Listamiðstöð opnuð í Tjarnarbíói Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. mars 2014 12:30 Guðmundur Ingi: "Þá verður hægt að koma hér hvenær sem er og eiga í einhvers konar samtali við listamenn hússins.“ Vísir/Vilhelm „Um áramótin var formlega ákveðið að Reykjavíkurborg gerði formlegan samning til þriggja ára við sjálfstæðu leikhúsin um rekstur Tjarnarbíós,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. „Sá samningur gerir okkur í fyrsta sinn kleift að hugsa til framtíðar. Nú er búið að fyrirbyggja hljóðmengun frá húsinu og við erum að fá rekstrar- og vínveitingaleyfi. Frá og með laugardeginum erum við því hætt að reka húsið á undanþágu upp á von og óvon heldur er hér komin í gang alvöru listamiðstöð.“ Það vekur athygli í auglýsingum um opnunarhátíðina á laugardaginn að talað er um listviðburði í mismundandi rýmum hússins, hvaða rými eru það? „Hér eru alls konar rými sem hingað til hafa helst verið nýtt sem dótageymslur,“ segir Guðmundur. „Við höfum undanfarið unnið hörðum höndum við að hreinsa út, taka til og flytja starfsemi og munum á laugardaginn tilkynna að frá og með 1. apríl verði hér fólk í vinnustofum allt árið um kring. Að minnsta kosti fjórir listamenn eða hópar munu á hverjum tíma hafa hér vinnuaðstöðu þannig að hér verður alvöru sköpunarmiðstöð. Eina kvöðin er sú að viðkomandi listamenn eða hópar þurfa einu sinni í viku að deila því sem þeir eru að gera með gestum kaffihússins og barsins.“ Þannig að þetta verður alhliða listamiðstöð, ekki bara tengd leiklist? „Já, nýaldan í leikhúsi á Íslandi, sem er reyndar 20-30 árum á eftir Evrópu, gengur út á það að vinna þvert á listgreinar og afmá mörkin á milli þeirra. Og við trúum því og treystum að það sem geti komið út úr þessu verði eitthvað stærra og stórkostlegra en við eigum að venjast. Við erum að hvetja fólk til að hjálpast að og vinna saman, vinna með þjóðfélaginu en ekki fyrir það.“ Á opnunarhátíðinni á laugardaginn kemur fram fjöldi listamanna, um 25 atriði að sögn Guðmundar, og dagskráin stendur í fjóra tíma, frá klukkan 19 til 23, er ekki hætta á að gestir eigi í erfiðleikum með að velja á milli þeirra atriða sem þeir vilja fylgjast með? „Nei, nei. Þetta er í sjöunda skiptið sem Vinnslan stendur fyrir svona uppákomu þannig að við erum orðin ansi sjóuð í þessari umferðarstjórnun,“ segir Guðmundur. „Gestir ættu allavega að ná því að sjá um níutíu prósent af því sem er í gangi. Frá og með 1. apríl er svo stefnt að því að allt verði komið á fullt og fólk að vinna hér í öllum hornum þannig að þá verður hægt að koma hér hvenær sem er og eiga í einhvers konar samtali við listamenn hússins.“ Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Um áramótin var formlega ákveðið að Reykjavíkurborg gerði formlegan samning til þriggja ára við sjálfstæðu leikhúsin um rekstur Tjarnarbíós,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. „Sá samningur gerir okkur í fyrsta sinn kleift að hugsa til framtíðar. Nú er búið að fyrirbyggja hljóðmengun frá húsinu og við erum að fá rekstrar- og vínveitingaleyfi. Frá og með laugardeginum erum við því hætt að reka húsið á undanþágu upp á von og óvon heldur er hér komin í gang alvöru listamiðstöð.“ Það vekur athygli í auglýsingum um opnunarhátíðina á laugardaginn að talað er um listviðburði í mismundandi rýmum hússins, hvaða rými eru það? „Hér eru alls konar rými sem hingað til hafa helst verið nýtt sem dótageymslur,“ segir Guðmundur. „Við höfum undanfarið unnið hörðum höndum við að hreinsa út, taka til og flytja starfsemi og munum á laugardaginn tilkynna að frá og með 1. apríl verði hér fólk í vinnustofum allt árið um kring. Að minnsta kosti fjórir listamenn eða hópar munu á hverjum tíma hafa hér vinnuaðstöðu þannig að hér verður alvöru sköpunarmiðstöð. Eina kvöðin er sú að viðkomandi listamenn eða hópar þurfa einu sinni í viku að deila því sem þeir eru að gera með gestum kaffihússins og barsins.“ Þannig að þetta verður alhliða listamiðstöð, ekki bara tengd leiklist? „Já, nýaldan í leikhúsi á Íslandi, sem er reyndar 20-30 árum á eftir Evrópu, gengur út á það að vinna þvert á listgreinar og afmá mörkin á milli þeirra. Og við trúum því og treystum að það sem geti komið út úr þessu verði eitthvað stærra og stórkostlegra en við eigum að venjast. Við erum að hvetja fólk til að hjálpast að og vinna saman, vinna með þjóðfélaginu en ekki fyrir það.“ Á opnunarhátíðinni á laugardaginn kemur fram fjöldi listamanna, um 25 atriði að sögn Guðmundar, og dagskráin stendur í fjóra tíma, frá klukkan 19 til 23, er ekki hætta á að gestir eigi í erfiðleikum með að velja á milli þeirra atriða sem þeir vilja fylgjast með? „Nei, nei. Þetta er í sjöunda skiptið sem Vinnslan stendur fyrir svona uppákomu þannig að við erum orðin ansi sjóuð í þessari umferðarstjórnun,“ segir Guðmundur. „Gestir ættu allavega að ná því að sjá um níutíu prósent af því sem er í gangi. Frá og með 1. apríl er svo stefnt að því að allt verði komið á fullt og fólk að vinna hér í öllum hornum þannig að þá verður hægt að koma hér hvenær sem er og eiga í einhvers konar samtali við listamenn hússins.“
Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp