Erlent

Annar stórbruni í Noregi á stuttum tíma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikill eldur kom upp í Hasvåg og Småvære í Norður-Noregi í nótt.
Mikill eldur kom upp í Hasvåg og Småvære í Norður-Noregi í nótt. nordicphotos/afp
90 byggingar hafa brunnið til kaldra kola í smábæjunum Hasvåg og Småvære í Norður-Þrændalögum í Noregi.

Ekki er vitað um nein slys af fólki en þetta er í annað sinn á stuttum tíma þar sem eldur af þessari stærðargráðu kemur upp í Noregi.

Slökkviliðið á svæðinu hefur ekki náð tökum á eldinum og eru aðstæður erfiðar sökum hvassviðris.

Mikill þurrkur hefur verið á svæðinu að undanförnu og sökum vindáttar hefur ekki náð að slökkva eldinn að fullu.

Yfirvöld í Noregi óttast að eldurinn taki sig upp á ný.

Lögreglan rekur brunann til neistaflugs frá raflínum en samkvæmt heimamönnum hefur ekki rignt á svæðinu í rúman mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×