Íslenskur strákur með forstjóralaun á Facebook Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. maí 2014 08:00 Heimir vann áður í álverinu á Reyðarfirði en er nú kominn á Facebook. Heimir Arnfinnsson, 28 ára Reyðfirðingur, fékk nóg að vinna í álverinu og aflar sér nú tekna á netinu. Heimir hefur það fínt og segir hann tekjurnar af netinu duga vel til þess að halda fjölskyldunni sinni uppi. „Ég vil kannski ekki nefna neina upphæð. En þetta er alveg farið að slaga upp í forstjóralaun,“ segir Heimir í spjalli við blaðamann Vísis og bætir við: „Konan mín er leikskólakennari og launin þar eru því miður ekkert sérstök. En við höfum það mjög fínt." Heimir þénar peninga með því að kaupa auglýsingar á Facebook og selur tilteknum markhópum vörur. „Maður getur fundið markhópa á mjög nákvæman hátt í gegnum auglýsingar á Facebook. Til dæmis getur maður auglýst hjá mæðrum slökkviliðsmanna. Og ég læt framleiða vörur, til dæmis boli með slagorðum slökkviliðsmanna, og auglýsi þá í þessum þrönga markhópi. Ég læt framleiða bolina erlendis og sendi þá um allan heim. En fyrst og fremst herja ég á Bandaríkjamarkað,“ útskýrir hann. Heimir stundar ýmiskonar önnur viðskipti á netinu. „Ég er alltaf að finna mér ný verkefni, alltaf að reyna að læra nýja hluti. Það er gríðarlega mikilvægt.“Facebook er lykillinEn Facebook er lykillinn að velgengni Heimis. „Ég kaupi allskonar auglýsingar á Facebook. Til dæmis auglýsi ég heimasíður sem ég held úti. Og á heimasíðunum sel ég auglýsingapláss. Með því að auglýsa síðurnar fæ ég aukna umferð,“ segir hann. Heimir er ekki með neina starfsmenn í kringum reksturinn sinn. „Nei, en ég kaupi mikla vinnu. Það eru einskonar markaðstorg um allt á netinu. Maður getur auglýst eftir grafískum hönnuðum, forriturum og fólki til að skrifa greinar. Ég nýti mér þetta allt til þess að varan mín verði sem best, hvort sem það eru heimasíður eða bolir.“ „Ég stunda líka markaðssetnginu á ákveðnum vörum og er einskonar milliliður fyrir söluaðila. Til dæmis auglýsi ég kannski fæðubótaefni og tek við pöntunum frá áhugasömu fólki. Síðan kem ég þeim pöntunum áfram á söluaðila og fé prósentu. Þetta geri ég allt í gegnum netið.“Byrjaði allt á GoogleHeimir vann áður í álverinu á Reyðarfirði en langaði í auknar tekjur. Eftir eina kvöldvaktina í álverinu kom hann heim og ákvað að „gúggla“ hvað hann ætti að gera. „Ég settist við tölvuna og skrifaði „How to make money online?“ og fletti upp í Google. Þetta var á 23 ára afmælisdeginum mínum. Ég hugsaði með mér að ég vildi ekki vinna í álverinu til æviloka og ákvað að prófa þetta.“ Heimir reyndi ýmislegt af því sem honum var ráðlagt á Google, en það skilaði ekki tilætluðum árangri. „Ég var alveg eitt og hálft eða tvö ár að prófa mig áfram. Ég kom þá heim af vöktum og fór beint í tölvuna. Svo árið 2011 var ég farinn að þéna nógu mikið til þess að geta hætt að vinna í álverinu,“ rifjar hann upp og heldur áfram: „Þetta var farið að taka svo mikinn tíma frá mér, vinnan í álverinu og á netinu. Ég var á tólf tíma vöktum í álverinu og tók gjarnan aukavaktir. Ofan á þetta bættist svo öll vinnan á netinu. Þetta var bara orðið of mikið. Ég sá fram á að hafa það gott með því að einbeita mér að netinu og lét því til skarar skríða. Þá tók ég líka stökk í innkomu.“Sveigjanlegur og mætir sexEn þetta er ekki auðveld vinna, markaðssetning á netinu, segir Heimir. Hann þarf að hafa fyrir hlutunum. „Þetta er rosalega mikil vinna. Ég mæti á skrifstofuna mína um sex á morgnanna og er stundum þar til sex á kvöldin. Svo fæ ég líka hugmyndir sem ég vil keyra áfram og þá er ég á fullu á kvöldin líka.“ Heimir segir mikilvægt að vera sveigjanlegur ef maður ætlar að þéna vel á netinu. „Maður þarf að vera opinn fyrir að prófa nýja hluti og opinn fyrir tækninýjungum. Ég einbeiti mér ekki að einhverjum einum hlut, eða einum markaði. Ég er alltaf að leita nýrra leiða til þess að þéna. Ég er til dæmis kominn út í gjaldeyrisviðskipti til þess að fjölga tekjulindum.“Tekur ekki þátt í lífsgæðakapphlaupiÞó Heimir og fjölskylda hans hafi það gott vill hann ekki taka þátt í neinu kapphlaupi. „Við búum í parhúsi og ökum ekki um á nýjum bílum. Ég vil frekar beina sjónum mínum að fjárfestingum sem gefa eitthvað af sér. Ég reyni líka að vera duglegur að gefa til góðgerðamála. Og ég hef tekið eftir því að því meira sem ég gef, því meira þéna ég.“ Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Heimir Arnfinnsson, 28 ára Reyðfirðingur, fékk nóg að vinna í álverinu og aflar sér nú tekna á netinu. Heimir hefur það fínt og segir hann tekjurnar af netinu duga vel til þess að halda fjölskyldunni sinni uppi. „Ég vil kannski ekki nefna neina upphæð. En þetta er alveg farið að slaga upp í forstjóralaun,“ segir Heimir í spjalli við blaðamann Vísis og bætir við: „Konan mín er leikskólakennari og launin þar eru því miður ekkert sérstök. En við höfum það mjög fínt." Heimir þénar peninga með því að kaupa auglýsingar á Facebook og selur tilteknum markhópum vörur. „Maður getur fundið markhópa á mjög nákvæman hátt í gegnum auglýsingar á Facebook. Til dæmis getur maður auglýst hjá mæðrum slökkviliðsmanna. Og ég læt framleiða vörur, til dæmis boli með slagorðum slökkviliðsmanna, og auglýsi þá í þessum þrönga markhópi. Ég læt framleiða bolina erlendis og sendi þá um allan heim. En fyrst og fremst herja ég á Bandaríkjamarkað,“ útskýrir hann. Heimir stundar ýmiskonar önnur viðskipti á netinu. „Ég er alltaf að finna mér ný verkefni, alltaf að reyna að læra nýja hluti. Það er gríðarlega mikilvægt.“Facebook er lykillinEn Facebook er lykillinn að velgengni Heimis. „Ég kaupi allskonar auglýsingar á Facebook. Til dæmis auglýsi ég heimasíður sem ég held úti. Og á heimasíðunum sel ég auglýsingapláss. Með því að auglýsa síðurnar fæ ég aukna umferð,“ segir hann. Heimir er ekki með neina starfsmenn í kringum reksturinn sinn. „Nei, en ég kaupi mikla vinnu. Það eru einskonar markaðstorg um allt á netinu. Maður getur auglýst eftir grafískum hönnuðum, forriturum og fólki til að skrifa greinar. Ég nýti mér þetta allt til þess að varan mín verði sem best, hvort sem það eru heimasíður eða bolir.“ „Ég stunda líka markaðssetnginu á ákveðnum vörum og er einskonar milliliður fyrir söluaðila. Til dæmis auglýsi ég kannski fæðubótaefni og tek við pöntunum frá áhugasömu fólki. Síðan kem ég þeim pöntunum áfram á söluaðila og fé prósentu. Þetta geri ég allt í gegnum netið.“Byrjaði allt á GoogleHeimir vann áður í álverinu á Reyðarfirði en langaði í auknar tekjur. Eftir eina kvöldvaktina í álverinu kom hann heim og ákvað að „gúggla“ hvað hann ætti að gera. „Ég settist við tölvuna og skrifaði „How to make money online?“ og fletti upp í Google. Þetta var á 23 ára afmælisdeginum mínum. Ég hugsaði með mér að ég vildi ekki vinna í álverinu til æviloka og ákvað að prófa þetta.“ Heimir reyndi ýmislegt af því sem honum var ráðlagt á Google, en það skilaði ekki tilætluðum árangri. „Ég var alveg eitt og hálft eða tvö ár að prófa mig áfram. Ég kom þá heim af vöktum og fór beint í tölvuna. Svo árið 2011 var ég farinn að þéna nógu mikið til þess að geta hætt að vinna í álverinu,“ rifjar hann upp og heldur áfram: „Þetta var farið að taka svo mikinn tíma frá mér, vinnan í álverinu og á netinu. Ég var á tólf tíma vöktum í álverinu og tók gjarnan aukavaktir. Ofan á þetta bættist svo öll vinnan á netinu. Þetta var bara orðið of mikið. Ég sá fram á að hafa það gott með því að einbeita mér að netinu og lét því til skarar skríða. Þá tók ég líka stökk í innkomu.“Sveigjanlegur og mætir sexEn þetta er ekki auðveld vinna, markaðssetning á netinu, segir Heimir. Hann þarf að hafa fyrir hlutunum. „Þetta er rosalega mikil vinna. Ég mæti á skrifstofuna mína um sex á morgnanna og er stundum þar til sex á kvöldin. Svo fæ ég líka hugmyndir sem ég vil keyra áfram og þá er ég á fullu á kvöldin líka.“ Heimir segir mikilvægt að vera sveigjanlegur ef maður ætlar að þéna vel á netinu. „Maður þarf að vera opinn fyrir að prófa nýja hluti og opinn fyrir tækninýjungum. Ég einbeiti mér ekki að einhverjum einum hlut, eða einum markaði. Ég er alltaf að leita nýrra leiða til þess að þéna. Ég er til dæmis kominn út í gjaldeyrisviðskipti til þess að fjölga tekjulindum.“Tekur ekki þátt í lífsgæðakapphlaupiÞó Heimir og fjölskylda hans hafi það gott vill hann ekki taka þátt í neinu kapphlaupi. „Við búum í parhúsi og ökum ekki um á nýjum bílum. Ég vil frekar beina sjónum mínum að fjárfestingum sem gefa eitthvað af sér. Ég reyni líka að vera duglegur að gefa til góðgerðamála. Og ég hef tekið eftir því að því meira sem ég gef, því meira þéna ég.“
Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira