Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 1-3 | Stjörnumenn settust í toppsætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2014 00:01 Vísir/Daníel Stjörnumenn gerðu góða ferð í Árbæinn í kvöld og unnu sigur á Fylki með þremur mörkum gegn einu í 12. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Stjörnumenn hafa oft spilað betur en í kvöld, en stigin þrjú eru dýrmæt og með sigrinum komust Garðbæingar í toppsæti Pepsi-deildarinnar, einu stigi á undan FH sem leikur gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli á morgun. Stjarnan lék án Veigars Páls Gunnarssonar og Ólafs Karls Finsen í kvöld, en það kom ekki að sök.Rolf Toft, nýji Daninn í herbúðum Stjörnunnar, var í byrjunarliðinu og átti fínan leik í fremstu víglínu, en líkt og í leiknum gegn FH í síðustu umferð kvað mest að Arnari Má Björgvinssyni sem hefur leikið eins og engill í undanförnum leikjum. Og hann reyndist Stjörnunni enn og aftur dýrmætur í kvöld. Fylkismenn, sem unnu langþráðan sigur á Fram í síðustu umferð, byrjuðu leikinn hins vegar betur og á 15. mínútu var Andrés Már Jóhannesson hársbreidd frá því að ná forystunni fyrir Árbæinga þegar hann skaut boltanum í stöngina eftir fyrirgjöf GunnarsArnar Jónssonar. Eftir þessa fínu byrjun heimamanna datt leikurinn niður, allt þar til Stjörnumenn náðu forystunni á 35. mínútu.Martin Rauschenberg átti þá langa sendingu inn á vítateig Fylkismanna. Björn HákonSveinsson, sem stóð í marki heimamanna í stað Bjarna Halldórssonar, stökk upp með Toft - boltinn fór af Birni og féll fyrir fætur Arnars Más sem kom setti boltann í opið markið. Og það var varla liðin mínúta þegar gestirnir tvöfölduðu forskot sitt. Arnar Már slapp þá einn í gegn eftir mistök í vörn Fylkis. Hann tók stefnuna rakleitt í átt að markinu og í því þann mund sem Björn kom út á móti honum, renndi Arnar boltanum til hliðar á Toft sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Stjörnuna. Fylkismenn náðu að minnka muninn á lokamínútu fyrri hálfleik, en þar var að verki Ásgeir Örn Arnþórsson með skoti úr vítateignum eftir að boltinn hafði hrokkið til hans af varnarmanni Stjörnunnar.Ásmundur Arnarson, þjálfari Árbæinga, gerði skiptingu í hálfleik; tók Gunnar Örn af velli og setti "nýjasta" leikmann Fylkis, Albert Brynjar Ingason, inn á í hans stað. Albert var settur í framlínuna og í kjölfarið færði Ásmundur Andrés Má aftar í völlinn, í stöðu fremsta miðjumanns. Og það var eins og við manninn mælt; leikur Fylkis gjörbreyttist, og það til hins betra. Heimamenn sóttu hart að gestunum í byrjun seinni hálfleiks og komust tvisvar nálægt því að skora. Fyrst þegar Ingvar Jónsson varði vel frá Alberti í ágætis færi og síðan þegar Oddur Ingi Guðmundsson átti þrumuskot í samskeytin. Stjörnumenn stóðust hins vegar áhlaup Fylkismanna og líkt og í fyrri hálfleik koðnaði leikurinn aftur niður. Árbæingar voru þó áfram hættulegir og þeir sluppu tvisvar einir í gegnum Stjörnuvörnina með tíu mínútna millibili. Ingvar, sem var besti maður vallarins, gerði hins vegar vel í bæði skiptin; var fljótur út á móti, gerði sig breiðan og kom í veg fyrir að Fylkismönnum tækist að jafna leikinn. Á 80. mínútu veittu gestirnir heimamönnum svo náðarhöggið þegar Nicklas Vemmelund skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Arnars Más frá hægri. Fleiri urðu mörkin ekki og Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn með stigin þrjú í farteskinu.Rúnar Páll: Ingvar á hrós skilið "Ég er virkilega ánægður með stigin þrjú og toppsætið," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á Fylki í Árbænum í kvöld. "Þetta var hörkuleikur á móti sterku liði Fylkis og það var því mjög ánægjulegt að fá þrjú stig. "Þeir voru mjög sterkir og Ingvar (Jónsson) átti hrikalegan góðan leik í markinu hjá okkur. Hann á hrós skilið fyrir frábæran leik. "Við byrjuðum ekki vel og vorum í hlutlausum gír lengi vel í fyrri hálfleik, en við komum sterkir til baka. Fylkismenn voru alltaf hættulegir, mjög breinskeyttir í sínu spili og við réðum kannski ekki alltaf nógu vel við það. En sem betur fer skoruðu þeir ekki fleiri mörk. Aðspurður hvort einhver þreyta hafi verið í Stjörnuliðinu eftir leikinn gegn Motherwell í Skotlandi á fimmtudaginn var, sagði Rúnar: "Þreyta og ekki þreyta, þetta er bara fótbolti. Svona er þetta bara. Menn eiga bara að klára leikinn. Þreytan var meira andlegs en líkamlegs eðlis," sagði Rúnar. Ólafur Karl Finsen og Veigar Páll Gunnarsson léku ekki með Stjörnunni í kvöld og Rúnar sagði það hafa verið mjög sterkt að vinna leikinn í kvöld án þessara lykilmanna liðsins. "Það var flott að vinna þennan leik án þeirra. Það var fínt fyrir þá að fá smá hvíld," sagði Rúnar, en býst hann við að Veigar verði búinn að ná sér af meiðslunum á fimmtudaginn kemur þegar Stjarnan mætir Motherwell á Samsung-vellinum? "Ég veit ekki nógu mikið um Veigar. Við vitum ekki hvernig staðan á honum verður, þannig að það verður bara að koma í ljós."Ásmundur: Vorum síst lakari aðilinn "Ég er alls ekki sáttur við niðurstöðuna," sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, eftir tapið gegn Stjörnunni í kvöld. "Mér fannst leikurinn ágætur hjá okkur. Við sköpuðum okkur fullt af færum og vorum síst lakari aðilinn. "Það var alveg grátlegt að fá ekkert út úr þessum leik og alveg grátlegt að hafa fært þeim svona auðveld mörk eins og við gerðum," sagði Ásmundur. Fylkismenn voru sterkari aðilinn í byrjun beggja hálfleika, en tókst ekki nýta sér það til fullnustu. Ásmundur sagði það hafa verið vonbrigði. "Stærsti vendipunkturinn er kannski fyrsta markið, sem var ansi ódýrt, og síðan að missa einbeitinguna í kjölfarið og gefa þeim annað mark þegar það hafði ekkert verið í gangi. "Það var sterkt hjá okkur að koma til baka og ná að setja mark fyrir hálfleik. "Og framan af seinni hálfleik erum við miklu betri aðilinn, fáum mikið af færum og þar áttum við að koma almennilega inn í leikinn," sagði Ásmundur sem var ánægður með innkomu Alberts Brynjars Ingasonar, sem er nýkominn til Fylkis á láni frá FH. "Albert kom mjög sterkur inn og hann gerði mikið fyrir okkur. Og mér fannst holningin á liðinu breytast eftir að hann kom inn á," sagði Ásmundur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Stjörnumenn gerðu góða ferð í Árbæinn í kvöld og unnu sigur á Fylki með þremur mörkum gegn einu í 12. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Stjörnumenn hafa oft spilað betur en í kvöld, en stigin þrjú eru dýrmæt og með sigrinum komust Garðbæingar í toppsæti Pepsi-deildarinnar, einu stigi á undan FH sem leikur gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli á morgun. Stjarnan lék án Veigars Páls Gunnarssonar og Ólafs Karls Finsen í kvöld, en það kom ekki að sök.Rolf Toft, nýji Daninn í herbúðum Stjörnunnar, var í byrjunarliðinu og átti fínan leik í fremstu víglínu, en líkt og í leiknum gegn FH í síðustu umferð kvað mest að Arnari Má Björgvinssyni sem hefur leikið eins og engill í undanförnum leikjum. Og hann reyndist Stjörnunni enn og aftur dýrmætur í kvöld. Fylkismenn, sem unnu langþráðan sigur á Fram í síðustu umferð, byrjuðu leikinn hins vegar betur og á 15. mínútu var Andrés Már Jóhannesson hársbreidd frá því að ná forystunni fyrir Árbæinga þegar hann skaut boltanum í stöngina eftir fyrirgjöf GunnarsArnar Jónssonar. Eftir þessa fínu byrjun heimamanna datt leikurinn niður, allt þar til Stjörnumenn náðu forystunni á 35. mínútu.Martin Rauschenberg átti þá langa sendingu inn á vítateig Fylkismanna. Björn HákonSveinsson, sem stóð í marki heimamanna í stað Bjarna Halldórssonar, stökk upp með Toft - boltinn fór af Birni og féll fyrir fætur Arnars Más sem kom setti boltann í opið markið. Og það var varla liðin mínúta þegar gestirnir tvöfölduðu forskot sitt. Arnar Már slapp þá einn í gegn eftir mistök í vörn Fylkis. Hann tók stefnuna rakleitt í átt að markinu og í því þann mund sem Björn kom út á móti honum, renndi Arnar boltanum til hliðar á Toft sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Stjörnuna. Fylkismenn náðu að minnka muninn á lokamínútu fyrri hálfleik, en þar var að verki Ásgeir Örn Arnþórsson með skoti úr vítateignum eftir að boltinn hafði hrokkið til hans af varnarmanni Stjörnunnar.