L'Oreal Makeup Genius
Hér er á ferð nýtt app frá snyrtivörurisanum L'Oreal en það virkar eins og spegill og gerir notendum kleift að prófa snyrtivörur stafrænt. Þá er einnig hægt að prófa vinsæla förðun af rauða dreglinum sem stjörnur eins og Lupita Nyong'o og Jennifer Lopez hafa skartað.
Sephora To Go
Hér er lögð mikil áhersla á að veita notendum innblástur, hvort sem það er fyrir förðun eða hárgreiðslur. Þá er einnig eitthvað um sýnikennslu í smáforritinu og hægt að lesa umsagnir annarra notenda um hinar ýmsu snyrtivörur.
