Innlent

Í Batman-buxum í þingsal

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Batman-buxur Katrínar Jakobsdóttur sem eldri synir hennar völdu fyrir hana.
Batman-buxur Katrínar Jakobsdóttur sem eldri synir hennar völdu fyrir hana. Mynd/Svandís Svavarsdóttir
„Kannski er forseti þingsins bara mikill aðdáandi ofurhetjunnar eða aðdáandi mín,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, létt í bragði þegar hún er spurð út í Batman-buxurnar sem hún hefur skartað í þingsal í dag.

Eins og kunnugt er gilda strangar reglur um klæðaburð í þingsal og hafa þingmenn til að mynda verið reknir úr gallabuxum og lopapeysum, eins og Katrín sjálf lenti í þegar hún var menntamálaráðherra.

„Ég fór nú í þessar buxur í morgun af því að það var kalt og ætlaði svo að fara úr þeim en þá fékk ég áskorun um að vera í þeim í þingsal. Ég gat ekki annað en tekið þeirri áskorun.“

Hún segir að það sé alveg eins líklegt að forseti þingsins, Einar K. Guðfinnsson, hafi einfaldlega ekki tekið eftir því að hún væri í Batman-buxum.

„Svo les hann um þetta í fjölmiðlum og fær bara áfall,“ segir Katrín hlæjandi.


Tengdar fréttir

Menntamálaráðherra rekinn úr vestfirskri lopapeysu á Alþingi

"Þetta voru nú vinsamleg tilmæli, en maður hlýðir alltaf forsetanum,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, sem var rekin úr lopapeysu sem hún var klædd í á Alþingi í dag. Það þótti ekki við hæfi að vera klæddur í lopapeysu á Alþingi í dag að mati forseta Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×