Ásmundur Arnarson, þjálfari Árbæinga, gerði skiptingu í hálfleik; tók Gunnar Örn af velli og setti "nýjasta" leikmann Fylkis, Albert Brynjar Ingason, inn á í hans stað. Albert var settur í framlínuna og í kjölfarið færði Ásmundur Andrés Má aftar í völlinn, í stöðu fremsta miðjumanns. Og það var eins og við manninn mælt; leikur Fylkis gjörbreyttist, og það til hins betra. Heimamenn sóttu hart að gestunum í byrjun seinni hálfleiks og komust tvisvar nálægt því að skora. Fyrst þegar Ingvar Jónsson varði vel frá Alberti í ágætis færi og síðan þegar Oddur Ingi Guðmundsson átti þrumuskot í samskeytin. Stjörnumenn stóðust hins vegar áhlaup Fylkismanna og líkt og í fyrri hálfleik koðnaði leikurinn aftur niður. Árbæingar voru þó áfram hættulegir og þeir sluppu tvisvar einir í gegnum Stjörnuvörnina með tíu mínútna millibili. Ingvar, sem var besti maður vallarins, gerði hins vegar vel í bæði skiptin; var fljótur út á móti, gerði sig breiðan og kom í veg fyrir að Fylkismönnum tækist að jafna leikinn. Á 80. mínútu veittu gestirnir heimamönnum svo náðarhöggið þegar Nicklas Vemmelund skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Arnars Más frá hægri. Fleiri urðu mörkin ekki og Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn með stigin þrjú í farteskinu.Rúnar Páll: Ingvar á hrós skilið "Ég er virkilega ánægður með stigin þrjú og toppsætið," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á Fylki í Árbænum í kvöld. "Þetta var hörkuleikur á móti sterku liði Fylkis og það var því mjög ánægjulegt að fá þrjú stig. "Þeir voru mjög sterkir og Ingvar (Jónsson) átti hrikalegan góðan leik í markinu hjá okkur. Hann á hrós skilið fyrir frábæran leik. "Við byrjuðum ekki vel og vorum í hlutlausum gír lengi vel í fyrri hálfleik, en við komum sterkir til baka. Fylkismenn voru alltaf hættulegir, mjög breinskeyttir í sínu spili og við réðum kannski ekki alltaf nógu vel við það. En sem betur fer skoruðu þeir ekki fleiri mörk. Aðspurður hvort einhver þreyta hafi verið í Stjörnuliðinu eftir leikinn gegn Motherwell í Skotlandi á fimmtudaginn var, sagði Rúnar: "Þreyta og ekki þreyta, þetta er bara fótbolti. Svona er þetta bara. Menn eiga bara að klára leikinn. Þreytan var meira andlegs en líkamlegs eðlis," sagði Rúnar. Ólafur Karl Finsen og Veigar Páll Gunnarsson léku ekki með Stjörnunni í kvöld og Rúnar sagði það hafa verið mjög sterkt að vinna leikinn í kvöld án þessara lykilmanna liðsins. "Það var flott að vinna þennan leik án þeirra. Það var fínt fyrir þá að fá smá hvíld," sagði Rúnar, en býst hann við að Veigar verði búinn að ná sér af meiðslunum á fimmtudaginn kemur þegar Stjarnan mætir Motherwell á Samsung-vellinum? "Ég veit ekki nógu mikið um Veigar. Við vitum ekki hvernig staðan á honum verður, þannig að það verður bara að koma í ljós."Ásmundur: Vorum síst lakari aðilinn "Ég er alls ekki sáttur við niðurstöðuna," sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, eftir tapið gegn Stjörnunni í kvöld. "Mér fannst leikurinn ágætur hjá okkur. Við sköpuðum okkur fullt af færum og vorum síst lakari aðilinn. "Það var alveg grátlegt að fá ekkert út úr þessum leik og alveg grátlegt að hafa fært þeim svona auðveld mörk eins og við gerðum," sagði Ásmundur. Fylkismenn voru sterkari aðilinn í byrjun beggja hálfleika, en tókst ekki nýta sér það til fullnustu. Ásmundur sagði það hafa verið vonbrigði. "Stærsti vendipunkturinn er kannski fyrsta markið, sem var ansi ódýrt, og síðan að missa einbeitinguna í kjölfarið og gefa þeim annað mark þegar það hafði ekkert verið í gangi. "Það var sterkt hjá okkur að koma til baka og ná að setja mark fyrir hálfleik. "Og framan af seinni hálfleik erum við miklu betri aðilinn, fáum mikið af færum og þar áttum við að koma almennilega inn í leikinn," sagði Ásmundur sem var ánægður með innkomu Alberts Brynjars Ingasonar, sem er nýkominn til Fylkis á láni frá FH. "Albert kom mjög sterkur inn og hann gerði mikið fyrir okkur. Og mér fannst holningin á liðinu breytast eftir að hann kom inn á," sagði Ásmundur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira