Systrabörn fædd fyrir tímann sömu nótt Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 07:30 Drífa Baldursdóttir ásamt dætrum sínum, Hildi Arneyju og Jóhönnu Karen. Sömu nótt og Hildur fæddist þann 14. febrúar 2005 fæddi systir Drífu barn fyrir tímann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Félag fyrirburaforeldra á Íslandi tekur í fyrsta sinn þátt í Alþjóðlegum degi fyrirbura sem haldinn er í dag. Drífa Baldursdóttir, lýðheilsufræðingur og stofnandi félagsins, segir daginn hafa verið haldinn árlega 17. nóvember frá 2011 til að vekja athygli á fyrirburafæðingum og málefnum sem tengjast þeim. „Tíðni fyrirburafæðinga erlendis er víða mjög há og þörf er á fræðslu og umræðu um þessi mál. Á Íslandi fæðast 6,5 prósent barna fyrir 37. viku meðgöngu. Þjónustan hér er góð og lífslíkur barnanna eru góðar.“ Að geta fylgst með börnum sem hafa dafnað vel hjálpar mörgum nýbökuðum foreldrum fyrirbura, að sögn Drífu sem stofnaði Félag fyrirburaforeldra árið 2008. Þremur árum áður höfðu hún og systir hennar fætt börn fyrir tímann sömu nóttina í febrúarmánuði. „Það kom í ljós þegar ég var komin tæpar 24 vikur á leið að stelpan mín myndi koma fyrir tímann. Viku seinna var ég lögð inn á spítala og barnið fæddist eftir 29 vikna meðgöngu. Meðan ég lá inni þennan mánuð fann ég fyrir þörf fyrir fræðslu og stuðning þótt starfsmenn spítalans hafi staðið sig vel í þeim efnum. Ég var auðvitað áhyggjufull. Systir mín hafði verið með kvilla á meðgöngu og var í eftirliti en var svo flutt í skyndi upp á spítala þessa sömu nótt og ég fæddi stelpuna mína. Fjórum klukkustundum síðar var drengurinn hennar tekinn með keisaraskurði. Systir mín var þá gengin 33 vikur. Þar sem ég var búin að liggja inni í mánuð var ég nokkuð vel undirbúin þótt ég þyrfti meiri fræðslu en ég fann hvað hana vantaði mikinn stuðning.“ Þessi reynsla systranna átti sinn þátt í að Drífa ákvað að stofna félag fyrir fyrirburaforeldra. Spurð hvað brennur helst á foreldrunum segir hún það vera áhyggjur og óvissu í upphafi. „Foreldrarnir fara ekki heim með barnið strax eftir fæðinguna eins og aðrir foreldrar. Þeir hafa áhyggjur af heilsu barnsins síns og óttast að fá símtal um nótt með slæmum tíðindum. Þeir reyna að vera sterkir á meðan á þessu stendur en ná ekki alltaf að vinna úr öllum tilfinningunum. Áfallið kemur oft eftir á, jafnvel mörgum árum seinna. Þá er gott að geta lesið um reynslusögur annarra á heimasíðu félagsins og verið í samskiptum við aðra foreldra.“ Drífa, sem er þriggja barna móðir, segir yfir 300 foreldra í Facebook-hópi Félags fyrirburaforeldra. „Við erum ekki mikið að hittast en skiptumst á ráðum og deilum reynslu okkar í Facebook-hópnum.“ Margar frægar byggingar erlendis hafa verið lýstar upp í fjólubláum lit í tilefni alþjóðadagsins. Í Reykjavík verður Höfði lýstur með fjólubláum lit í dag. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Félag fyrirburaforeldra á Íslandi tekur í fyrsta sinn þátt í Alþjóðlegum degi fyrirbura sem haldinn er í dag. Drífa Baldursdóttir, lýðheilsufræðingur og stofnandi félagsins, segir daginn hafa verið haldinn árlega 17. nóvember frá 2011 til að vekja athygli á fyrirburafæðingum og málefnum sem tengjast þeim. „Tíðni fyrirburafæðinga erlendis er víða mjög há og þörf er á fræðslu og umræðu um þessi mál. Á Íslandi fæðast 6,5 prósent barna fyrir 37. viku meðgöngu. Þjónustan hér er góð og lífslíkur barnanna eru góðar.“ Að geta fylgst með börnum sem hafa dafnað vel hjálpar mörgum nýbökuðum foreldrum fyrirbura, að sögn Drífu sem stofnaði Félag fyrirburaforeldra árið 2008. Þremur árum áður höfðu hún og systir hennar fætt börn fyrir tímann sömu nóttina í febrúarmánuði. „Það kom í ljós þegar ég var komin tæpar 24 vikur á leið að stelpan mín myndi koma fyrir tímann. Viku seinna var ég lögð inn á spítala og barnið fæddist eftir 29 vikna meðgöngu. Meðan ég lá inni þennan mánuð fann ég fyrir þörf fyrir fræðslu og stuðning þótt starfsmenn spítalans hafi staðið sig vel í þeim efnum. Ég var auðvitað áhyggjufull. Systir mín hafði verið með kvilla á meðgöngu og var í eftirliti en var svo flutt í skyndi upp á spítala þessa sömu nótt og ég fæddi stelpuna mína. Fjórum klukkustundum síðar var drengurinn hennar tekinn með keisaraskurði. Systir mín var þá gengin 33 vikur. Þar sem ég var búin að liggja inni í mánuð var ég nokkuð vel undirbúin þótt ég þyrfti meiri fræðslu en ég fann hvað hana vantaði mikinn stuðning.“ Þessi reynsla systranna átti sinn þátt í að Drífa ákvað að stofna félag fyrir fyrirburaforeldra. Spurð hvað brennur helst á foreldrunum segir hún það vera áhyggjur og óvissu í upphafi. „Foreldrarnir fara ekki heim með barnið strax eftir fæðinguna eins og aðrir foreldrar. Þeir hafa áhyggjur af heilsu barnsins síns og óttast að fá símtal um nótt með slæmum tíðindum. Þeir reyna að vera sterkir á meðan á þessu stendur en ná ekki alltaf að vinna úr öllum tilfinningunum. Áfallið kemur oft eftir á, jafnvel mörgum árum seinna. Þá er gott að geta lesið um reynslusögur annarra á heimasíðu félagsins og verið í samskiptum við aðra foreldra.“ Drífa, sem er þriggja barna móðir, segir yfir 300 foreldra í Facebook-hópi Félags fyrirburaforeldra. „Við erum ekki mikið að hittast en skiptumst á ráðum og deilum reynslu okkar í Facebook-hópnum.“ Margar frægar byggingar erlendis hafa verið lýstar upp í fjólubláum lit í tilefni alþjóðadagsins. Í Reykjavík verður Höfði lýstur með fjólubláum lit í dag.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira