Menning

Réttir höfundar afhjúpaðir

 Kristín Ómarsdóttir er einn höfundanna sem eiga sögu í Styttri ferðum. En hvaða sögu?
Kristín Ómarsdóttir er einn höfundanna sem eiga sögu í Styttri ferðum. En hvaða sögu? Vísir/Anton
Annað kvöld verður afhjúpað hverjir sömdu og þýddu sögurnar í þáttasafninu Styttri ferðum, sem út kom í vor í tímaritröðinni 1005. Listi yfir höfunda og þýðendur var raunar birtur í heftinu, en vísvitandi í rangri röð, og efnt til samkeppni um það hvaða texti tilheyrði hvaða höfundi. Uppátækið var tilraun í viðtökufræðum og hefur meðal annars leitt til þess að lítt kunnum höfundum hefur verið hampað en heimsþekktir höfundar hirtir af ritdómurum – algjörlega út frá textunum.



Verðlaun í bókmenntagátunni verða afhent í nafnaveislu í Djúpinu, í kjallara Hornsins, annað kvöld klukkan 20. Þar koma enn fremur fram fimm af höfundum Styttri ferða og Jón Hallur Stefánsson frumflytur lag af þessu tilefni og réttu efnisyfirliti verður dreift til lesenda 1005.

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis á þessa litlu textahátíð, sem er einn af viðburðum Lestrarhátíðar í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×