Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 3. júlí 2014 20:19 Fulltrúar frá bandaríska smásölurisanum Costco hafa verið hér á landi undanfarna daga en fyrirtækið hefur áhuga á að reisa verslun hér á landi. Costco hefur einnig áhuga á að hefja rekstur bensínstöðva, svokallaðra fjölorkustöðva, sem munu selja bensín, rafmagn og jafnvel metan. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur tók á fundi sínum í gær jákvætt í fyrirspurn þess efnis að fyrirtækið fengi að opna eina slíka við Korputorg. Forsvarsmenn þess hafa fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar og ráðuneyta undanfarna daga en óskað er eftir undanþágum frá lögum og reglum til þess meðal annars að flytja inn og selja ferskt bandarískt kjöt auk lyfja og áfengis. Ljóst er að full alvara er að baki þessum fyrirætlunum Costco en fyrirtækið hefur samkvæmt heimildum fréttastofu ráðið til starfa hér á landi meðal annars lögmannsstofur, fasteignasala og verkfræðistofur. Samtök verslunar- og þjónustu fagna þessum hugmyndum fyrirtækisins. „Áherslur Costco eru í samræmi við áherslur Samtaka verslunar og þjónustu undanfarin ár. Þá erum við að tala um kröfur varðandi áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf, merkingarlöggjöf, matvælalöggjöf og ekki síst landbúnaðarkerfið,“ segir Lárus Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Ætli Costco að hefja starfsemi hér á landi, með þeim hætti sem fyrirtækið starfar í Bandaríkjunum, er ljóst að málið þarf að koma hér fyrir Alþingi. Þar þarf að breyta áfengislögum, lyfjalögum og reglum um innflutning á fersku kjöti. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, hefur tekið jákvætt í þessar breytingar en hvað segir samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn? „Ég er ekki algjörlega sammála henni, enda eru þetta tveir mismunandi flokkar og Sjálfstæðisflokkurinn er nú meiri frjálshyggjuflokkur heldur en við Framsóknarmenn og ég myndi svona, setja lappirnar aðeins fyrir. Það er að segja, ég vil að þetta verði rætt heildstætt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún segir langlífi Íslendinga byggjast á góðu mataræði. „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“En eigum við ekki bara að leyfa íslenskum neytendum að dæma um það?„Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara,“ segir Sigrún. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fulltrúar frá bandaríska smásölurisanum Costco hafa verið hér á landi undanfarna daga en fyrirtækið hefur áhuga á að reisa verslun hér á landi. Costco hefur einnig áhuga á að hefja rekstur bensínstöðva, svokallaðra fjölorkustöðva, sem munu selja bensín, rafmagn og jafnvel metan. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur tók á fundi sínum í gær jákvætt í fyrirspurn þess efnis að fyrirtækið fengi að opna eina slíka við Korputorg. Forsvarsmenn þess hafa fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar og ráðuneyta undanfarna daga en óskað er eftir undanþágum frá lögum og reglum til þess meðal annars að flytja inn og selja ferskt bandarískt kjöt auk lyfja og áfengis. Ljóst er að full alvara er að baki þessum fyrirætlunum Costco en fyrirtækið hefur samkvæmt heimildum fréttastofu ráðið til starfa hér á landi meðal annars lögmannsstofur, fasteignasala og verkfræðistofur. Samtök verslunar- og þjónustu fagna þessum hugmyndum fyrirtækisins. „Áherslur Costco eru í samræmi við áherslur Samtaka verslunar og þjónustu undanfarin ár. Þá erum við að tala um kröfur varðandi áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf, merkingarlöggjöf, matvælalöggjöf og ekki síst landbúnaðarkerfið,“ segir Lárus Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Ætli Costco að hefja starfsemi hér á landi, með þeim hætti sem fyrirtækið starfar í Bandaríkjunum, er ljóst að málið þarf að koma hér fyrir Alþingi. Þar þarf að breyta áfengislögum, lyfjalögum og reglum um innflutning á fersku kjöti. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, hefur tekið jákvætt í þessar breytingar en hvað segir samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn? „Ég er ekki algjörlega sammála henni, enda eru þetta tveir mismunandi flokkar og Sjálfstæðisflokkurinn er nú meiri frjálshyggjuflokkur heldur en við Framsóknarmenn og ég myndi svona, setja lappirnar aðeins fyrir. Það er að segja, ég vil að þetta verði rætt heildstætt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún segir langlífi Íslendinga byggjast á góðu mataræði. „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“En eigum við ekki bara að leyfa íslenskum neytendum að dæma um það?„Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara,“ segir Sigrún.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira