Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2014 12:58 Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. vísir/vilhelm Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir mikinn samningsvilja þurfa til að samningar takist milli þeirra og Icelandair fyrir föstudaginn í næstu viku þegar fyrstu aðgerðir þeirra eiga að hefjast. Útlitið sé ekki gott en stuttur samningafundur var hjá ríkissáttasemjara í morgun. Yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair hefst klukkan sex að morgni föstudagsins 9. maí og skæruverkfall á sama tíma sem stendur til klukkan 18 þann dag. En flugmenn hafa boðað fimm slíkar vinnustöðvanir á þriggja vikna tímabili frá og með föstudeginum í næstu viku ásamt yfirvinnubanninu. Flugmenn samþykktu þessar aðgerðir í atkvæðagreiðslu sem lauk síðast liðinn þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna var ekki á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun þar sem hann er staddur við vinnu sína í útlöndum. En næsti samningafundur er boðaður á mánudag.Sýnist þér staðan vera þannig að það ætti að vera hægt að ná samningum á þeim tíma? „Við erum svo sannarlega að reyna. En þetta lítur ekki allt of vel út í augnablikinu. Það er óhætt að segja það. En það er enn vika til stefnu og það er fullur samningsvilji okkar meginn en við höfum sagt hreint út að við höfnum þessari samræmdu launastefnu Samtaka atvinnulífsins. Við erum að vinna hjá fyrirtæki sem er á mikilli signingu og teljum það fært um að greiða hærri laun en boðin voru í þessum SA-ASÍ samningum á almennum markaði,“ segir Örnólfur. Auðvitað hefði mátt nota tímann yfir helgina til samningafunda en málið sé á forræði Ríkissáttasemjara. En menn reyni líka að nálgast hvorn annan milli funda. Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að ekki yrði ástæða til að setja lög á aðgerðir flugmanna eins og lá fyrir að gert yrði vegna ótímabundins verkfalls flugvallarstarfsmanna, þar sem aðgerðir flugmanna Icelandair lokuðu ekki landinu og 18 flugfélög flygju til og frá landinu. Það er rétt að svo verður í júní, en samkæmt upplýsingum frá Túrista eru flugfélögin sjö til átta í maí og bent á að Icelandair sé með um 72 prósent allra ferða frá Keflavík í maí. Áhrif aðgerðanna geta því orðið mikil. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segist ekki trúa að formaður FÍA sé að vísa farþegum til samkeppnisaðila félagsins. „Ég held að hann sé ekki beint að því. Hann er kannski fyrst og fremst að benda á það að okkar aðgerð er ekki eins yfirgripsmikil og aðgerðin gagnvart Ísavia. Þeirra aðgerð hefði lokað landinu alveg eins og sagt er. Okkar aðgerð er einfaldlega ekki eins yfirgripsmikil. Hann var ekki að benda á neitt annað,“ segir Örnólfur. Hann segir að enn sé langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair sé tilbúið að bjóða. „Eins og er er það töluvert, ja,“ segir Örnólfur. Þannig að það þarf töluverðan samningsvilja til að ná þessu fram fyrir föstudaginn í næstu viku? „Já, það er óhætt að segja það,“ segiri Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir mikinn samningsvilja þurfa til að samningar takist milli þeirra og Icelandair fyrir föstudaginn í næstu viku þegar fyrstu aðgerðir þeirra eiga að hefjast. Útlitið sé ekki gott en stuttur samningafundur var hjá ríkissáttasemjara í morgun. Yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair hefst klukkan sex að morgni föstudagsins 9. maí og skæruverkfall á sama tíma sem stendur til klukkan 18 þann dag. En flugmenn hafa boðað fimm slíkar vinnustöðvanir á þriggja vikna tímabili frá og með föstudeginum í næstu viku ásamt yfirvinnubanninu. Flugmenn samþykktu þessar aðgerðir í atkvæðagreiðslu sem lauk síðast liðinn þriðjudag. Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna var ekki á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun þar sem hann er staddur við vinnu sína í útlöndum. En næsti samningafundur er boðaður á mánudag.Sýnist þér staðan vera þannig að það ætti að vera hægt að ná samningum á þeim tíma? „Við erum svo sannarlega að reyna. En þetta lítur ekki allt of vel út í augnablikinu. Það er óhætt að segja það. En það er enn vika til stefnu og það er fullur samningsvilji okkar meginn en við höfum sagt hreint út að við höfnum þessari samræmdu launastefnu Samtaka atvinnulífsins. Við erum að vinna hjá fyrirtæki sem er á mikilli signingu og teljum það fært um að greiða hærri laun en boðin voru í þessum SA-ASÍ samningum á almennum markaði,“ segir Örnólfur. Auðvitað hefði mátt nota tímann yfir helgina til samningafunda en málið sé á forræði Ríkissáttasemjara. En menn reyni líka að nálgast hvorn annan milli funda. Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að ekki yrði ástæða til að setja lög á aðgerðir flugmanna eins og lá fyrir að gert yrði vegna ótímabundins verkfalls flugvallarstarfsmanna, þar sem aðgerðir flugmanna Icelandair lokuðu ekki landinu og 18 flugfélög flygju til og frá landinu. Það er rétt að svo verður í júní, en samkæmt upplýsingum frá Túrista eru flugfélögin sjö til átta í maí og bent á að Icelandair sé með um 72 prósent allra ferða frá Keflavík í maí. Áhrif aðgerðanna geta því orðið mikil. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segist ekki trúa að formaður FÍA sé að vísa farþegum til samkeppnisaðila félagsins. „Ég held að hann sé ekki beint að því. Hann er kannski fyrst og fremst að benda á það að okkar aðgerð er ekki eins yfirgripsmikil og aðgerðin gagnvart Ísavia. Þeirra aðgerð hefði lokað landinu alveg eins og sagt er. Okkar aðgerð er einfaldlega ekki eins yfirgripsmikil. Hann var ekki að benda á neitt annað,“ segir Örnólfur. Hann segir að enn sé langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair sé tilbúið að bjóða. „Eins og er er það töluvert, ja,“ segir Örnólfur. Þannig að það þarf töluverðan samningsvilja til að ná þessu fram fyrir föstudaginn í næstu viku? „Já, það er óhætt að segja það,“ segiri Örnólfur Jónsson formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira