Markasúpa Bjarka Más | 10,7 mörk í síðustu sjö leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. desember 2014 15:00 Bjarki er á sínu öðru tímabili hjá Eisenach. vísir/aðsend Það er óhætt að segja að Bjarki Már Elísson hafi farið á kostum með þýska handboltaliðinu ThSV Eisenach að undanförnu, en þessi 24 ára gamli hornamaður er á meðal markahæstu leikmanna næstefstu deildar þar í landi. Bjarki, sem varð Íslandsmeistari með HK vorið 2012, kom til Eisenach í fyrra og skoraði 129 mörk í 34 leikjum (3,8 mörk að meðaltali í leik) á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Bjarki var í 30. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar í fyrra, en hann var jafnframt markahæsti Íslendingurinn í Bundesligunni á síðasta tímabili. Mörkin hans Bjarka dugðu þó skammt því Eisenach féll úr deild þeirra bestu síðasta vor.Eisenach hefur þokast upp töfluna á undanförnum vikum.mynd/heimasíða eisenachEisenach gekk brösuglega framan af tímabilinu og eftir átta leiki var Aðalsteini Eyjólfsson, þjálfara liðsins, sagt upp störfum en hann hafði stýrt Eisenach í fjögur og hálft ár. Við starfi hans tók Serbinn Velimir Petkovic sem hafði áður þjálfað Wetzlar og Göppingen í þýsku Bundesligunni. Bjarki var rólegur í fyrstu átta umferðunum þar sem hann skoraði 23 mörk, eða 2,9 mörk að meðaltali í leik. En eftir þjálfaraskiptin fór hann í gang svo um munaði. Bjarki skoraði átta mörk í fyrsta leik Eisenach undir stjórn Petkovic, í 38-30 sigri á Henstedt-Ulzburg. Í næstu þremur leikjum skoraði Bjarki samtals 15 mörk, áður en hann skoraði 10 mörk í fimm marka sigri Eisenach á Aue, öðru Íslendingaliði, 15. nóvember. Síðan þá hefur hornamaðurinn knái ekki litið um öxl.Bjarki er með 10,7 mörk að meðaltali í síðustu sjö leikjum Eisenach í deildinni.mynd/hsíBjarki rauf tíu marka múrinn í næstu fimm leikjum Eisenach og hafði því skorað tíu mörk eða fleiri í sex leikjum í röð. Áður en að leiknum gegn Aue kom hafði hann aðeins átt einn 10-marka leik, í 26-26 jafntefli gegn Neuhausen 4. október. Þessari ótrúlegu tíu marka hrinu Bjarka lauk á laugardaginn þegar hann skoraði "aðeins" níu mörk í öruggum sigri á Saarlouis en það var fimmti sigurleikur Eisenach í röð, en liðið er nú í 7. sæti B-deildarinnar. Í síðustu sjö leikjum Eisenach hefur Bjarki skorað 75 mörk, eða 10,7 mörk að meðaltali í leik. Í heildina er hann kominn með 121 mark í B-deildinni í 19 leikjum, eða 6,4 mörk að meðaltali í leik. Bjarki er í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar, en hann er 11 mörkum á eftir efsta manni á markalistanum, Philipp Weber sem spilar með toppliði Leipzig. Eisenach á eftir að leika tvo leiki áður en hlé verður gert á deildakeppninni vegna HM í Katar. Á öðrum degi jóla tekur liðið á móti Empor Rostock og tveimur dögum síðar sækja Bjarki og félagar Nordhorn-Lingen heim.Síðustu sjö leikir Bjarka Más í B-deildinni: 15. nóv: 33-28 sigur á Aue - 10 mörk 22. nóv: 36-29 tap fyrir Coburg - 10 mörk 29. nóv: 38-27 sigur á Emsdetten - 11 mörk 6. des: 26-30 sigur á Bad Schwartau - 11 mörk 10. des: 31-26 sigur á Bayer Dormagen - 11 mörk 14. des: 21-30 sigur á Eintracht Baunatal - 13 mörk 20. des: 39-30 sigur á Saarlouis - 9 mörkSamtals: 75 mörk í sjö leikjum (10,7 að meðaltali í leik) Handbolti Tengdar fréttir Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49 Bjarki Már með 11 mörk Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Eisenach lagði Bad Schwartau 30-26 í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld á heimavelli sínum. 6. desember 2014 19:55 Bjarki fór illa með Emsdetten Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Eisenach vann 11 marka sigur, 38-27, á Emsdetten í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld. 29. nóvember 2014 21:20 Hannes og Bjarki fá nýjan þjálfara Íslendingaliðið Eisenach hefur fundið þjálfara, Velimir Petkovic, sem þjálfaði áður Wetzlar og Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni. 14. október 2014 12:42 BjarkI Már og Hannes frábærir í sigri Eisenach Bjarki Már og Hannes léku vel í Íslendingaveislu í þýsku B-deildinni í handbolta. 15. nóvember 2014 21:04 Bjarki Már markahæstur í sigri Fjöldinn allur af íslenskum mörkum litu dagsins ljós í þýsku B-deildinni í handbolta, en Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga með átta mörk. 18. október 2014 19:43 Bjarki Már með stórleik Fjölmargir Íslendingar í eldlínunni í þýsku bikarkeppninni. 22. október 2014 20:21 Bjarki Már markahæstur í sigri Margir Íslendingar á ferðinni í þýsku B-deildinni í handbolta. 21. desember 2014 14:45 Aðalsteini sagt upp Aðalsteinn Eyjólfsson fékk stígvélið frá forráðamönnum Eisenach í gærkvöldi samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. 11. október 2014 11:00 Þessir berjast um farseðlana til Katar Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag hvaða 28 leikmenn koma til greina í hópinn fyrir HM í Katar. 15. desember 2014 14:26 Aðalsteinn: Enginn átti von á þessu Aðalsteinn Eyjólfsson segir að liðinu hafi vantað sjálfstraust þetta tímabilið eftir erfitt gengi í þýsku úrvalsdeildinni í fyrra, en Aðalsteini var sagt upp störfum hjá Eisenach í dag. 11. október 2014 18:16 Æfingahópur Arons tilbúinn | Þórir úti í kuldanum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari valdi í dag 20 manna æfingahóp fyrir HM sem fram fer í Katar í næsta mánuði. 18. desember 2014 13:33 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Sport Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Enski boltinn Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Fótbolti Fleiri fréttir Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Veszprem vann fyrsta leik Arons en lítið gengur hjá Magdeburg Elvar Örn og Arnar Freyr á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Uppgjörið: HK - ÍR 37-31| HK vann botnslaginn Sjá meira
Það er óhætt að segja að Bjarki Már Elísson hafi farið á kostum með þýska handboltaliðinu ThSV Eisenach að undanförnu, en þessi 24 ára gamli hornamaður er á meðal markahæstu leikmanna næstefstu deildar þar í landi. Bjarki, sem varð Íslandsmeistari með HK vorið 2012, kom til Eisenach í fyrra og skoraði 129 mörk í 34 leikjum (3,8 mörk að meðaltali í leik) á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Bjarki var í 30. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar í fyrra, en hann var jafnframt markahæsti Íslendingurinn í Bundesligunni á síðasta tímabili. Mörkin hans Bjarka dugðu þó skammt því Eisenach féll úr deild þeirra bestu síðasta vor.Eisenach hefur þokast upp töfluna á undanförnum vikum.mynd/heimasíða eisenachEisenach gekk brösuglega framan af tímabilinu og eftir átta leiki var Aðalsteini Eyjólfsson, þjálfara liðsins, sagt upp störfum en hann hafði stýrt Eisenach í fjögur og hálft ár. Við starfi hans tók Serbinn Velimir Petkovic sem hafði áður þjálfað Wetzlar og Göppingen í þýsku Bundesligunni. Bjarki var rólegur í fyrstu átta umferðunum þar sem hann skoraði 23 mörk, eða 2,9 mörk að meðaltali í leik. En eftir þjálfaraskiptin fór hann í gang svo um munaði. Bjarki skoraði átta mörk í fyrsta leik Eisenach undir stjórn Petkovic, í 38-30 sigri á Henstedt-Ulzburg. Í næstu þremur leikjum skoraði Bjarki samtals 15 mörk, áður en hann skoraði 10 mörk í fimm marka sigri Eisenach á Aue, öðru Íslendingaliði, 15. nóvember. Síðan þá hefur hornamaðurinn knái ekki litið um öxl.Bjarki er með 10,7 mörk að meðaltali í síðustu sjö leikjum Eisenach í deildinni.mynd/hsíBjarki rauf tíu marka múrinn í næstu fimm leikjum Eisenach og hafði því skorað tíu mörk eða fleiri í sex leikjum í röð. Áður en að leiknum gegn Aue kom hafði hann aðeins átt einn 10-marka leik, í 26-26 jafntefli gegn Neuhausen 4. október. Þessari ótrúlegu tíu marka hrinu Bjarka lauk á laugardaginn þegar hann skoraði "aðeins" níu mörk í öruggum sigri á Saarlouis en það var fimmti sigurleikur Eisenach í röð, en liðið er nú í 7. sæti B-deildarinnar. Í síðustu sjö leikjum Eisenach hefur Bjarki skorað 75 mörk, eða 10,7 mörk að meðaltali í leik. Í heildina er hann kominn með 121 mark í B-deildinni í 19 leikjum, eða 6,4 mörk að meðaltali í leik. Bjarki er í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar, en hann er 11 mörkum á eftir efsta manni á markalistanum, Philipp Weber sem spilar með toppliði Leipzig. Eisenach á eftir að leika tvo leiki áður en hlé verður gert á deildakeppninni vegna HM í Katar. Á öðrum degi jóla tekur liðið á móti Empor Rostock og tveimur dögum síðar sækja Bjarki og félagar Nordhorn-Lingen heim.Síðustu sjö leikir Bjarka Más í B-deildinni: 15. nóv: 33-28 sigur á Aue - 10 mörk 22. nóv: 36-29 tap fyrir Coburg - 10 mörk 29. nóv: 38-27 sigur á Emsdetten - 11 mörk 6. des: 26-30 sigur á Bad Schwartau - 11 mörk 10. des: 31-26 sigur á Bayer Dormagen - 11 mörk 14. des: 21-30 sigur á Eintracht Baunatal - 13 mörk 20. des: 39-30 sigur á Saarlouis - 9 mörkSamtals: 75 mörk í sjö leikjum (10,7 að meðaltali í leik)
