Leikmenn Zaragoza líktu Kristni við Jón Arnór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2014 10:30 Kristinn Pálsson fagnar hér þriggja stiga körfu í leik með Stella Azzura. Mynd/Euroleague.net Kristinn Pálsson, fyrirliði unglingaliðs Stella Azzura frá Róm, tók í gær við bikarnum eftir að liðið tryggði sér sæti á úrslitahelgi Euroleague framtíðarleikmanna en ítalska liðið vann alla fjóra leiki sína í sínum riðli. Karfan.is birti skemmtilegt viðtal við þennan 17 ára Njarðvíking sem stundar nám við Marymount International School í Róm og stefnir á því að fara í skóla til Bandaríkjanna næsta haust. Kristinn hefur verið á Ítalíu undanfarin ár og því hafa íslenskir körfuboltáhugamenn ekki séð alltof mikið til kappans en hann fékk mikið hrós á dögunum eftir leik við spænska liðið CAI Zaragoza. „Mér persónuleg hefur verið að ganga mjög vel á þessu ári. Svo erum við einnig með U18 "Ferðalið" þar sem við ferðumst um Evrópu og nú rétt í þessu vorum við að koma heim frá Valladolid að þar sem við spiluðum til úrslita gegn Zaragoza en töpuðum. Eftir leikinn líktu leikmenn Zaragoza mér við Jón Arnór. Í verðlaunaafhendingu eftir mót var ég valinn besti skorari mótsins," segir Kristinn í samtali við karfan.is og það var mikilvægt fyrir hann að standa sig vel í Euroleague framtíðarleikmanna. „Með þessu sama liði spilum við svo í Euroleague núna á milli jóla og nýárs sem er stærsta yngriflokkamót í Evrópu á eftir A deild landsliða yngriflokka og þar koma "Scout-ar" frá öllum liðum NBA, háskólum og svo framvegis þannig að þetta er stórt svið fyrir unga leikmenn," sagði Kristinn. Kristinn er farinn að tala ítölskuna vel. „Ég tala ítölsku reiprennandi og þar a leiðandi skil eg allt og get talað enn strákarnir hlæja stundum af mér þegar maður ruglar einhverjum orðum saman eins og þegar maður er í einhverjum alvarlegum samræðum og maður blótar kannski óvart enn ég ætlaði að segja eitthvað annað," segir Kristinn og hugur hans stefnir á Bandaríkin. „Draumurinn hefur alltaf verið að fara í háskóla i Bandaríkjunum spila í NCAA og svo eftir það það þá má maður hugsa um atvinnumennsku ef maður kemst svo langt. Ef það klikkar þá hefur maður í það minnsta menntun á bakinu og þar með "Plan B",“ segir Kristinn. „ Ég hef fundið fyrir áhuga háskólaliða frá Bandaríkjunum en ekkert fast í hendi. Ég held bara áfram mínu striki og vinn hart að þessu. Þetta kemur með þolinmæðinni. Ástæða þess að ég hef æft eins og skeppna öll þessi ár er einmitt fyrir þessu tækifæri. Ég hef þótt ég segi sjálfur frá, verið duglegur að æfa og svo spilar heppni alltaf inní þetta líka. En ég stjórna því ekki, ég stjórna sjálfum mér og geri allt sem ég get til þess að láta þennan draum rætast og um leið hugsanlega bý mér til mína eigin heppni," segir Kristinn en það er hægt að lesa allt viðtalið við kappann með því að smella hér. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Kristinn Pálsson, fyrirliði unglingaliðs Stella Azzura frá Róm, tók í gær við bikarnum eftir að liðið tryggði sér sæti á úrslitahelgi Euroleague framtíðarleikmanna en ítalska liðið vann alla fjóra leiki sína í sínum riðli. Karfan.is birti skemmtilegt viðtal við þennan 17 ára Njarðvíking sem stundar nám við Marymount International School í Róm og stefnir á því að fara í skóla til Bandaríkjanna næsta haust. Kristinn hefur verið á Ítalíu undanfarin ár og því hafa íslenskir körfuboltáhugamenn ekki séð alltof mikið til kappans en hann fékk mikið hrós á dögunum eftir leik við spænska liðið CAI Zaragoza. „Mér persónuleg hefur verið að ganga mjög vel á þessu ári. Svo erum við einnig með U18 "Ferðalið" þar sem við ferðumst um Evrópu og nú rétt í þessu vorum við að koma heim frá Valladolid að þar sem við spiluðum til úrslita gegn Zaragoza en töpuðum. Eftir leikinn líktu leikmenn Zaragoza mér við Jón Arnór. Í verðlaunaafhendingu eftir mót var ég valinn besti skorari mótsins," segir Kristinn í samtali við karfan.is og það var mikilvægt fyrir hann að standa sig vel í Euroleague framtíðarleikmanna. „Með þessu sama liði spilum við svo í Euroleague núna á milli jóla og nýárs sem er stærsta yngriflokkamót í Evrópu á eftir A deild landsliða yngriflokka og þar koma "Scout-ar" frá öllum liðum NBA, háskólum og svo framvegis þannig að þetta er stórt svið fyrir unga leikmenn," sagði Kristinn. Kristinn er farinn að tala ítölskuna vel. „Ég tala ítölsku reiprennandi og þar a leiðandi skil eg allt og get talað enn strákarnir hlæja stundum af mér þegar maður ruglar einhverjum orðum saman eins og þegar maður er í einhverjum alvarlegum samræðum og maður blótar kannski óvart enn ég ætlaði að segja eitthvað annað," segir Kristinn og hugur hans stefnir á Bandaríkin. „Draumurinn hefur alltaf verið að fara í háskóla i Bandaríkjunum spila í NCAA og svo eftir það það þá má maður hugsa um atvinnumennsku ef maður kemst svo langt. Ef það klikkar þá hefur maður í það minnsta menntun á bakinu og þar með "Plan B",“ segir Kristinn. „ Ég hef fundið fyrir áhuga háskólaliða frá Bandaríkjunum en ekkert fast í hendi. Ég held bara áfram mínu striki og vinn hart að þessu. Þetta kemur með þolinmæðinni. Ástæða þess að ég hef æft eins og skeppna öll þessi ár er einmitt fyrir þessu tækifæri. Ég hef þótt ég segi sjálfur frá, verið duglegur að æfa og svo spilar heppni alltaf inní þetta líka. En ég stjórna því ekki, ég stjórna sjálfum mér og geri allt sem ég get til þess að láta þennan draum rætast og um leið hugsanlega bý mér til mína eigin heppni," segir Kristinn en það er hægt að lesa allt viðtalið við kappann með því að smella hér.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira