Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið
Kröfur Óttars Pálssonar, verjanda Lárusar, voru þríþættar. Í fyrsta lagi sneru þær að gögnum í tengslum við samskipti vitna við ákæruvaldið í málinu, en var þeirri kröfu hafnað. Þá var farið fram á að sérfróðir matsmenn yrðu kvaddir fyrir dóm til að meta þá fjárhagslegu hættu sem fylgdi viðskiptum Glitnis við Stím, sem Lárus hefur verið ákærður fyrir, sem dómurinn féllst á.
Jafnframt var fram á að málinu verði skipt upp þess eðlis að skipta skuli sakarefninu upp og að öll mál gegn Lárusi verði rekin í einu lagi en var þeirri kröfu einnig hafnað. Ekki liggur fyrir hvort Lárus muni áfrýja úrskurðinum.
Um er að ræða ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital.
Forsaga málsins er sú að félag að nafni Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir.
Í ákærunni segir að Lárus hafi sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu með því að lána Stím milljarða til að kaupa í bankanum sjálfum og FL Group. Lárus hefur tvívegis verið sýknaður, annars vegar í Vafningsmálinu í Hæstarétti og síðar í Aurum-Holdings málinu í héraðsdómi. Þremenningarnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Málið er afar umfangsmikið og hefur verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara frá árinu 2009, og er þar af leiðandi á meðal þeirra elstu mála.
Tengdar fréttir
Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt.
Saksóknari krefst sex ára dóms yfir Lárusi
„Ég átti frumkvæðið að því,“ sagði Bjarni Ármannsson aðspurður hvers vegna hann lét af störfum sem bankastjóri Glitnis.
Allir sýknaðir í Aurum-málinu
Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins.
„Mátt þú eiga þessi símtöl?“
Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu heldur áfram í dag. Meðal þeirra sem bera vitni er Bjarni Ármannsson.
Báru vitni frá Dubai
Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu.
Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu
Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag.
Segir samningamennina hafa verið vonda
Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu.