Erlent

Frans páfi á forsíðu Rolling Stone

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frans páfi tekur sig ágætlega út á forsíðunni.
Frans páfi tekur sig ágætlega út á forsíðunni.
Frans I, páfinn í Róm, er á forsíðu nýjasta tölublaðs tónlistartímaritsins Rolling Stone.

Tónlistarmenn og kvikmyndaleikarar hafa gjarnan prýtt forsíðuna, einstaka stjórnmálamenn, og meira að segja annar sprengjumannanna í Boston-maraþoninu í fyrra. Frans er hins vegar fyrsti páfinn til að komast á forsíðuna.

Blaðamaðurinn Mark Binelli heimsótti Vatíkanið og eyddi þar nokkrum dögum. Í umfjöllun sinni segir Binelli páfann hafa breytt ýmsum hefðum og venjum innan Vatíkansins.

Hann ekur um á Ford Focus í stað eðalvagns með bílstjóra. Hann býr ekki í höll páfa heldur í liltum gestabústað á lóð hennar. Hann er frjálslyndari en flestir, ef ekki allir, hans fyrirrennarar og hefur lýst yfir stuðningi við samkynhneigða upp að vissu marki.

Umfjöllun Rolling Stone boðar breytta tíma hjá kaþólsku kirkjunni, og hana má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×