Handbolti Tengdar fréttir Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49 Bjarki Már með 11 mörk Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Eisenach lagði Bad Schwartau 30-26 í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld á heimavelli sínum. 6. desember 2014 19:55 Bjarki fór illa með Emsdetten Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Eisenach vann 11 marka sigur, 38-27, á Emsdetten í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld. 29. nóvember 2014 21:20 Hannes og Bjarki fá nýjan þjálfara Íslendingaliðið Eisenach hefur fundið þjálfara, Velimir Petkovic, sem þjálfaði áður Wetzlar og Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni. 14. október 2014 12:42 BjarkI Már og Hannes frábærir í sigri Eisenach Bjarki Már og Hannes léku vel í Íslendingaveislu í þýsku B-deildinni í handbolta. 15. nóvember 2014 21:04 Bjarki Már markahæstur í sigri Fjöldinn allur af íslenskum mörkum litu dagsins ljós í þýsku B-deildinni í handbolta, en Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga með átta mörk. 18. október 2014 19:43 Bjarki Már með stórleik Fjölmargir Íslendingar í eldlínunni í þýsku bikarkeppninni. 22. október 2014 20:21 Bjarki Már markahæstur í sigri Margir Íslendingar á ferðinni í þýsku B-deildinni í handbolta. 21. desember 2014 14:45 Aðalsteini sagt upp Aðalsteinn Eyjólfsson fékk stígvélið frá forráðamönnum Eisenach í gærkvöldi samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. 11. október 2014 11:00 Þessir berjast um farseðlana til Katar Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag hvaða 28 leikmenn koma til greina í hópinn fyrir HM í Katar. 15. desember 2014 14:26 Aðalsteinn: Enginn átti von á þessu Aðalsteinn Eyjólfsson segir að liðinu hafi vantað sjálfstraust þetta tímabilið eftir erfitt gengi í þýsku úrvalsdeildinni í fyrra, en Aðalsteini var sagt upp störfum hjá Eisenach í dag. 11. október 2014 18:16 Æfingahópur Arons tilbúinn | Þórir úti í kuldanum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari valdi í dag 20 manna æfingahóp fyrir HM sem fram fer í Katar í næsta mánuði. 18. desember 2014 13:33 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Sport Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Enski boltinn Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Fótbolti Fleiri fréttir Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Veszprem vann fyrsta leik Arons en lítið gengur hjá Magdeburg Elvar Örn og Arnar Freyr á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Uppgjörið: HK - ÍR 37-31| HK vann botnslaginn Sjá meira
Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld. 17. desember 2014 21:49
Bjarki Már með 11 mörk Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Eisenach lagði Bad Schwartau 30-26 í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld á heimavelli sínum. 6. desember 2014 19:55
Bjarki fór illa með Emsdetten Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Eisenach vann 11 marka sigur, 38-27, á Emsdetten í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld. 29. nóvember 2014 21:20
Hannes og Bjarki fá nýjan þjálfara Íslendingaliðið Eisenach hefur fundið þjálfara, Velimir Petkovic, sem þjálfaði áður Wetzlar og Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni. 14. október 2014 12:42
BjarkI Már og Hannes frábærir í sigri Eisenach Bjarki Már og Hannes léku vel í Íslendingaveislu í þýsku B-deildinni í handbolta. 15. nóvember 2014 21:04
Bjarki Már markahæstur í sigri Fjöldinn allur af íslenskum mörkum litu dagsins ljós í þýsku B-deildinni í handbolta, en Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga með átta mörk. 18. október 2014 19:43
Bjarki Már með stórleik Fjölmargir Íslendingar í eldlínunni í þýsku bikarkeppninni. 22. október 2014 20:21
Bjarki Már markahæstur í sigri Margir Íslendingar á ferðinni í þýsku B-deildinni í handbolta. 21. desember 2014 14:45
Aðalsteini sagt upp Aðalsteinn Eyjólfsson fékk stígvélið frá forráðamönnum Eisenach í gærkvöldi samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. 11. október 2014 11:00
Þessir berjast um farseðlana til Katar Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag hvaða 28 leikmenn koma til greina í hópinn fyrir HM í Katar. 15. desember 2014 14:26
Aðalsteinn: Enginn átti von á þessu Aðalsteinn Eyjólfsson segir að liðinu hafi vantað sjálfstraust þetta tímabilið eftir erfitt gengi í þýsku úrvalsdeildinni í fyrra, en Aðalsteini var sagt upp störfum hjá Eisenach í dag. 11. október 2014 18:16
Æfingahópur Arons tilbúinn | Þórir úti í kuldanum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari valdi í dag 20 manna æfingahóp fyrir HM sem fram fer í Katar í næsta mánuði. 18. desember 2014 13:33