Erlent

Vísindamenn áhyggjufullir

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd af P67 tekin úr móðurskipi Philae.
Mynd af P67 tekin úr móðurskipi Philae. V'isir/AFP
Lendingarfarið Philae skoppaði tvisvar sinnum við lendingu á halastjörnunni P67 og lenti á bakvið klett. Þar ná sólarrafhlöður farsins ekki að hlaða batterí þess og því gæti farið misst allt afl innan nokkurra daga.

Í fyrsta skoppi Philae fór farið í um kílómeters hæð þar sem búnaður sem átti að festa það við yfirborð halastjörnunnar virkaði ekki. Þyngdarafl á P67 er mjög lítið. Farið stoppaði í um kílómetersfjarlægð frá ætluðum lendingarstað þess.

Farið hefur sent myndir til jarðarinnar sem sýna yfirborð halastjörnunnar.

Rafgeymar Philae áttu að duga í 60 klukkutíma án hleðslu. Nú fær farið um einn og hálfan tíma af sólarljósi á hverjum tólf tímum, sem dugar ekki til að hlaða farið nægjanlega. Samkvæmt BBC telja vísindamenn að farið verði rafmagnslaust á föstudagskvöldið eða laugardaginn.

Vísindamenn skoða nú hvernig megi færa Philae á stað þar sem það fær meira sólarljós en ekki þykir líklegt að nægilegur tími sé til staðar. Því vinna vísindamenn nú að því að afla eins miklum upplýsingum um halastjörnuna eins og þeir geta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×