðurinn glímir við flókin geðræn vandamál og hefur meira og minna dvalist á geðdeildum allt hans líf. Hann var þó metinn sakhæfur. Í gögnum frá fangelsismálastofnun kemur fram að andleg veikindi hans hafi ágerst til muna á meðan afplánun hans hefur staðið. Fangelsisyfirvöld hafi ásamt heilbrigðisstarfsmönnum reynt að sinna honum eins vel og kostur gefst, en þrátt fyrir það hafi heilsu hans hrakað verulega.Framtíðarlausn nauðsynleg „Fangar fá ekki lögbundna geðheilbrigðisþjónustu, það er lélegt aðgengi og lítil þjónusta. Bið eftir sálfræðiviðtali eru tvær til þrjár vikur og þá auðvitað er líðanin önnur en þegar þörfin er fyrir hendi. Þá vantar líka geðlækni, en það er einungis 20 prósent staða í boði og eftirspurnin því engin,“ segir Anna. Hún er fullviss um að hefði hann fengið nauðsynlega aðstoð á þessum tæpu þremur árum sem hann hefur setið í fangelsi væri staða hans allt önnur í dag. „Það liggur fyrir í gögnum málsins að fangelsisvistin hefur haft neikvæðar afleiðingar fyrir hann og ég skal staðhæfa það að hann væri betur á sig kominn ef hann hefði fengið þá aðstoð sem hann þarf á að halda. Það hefur ekki staðið til boða fyrir hann í lengri tíma að vera inni á heilbrigðisstofnun, en spítali er ekki heimili og þess vegna þarf að hugsa þetta lengra,“ segir hún og bætir við að það myndi spara samfélaginu umtalsverða fjárhæð ef komið yrði á fót fullnægjandi meðferðarræðum fyrir fanga.Komið á borð velferðarráðuneytisins Mál sem þessi hafa ítrekað skotið upp kollinum í umræðunni, en að sögn Önnu hefur lítið sem ekkert gerst í þessum málefnum. Velferðarráðuneytið hafði þó samband við hana í morgun og óskaði eftir gögnum málsins og er því komið á þeirra borð. „Við vonum bara að það verði fundin lausn. Þetta gengur ekki upp eins og málin standa í dag,“ segir Anna.
Tengdar fréttir Segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. 11. desember 2014 22:48 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. 11. desember 2014 22:48