Á átján pör af Nike-skóm Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2014 10:00 Ragna er dugleg við að losa sig við gömul skópör um leið og hún kaupir ný. Vísir/GVA „Þetta hefur þróast hægt og rólega af sjálfu sér eiginlega. Ég kom einstaklega vel skóuð úr ferð minni til Tókýó árið 2007 og þá kannski kviknaði áhuginn af alvöru,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell 7. Hún er mikill aðdáandi skóbúnaðar frá Nike og er dugleg að kaupa sér ný pör í safnið. „Eins og staðan er í dag á ég átján pör. Úff, ég hefði ekki átt að telja þetta. Ég reyni samt helst að losa mig við einhver gömul og mikið notuð um leið og ég kaupi mér ný. Annars fer þetta að taka svo mikið skápapláss,“ segir Ragna. En notar hún öll pörin? „Mig langar að segja já, en svo er ekki. Ég hef alveg átt það til að vera hvatvís á síðasta degi í útlöndum og keypt flotta skó sem virðast svo ekki passa við neitt eða eru örlítið of litlir og valda því óþægindum. Snædís systir, sem notar hálfu númeri minna en ég, nýtur þá góðs af og tekur glöð við þeim.“ Aðspurð hvaða par hún haldi mest upp á stendur ekki á svörunum. „Nýjasta parið er alltaf í uppáhaldi, þó svo að ég sé ansi hrifin að Nike Dunk Sky Hi-skónum.“ Það kom því Rögnu lítið á óvart þegar hún var beðin um að troða upp á Sneakerball-tónleikum Nike í Hörpu föstudaginn 11. júlí. Þar svífur Nike-andinn yfir vötnum og þurfa allir gestir tónleikanna að mæta í Nike-skóm – annars komast þeir ekki inn. Ragna er byrjuð að hugsa um hvaða skópari hún ætli að klæðast á tónleikunum. „Ég hef einhvern grun um það. Hvað varðar þessa tónleika þá verð ég að hugsa fyrst um hvaða skó ég ætla í og síðan hvaða föt passa við þá, öfugt við það sem ég geri venjulega,“ segir Ragna en einnig koma DJ Margeir, John Grant, Ásdís María og Unnsteinn Manuel fram á tónleikunum. „Ég er alveg viss um að þetta verður einstakur viðburður. Ég kem fram með hljómsveit en við erum ekki alveg búin að ákveða prógrammið. Munum þó sennilega skilja rólegu lögin eftir heima.“ Fyrirmyndin að tónleikunum er frá Pompidou-safninu í París en myndband af þeim má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Þetta hefur þróast hægt og rólega af sjálfu sér eiginlega. Ég kom einstaklega vel skóuð úr ferð minni til Tókýó árið 2007 og þá kannski kviknaði áhuginn af alvöru,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell 7. Hún er mikill aðdáandi skóbúnaðar frá Nike og er dugleg að kaupa sér ný pör í safnið. „Eins og staðan er í dag á ég átján pör. Úff, ég hefði ekki átt að telja þetta. Ég reyni samt helst að losa mig við einhver gömul og mikið notuð um leið og ég kaupi mér ný. Annars fer þetta að taka svo mikið skápapláss,“ segir Ragna. En notar hún öll pörin? „Mig langar að segja já, en svo er ekki. Ég hef alveg átt það til að vera hvatvís á síðasta degi í útlöndum og keypt flotta skó sem virðast svo ekki passa við neitt eða eru örlítið of litlir og valda því óþægindum. Snædís systir, sem notar hálfu númeri minna en ég, nýtur þá góðs af og tekur glöð við þeim.“ Aðspurð hvaða par hún haldi mest upp á stendur ekki á svörunum. „Nýjasta parið er alltaf í uppáhaldi, þó svo að ég sé ansi hrifin að Nike Dunk Sky Hi-skónum.“ Það kom því Rögnu lítið á óvart þegar hún var beðin um að troða upp á Sneakerball-tónleikum Nike í Hörpu föstudaginn 11. júlí. Þar svífur Nike-andinn yfir vötnum og þurfa allir gestir tónleikanna að mæta í Nike-skóm – annars komast þeir ekki inn. Ragna er byrjuð að hugsa um hvaða skópari hún ætli að klæðast á tónleikunum. „Ég hef einhvern grun um það. Hvað varðar þessa tónleika þá verð ég að hugsa fyrst um hvaða skó ég ætla í og síðan hvaða föt passa við þá, öfugt við það sem ég geri venjulega,“ segir Ragna en einnig koma DJ Margeir, John Grant, Ásdís María og Unnsteinn Manuel fram á tónleikunum. „Ég er alveg viss um að þetta verður einstakur viðburður. Ég kem fram með hljómsveit en við erum ekki alveg búin að ákveða prógrammið. Munum þó sennilega skilja rólegu lögin eftir heima.“ Fyrirmyndin að tónleikunum er frá Pompidou-safninu í París en myndband af þeim má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira