Innlent

Flugfarþegar eiga hugsanlega rétt á máltíð og símtali

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Um réttindi flugfarþega er fjallað um í reglugerð um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem er neitað um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður.
Um réttindi flugfarþega er fjallað um í reglugerð um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem er neitað um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður. VÍSIR/GVA
Flugfarþegar sem komast ekki til áfangastaðar síns á réttum tíma vegna verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna eiga í einhverjum tilvikum mögulega rétt á skaðabótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu vegna verkfalls flugvallarstarfsmanna.

Verkfallsaðgerðir flugvallastarfsmanna á Keflavíkurflugvelli hófust klukkan fjögur í nótt og lauk þeim klukkan níu. Starfsmenn vallarins hafa boðað frekari til verkfallsaðgerða næstu vikur.

Um réttindi flugfarþega er fjallað um í reglugerð um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem er neitað um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður.

Þegar um verkfall er að ræða falla réttindi niður í sumum tilvikum. Til dæmis eiga þeir farþegar sem áttu bókað far á þeim tíma sem verkfallið stóð ekki rétt á bótum. Þeir farþegar sem eiga flug seinna um daginn sem seinkar vegna áhrifa verkfallsins eiga mögulega rétt á bótum frá því flugfélagi sem þeir áttu bókað flug með.

Þau réttindi sem farþegarnir eiga hugsanlega eru máltíðir og hressing í samræmi við lengd þeirrar tafar sem verður á flugferðum. Þeir farþegar sem neyðast til þess að bíða í eina eða fleiri nætur eftir flugfari eða ef farþegi neyðist til þess að bíða lengur en hann gerði ráð fyrir eiga rétt á hótelgistingu án endurgjalds.

Farþegar eiga rétt á því að flutningur milli flugvallar og hótelsins verði greiddur. Að auki skal farþegum boðið að hringja tvö símtöl eða senda skilaboð um fjarrita eða með bréfsíma eða tölvupósti þeim að kostnaðarlausu.

Við beitingu þessara reglna skal flugrekandi sérstaklega huga að þörfum hreyfihamlaðra og fylgdarmanna þeirra og einnig að þörfum fylgdarlausra barna.

Í þeim tilvikum þar sem farþegar þurfa að greiða kostnað vegna þessara atriða sem hér eru upp talin þurfa þeir að geyma kvittanir og sækja svo um endurgreiðslu frá viðkomandi flugfélagi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×