Klara spáði rétt fyrir um gosið: „Ég er bara næm“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. ágúst 2014 18:19 Klara Tryggvadóttir virðist hafa haft rétt fyrir sér. Klara Tryggvadóttir, frá Vestmannaeyjum, virðist hafa haft rétt fyrir sér þegar hún spáði því að gosið sem beðið hefur verið eftir myndi hefjast í dag. Klara var í viðtali á Pressunni í vikunni og þar sagði hún að hana hefði dreymt að gosið myndi hefjast í dag og nefndi þar tvær tímasetningar, klukkan 7 að morgni eða 11 að kvöldi til. Klara er sögð mjög berdreymin og segist áður hafa dreymt um náttúruhamfarir; draumar sem svo hafi orðið að veruleika. Í samtali við Vísi segir Klara að svo virðist sem að draumurinn sé að rætast, þó svo að tímasetningin hafi ekki alveg stemmt. „Já, þetta virðist ætla að hitta svona á. Tímasetningin er þó óljós, enda er ekki víst að gosið sé alveg hafið, það er erfitt að segja til um það.“En hvernig koma þessar upplýsingar til þín í draumi? „Mig dreymdi gosið og svo dreymdi mig sama fólkið aftur og aftur alla nóttina. Þannig fékk ég tímasetningarnar. Ég hef óskað þess, þegar ég fer að sofa á kvöldin, að ég fái ekki svona upplýsingar, en ég virðist alltaf vera látin vita af svona atburðum.“ Klara segir frá því að hún hafi áður spáð fyrir um upphaf gosa og náttúruhamfara. „Mig dreymdi til dæmis gosið í Eyjum á sínum tíma. Þá var ég búin að segja öllum frá því en enginn hlustaði. Til dæmis sagði afi minn alltaf við mig „hættu þessu bulli stelpa, Helgafellið sefur.“ En svo eftir gosið sagði hann: „Ég hefði betur hlustað á þig stelpuskott.““ Hún segist einnig hafa spáð fyrir um gosið í Eyjafjallajökli, Suðurlandsskjálftana báða auk fleiri náttúruhamfara. Klara segist ekki vita af hverju hún fær þessar upplýsingar til sín. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara næm. Ég er hvorki miðill né spákona. Þetta bara kemur til mín. Ég kæri mig ekki mikið um þessar upplýsingar. Ég myndi frekar vilja vita havða tölur koma upp í lottóinu." Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Klara Tryggvadóttir, frá Vestmannaeyjum, virðist hafa haft rétt fyrir sér þegar hún spáði því að gosið sem beðið hefur verið eftir myndi hefjast í dag. Klara var í viðtali á Pressunni í vikunni og þar sagði hún að hana hefði dreymt að gosið myndi hefjast í dag og nefndi þar tvær tímasetningar, klukkan 7 að morgni eða 11 að kvöldi til. Klara er sögð mjög berdreymin og segist áður hafa dreymt um náttúruhamfarir; draumar sem svo hafi orðið að veruleika. Í samtali við Vísi segir Klara að svo virðist sem að draumurinn sé að rætast, þó svo að tímasetningin hafi ekki alveg stemmt. „Já, þetta virðist ætla að hitta svona á. Tímasetningin er þó óljós, enda er ekki víst að gosið sé alveg hafið, það er erfitt að segja til um það.“En hvernig koma þessar upplýsingar til þín í draumi? „Mig dreymdi gosið og svo dreymdi mig sama fólkið aftur og aftur alla nóttina. Þannig fékk ég tímasetningarnar. Ég hef óskað þess, þegar ég fer að sofa á kvöldin, að ég fái ekki svona upplýsingar, en ég virðist alltaf vera látin vita af svona atburðum.“ Klara segir frá því að hún hafi áður spáð fyrir um upphaf gosa og náttúruhamfara. „Mig dreymdi til dæmis gosið í Eyjum á sínum tíma. Þá var ég búin að segja öllum frá því en enginn hlustaði. Til dæmis sagði afi minn alltaf við mig „hættu þessu bulli stelpa, Helgafellið sefur.“ En svo eftir gosið sagði hann: „Ég hefði betur hlustað á þig stelpuskott.““ Hún segist einnig hafa spáð fyrir um gosið í Eyjafjallajökli, Suðurlandsskjálftana báða auk fleiri náttúruhamfara. Klara segist ekki vita af hverju hún fær þessar upplýsingar til sín. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara næm. Ég er hvorki miðill né spákona. Þetta bara kemur til mín. Ég kæri mig ekki mikið um þessar upplýsingar. Ég myndi frekar vilja vita havða tölur koma upp í lottóinu."
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira