Enski boltinn

Lampard: Verulega erfitt fyrir mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Frank Lampard kom inn á sem varamaður fyrir Manchester City og tryggði liðinu jafntefli gegn Chelsea í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Lampard fagnaði ekki markinu en hann er nú lánsmaður hjá City eftir að hafa verið í þrettán ár á mála hjá Chelsea.

„Þetta er verulega erfitt fyrir mig. Það hefði verið ófaglegt af mér hefði ég ekki komið inn á og sinnt minni vinnu,“ sagði Lampard.

„Ég reyndi að koma mér aftur inn í teig og fékk frábæran bolta frá Milly [James Milner]. Ég var í þrettán frábær ár með stuðningsmönnum Chelsea og þetta var því skrýtin tilfinning.“

„Ég er þó ánægður með að liðið sem ég spila með í dag hafi fengið jafntefli.“

„Ég er eiginlega orðlaus. Ég átti ekki von á því að koma inn á og skora. Ég heyrði stuðningsmenn Chelsea syngja nafnið mitt en nú er ég hjá félagi sem hefur tekið mér mjög vel. Ég er því í erfiðri stöðu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×