Sex rétta jólaævintýri fyrir 4900 krónur 11. desember 2014 09:57 Ylfa Helgadóttir meistarakokkur er eigandi veitingahússins Kopar sem er staðsettur í gömlu verbúðunum við höfnina. Mynd/Stefán Veitingahúsið Kopar er á fallegum stað við hafnarbakkann á Geirsgötu. Þar ræður ríkjum Ylfa Helgadóttir landsliðskokkur. Hún býður upp á sannkallað jólaævintýri í hádeginu og á kvöldin til áramóta. Kopar sérhæfir sig í fiskréttum og jólaævintýrið ber keim af því. „Ég vil sérstaklega mæla með hádegis jólaævintýrinu okkar. Í boði er sex rétta veisla fyrir aðeins 4900 krónur. Í forrétt eru djúpsteiktar gellur í orly-deigi, grilluð grafin önd með confit andalæri með döðlusósu og íslensk hörpuskel úr Breiðafirði með dillkremi og salati. Í aðalrétt er boðið upp á blálöngu úr Atlantshafinu með humar- og kampavínsósu og síðan karfi með hnetusmjörsósu og mangó. Loks er Daim-ostakaka í eftirrétt,“ segir Ylfa og bætir því við að þetta sé styttri útgáfa af kvöldseðlinum. „Við bjóðum þessa ódýru veislu í hádeginu alla daga nema sunnudaga frá kl. 11.30 - 14. Við leggjum mikla áherslu á að hráefnið sé ferskt og gott en við eigum marga fastagesti. Í hádeginu er til dæmis alltaf fiskréttur dagsins sem er mjög vinsæll,“ segir Ylfa sem er nýkomin heim frá Lúxemborg þar sem Íslenska kokkalandsliðið náði 5. sæti á Heimsmeistaramóti. Í fyrri hluta keppninnar fékk liðið gullverðlaun fyrir heita rétti. Þetta er besti árangur sem Ísland hefur náð í þessari keppni. „Við erum varla komin niður á jörðina eftir þessa upplifun,“ segir meistarakokkurinn. Nú er í boði að kaupa gjafabréf á Kopar með 15% afslætti til 20. desember. Hægt er að velja um að kaupa bréf fyrir ákveðna upphæð eða gjafabréf á ævintýraferð sem er smakkseðill með eða án víns. „Gjafabréf frá okkur er ævintýraleg gjöf, enda bjóðum við upp á yndislegt útsýni á frábærum stað. Við erum í gömlu verbúðunum, grænu húsunum við höfnina. Staðurinn verður tveggja ára í maí á næsta ári og þá verður örugglega haldið upp á það með góðu partíi. Mottóið mitt er að ef tilefni gefst til samveru skal nýta það.“ Hægt er að skoða matseðil Kopar á heimasíðunni koparrestaurant.is og fylgjast með tilboðum og fleiru á Facebook-síðu staðarins. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira
Veitingahúsið Kopar er á fallegum stað við hafnarbakkann á Geirsgötu. Þar ræður ríkjum Ylfa Helgadóttir landsliðskokkur. Hún býður upp á sannkallað jólaævintýri í hádeginu og á kvöldin til áramóta. Kopar sérhæfir sig í fiskréttum og jólaævintýrið ber keim af því. „Ég vil sérstaklega mæla með hádegis jólaævintýrinu okkar. Í boði er sex rétta veisla fyrir aðeins 4900 krónur. Í forrétt eru djúpsteiktar gellur í orly-deigi, grilluð grafin önd með confit andalæri með döðlusósu og íslensk hörpuskel úr Breiðafirði með dillkremi og salati. Í aðalrétt er boðið upp á blálöngu úr Atlantshafinu með humar- og kampavínsósu og síðan karfi með hnetusmjörsósu og mangó. Loks er Daim-ostakaka í eftirrétt,“ segir Ylfa og bætir því við að þetta sé styttri útgáfa af kvöldseðlinum. „Við bjóðum þessa ódýru veislu í hádeginu alla daga nema sunnudaga frá kl. 11.30 - 14. Við leggjum mikla áherslu á að hráefnið sé ferskt og gott en við eigum marga fastagesti. Í hádeginu er til dæmis alltaf fiskréttur dagsins sem er mjög vinsæll,“ segir Ylfa sem er nýkomin heim frá Lúxemborg þar sem Íslenska kokkalandsliðið náði 5. sæti á Heimsmeistaramóti. Í fyrri hluta keppninnar fékk liðið gullverðlaun fyrir heita rétti. Þetta er besti árangur sem Ísland hefur náð í þessari keppni. „Við erum varla komin niður á jörðina eftir þessa upplifun,“ segir meistarakokkurinn. Nú er í boði að kaupa gjafabréf á Kopar með 15% afslætti til 20. desember. Hægt er að velja um að kaupa bréf fyrir ákveðna upphæð eða gjafabréf á ævintýraferð sem er smakkseðill með eða án víns. „Gjafabréf frá okkur er ævintýraleg gjöf, enda bjóðum við upp á yndislegt útsýni á frábærum stað. Við erum í gömlu verbúðunum, grænu húsunum við höfnina. Staðurinn verður tveggja ára í maí á næsta ári og þá verður örugglega haldið upp á það með góðu partíi. Mottóið mitt er að ef tilefni gefst til samveru skal nýta það.“ Hægt er að skoða matseðil Kopar á heimasíðunni koparrestaurant.is og fylgjast með tilboðum og fleiru á Facebook-síðu staðarins.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira