Flugfarþegar eiga hugsanlega rétt á máltíð og símtali Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. apríl 2014 13:08 Um réttindi flugfarþega er fjallað um í reglugerð um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem er neitað um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður. VÍSIR/GVA Flugfarþegar sem komast ekki til áfangastaðar síns á réttum tíma vegna verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna eiga í einhverjum tilvikum mögulega rétt á skaðabótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu vegna verkfalls flugvallarstarfsmanna. Verkfallsaðgerðir flugvallastarfsmanna á Keflavíkurflugvelli hófust klukkan fjögur í nótt og lauk þeim klukkan níu. Starfsmenn vallarins hafa boðað frekari til verkfallsaðgerða næstu vikur. Um réttindi flugfarþega er fjallað um í reglugerð um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem er neitað um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður. Þegar um verkfall er að ræða falla réttindi niður í sumum tilvikum. Til dæmis eiga þeir farþegar sem áttu bókað far á þeim tíma sem verkfallið stóð ekki rétt á bótum. Þeir farþegar sem eiga flug seinna um daginn sem seinkar vegna áhrifa verkfallsins eiga mögulega rétt á bótum frá því flugfélagi sem þeir áttu bókað flug með. Þau réttindi sem farþegarnir eiga hugsanlega eru máltíðir og hressing í samræmi við lengd þeirrar tafar sem verður á flugferðum. Þeir farþegar sem neyðast til þess að bíða í eina eða fleiri nætur eftir flugfari eða ef farþegi neyðist til þess að bíða lengur en hann gerði ráð fyrir eiga rétt á hótelgistingu án endurgjalds. Farþegar eiga rétt á því að flutningur milli flugvallar og hótelsins verði greiddur. Að auki skal farþegum boðið að hringja tvö símtöl eða senda skilaboð um fjarrita eða með bréfsíma eða tölvupósti þeim að kostnaðarlausu. Við beitingu þessara reglna skal flugrekandi sérstaklega huga að þörfum hreyfihamlaðra og fylgdarmanna þeirra og einnig að þörfum fylgdarlausra barna. Í þeim tilvikum þar sem farþegar þurfa að greiða kostnað vegna þessara atriða sem hér eru upp talin þurfa þeir að geyma kvittanir og sækja svo um endurgreiðslu frá viðkomandi flugfélagi. Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Flugfarþegar sem komast ekki til áfangastaðar síns á réttum tíma vegna verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna eiga í einhverjum tilvikum mögulega rétt á skaðabótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu vegna verkfalls flugvallarstarfsmanna. Verkfallsaðgerðir flugvallastarfsmanna á Keflavíkurflugvelli hófust klukkan fjögur í nótt og lauk þeim klukkan níu. Starfsmenn vallarins hafa boðað frekari til verkfallsaðgerða næstu vikur. Um réttindi flugfarþega er fjallað um í reglugerð um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem er neitað um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður. Þegar um verkfall er að ræða falla réttindi niður í sumum tilvikum. Til dæmis eiga þeir farþegar sem áttu bókað far á þeim tíma sem verkfallið stóð ekki rétt á bótum. Þeir farþegar sem eiga flug seinna um daginn sem seinkar vegna áhrifa verkfallsins eiga mögulega rétt á bótum frá því flugfélagi sem þeir áttu bókað flug með. Þau réttindi sem farþegarnir eiga hugsanlega eru máltíðir og hressing í samræmi við lengd þeirrar tafar sem verður á flugferðum. Þeir farþegar sem neyðast til þess að bíða í eina eða fleiri nætur eftir flugfari eða ef farþegi neyðist til þess að bíða lengur en hann gerði ráð fyrir eiga rétt á hótelgistingu án endurgjalds. Farþegar eiga rétt á því að flutningur milli flugvallar og hótelsins verði greiddur. Að auki skal farþegum boðið að hringja tvö símtöl eða senda skilaboð um fjarrita eða með bréfsíma eða tölvupósti þeim að kostnaðarlausu. Við beitingu þessara reglna skal flugrekandi sérstaklega huga að þörfum hreyfihamlaðra og fylgdarmanna þeirra og einnig að þörfum fylgdarlausra barna. Í þeim tilvikum þar sem farþegar þurfa að greiða kostnað vegna þessara atriða sem hér eru upp talin þurfa þeir að geyma kvittanir og sækja svo um endurgreiðslu frá viðkomandi flugfélagi.
Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira