Formúla 1

Ég er ekki töframaður

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Verður fyrsta ár Sebastian Vettel í herbúðum Ferrari erfitt?
Verður fyrsta ár Sebastian Vettel í herbúðum Ferrari erfitt? Vísir/Getty
Nýr liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segist ekki geta gert nein kraftaverk fyrir næsta tímabil og því verði það líklega erfitt fyrir ítalska liðið.

Arrivabene varð þriðji liðsstjóri Ferrari á árinu þegar hann var kallaður til eftir að Marco Mattiacci lét af störfum liðsstjóra. Ferrari náði fjórða sæti í keppni bílasmiða með herkjum. Arrivabene segist þurfa tíma ti að endurbyggja sigurlið.

„Ég er ekki töframaður, það munu engin kraftaverk koma til. Við verðum að vinna sem lið, það er mikilvægast af öllu,“ sagði Arrivabene á blaðamannafundi nýlega.

„Ég trúi ekki á velgengni einstaklingsins. Ég trúi á velgengni liðsins. Ökumenn eru gerðir að stjörnum en þá þarf að koma fram við eins og hverja aðra starfsmenn. Þeir þurfa að vinna með liðinu til að hjálpa við endurreisn liðsins,“ hélt Arrivabene áfram.

Sergio Marchionne stjórnarformaður Ferrari, virðist reiðubúinn að veita Arrivabene svigrúm til að endurbyggja liðið.

„Ég held að 2015 verði ár umbyltinga. Það verður fyrsta heila ár Maurizio með liðið. Ég vona að innan ársins verði hann búinn að losa það við allt óþarfa umstang sem mun líklega há liðinu í byrjun næsta árs,“ sagði Marchionne.

„Það má ekki vanmeta umfang verkefnisins, ég held að Ferrari geti sennilega verið komið á sama stað (og Mercedes) við lok 2015. Undirbúningsvinnan er þegar hafin. Við verðum að geta jafnað árangur þeirra,“ sagði Marchionne að lokum.


Tengdar fréttir

Red Bull óttast meiri yfirburði Mercedes 2015

Red Bull liðið gerir ekki ráð fyrir að eiga roð í Mercedes á næsta tímabili. Red Bull telur að yfirburðir þýska risans verði líklega meiri en í þeir voru í ár.

Vettel sleppir væntanlega tímatökunni í Texas

Sebastian Vettel, fjórfaldur og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir að líklega muni hann sleppa tímatökunni. Tilgangurinn er að spara nýja vél sem sett verður í bílinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×