Sjálftöku landeigenda verður að stöðva Stefán Þ. Þórsson skrifar 24. apríl 2014 07:00 Það var fróðlegt að hlusta á Óskar Magnússon í útvarpinu um daginn, þar sem hann reynir að réttlæta sína ólögmætu gjaldtöku við Kerið fyrir Ögmundi Jónassyni. Þar vísar Óskar í 28. grein laga um skipan ferðamála. Greinin er svohljóðandi:„Ráðherra er heimilt að ákveða, að fenginni umsögn Ferðamálastofu, að greitt skuli sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum enda sé fé það sem þannig safnast, að frádregnum innheimtukostnaði, eingöngu notað til verndar, fegrunar og snyrtingar viðkomandi staðar og til að bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna.Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Ef þetta er hálmstráið sem hangið er í, þá skulum við skoða það aðeins nánar. Í fyrsta lagi þarf ráðherra að gefa út þessa heimild, eftir að Ferðamálastofa hefur gefið umsögn um viðkomandi svæði. Umsögnin væri þá forsenda fyrir gjaldtökuheimild ráðherra. Í tilviki Kersins er ekkert slíkt til staðar, svo ég viti til. Í öðru lagi er talað um „sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum“. Hér er þá verið að tala um aðgang að salernum eða hreinlætisaðstöðu og öðru slíku. Aðgangseyrir inn á svæðið, án allrar þjónustu, er fullkomin misnotkun á þessu ákvæði og getur aldrei verið réttlæting á téðu gjaldi. Í þriðja lagi, þá stendur eftirfarandi í lokin: „Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Nú er Kerið á náttúruminjaskrá og þar með náttúruverndarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Samkvæmt 28. grein laga um náttúruvernd frá 1999 eru öll náttúruverndarsvæði í umsjón Umhverfisstofnunar, nema annað sé tekið fram í lögum. Þannig að lögum samkvæmt eru Kerið og Tjarnarhólar í umsjón Umhverfisstofnunar, þó svo að landareignin sé í einkaeigu. Sú uppbygging sem er til staðar á svæðinu (aðkoma, bílastæði, göngustígar o.s.frv) hefur verið kostuð af almannafé. Það hefði aðeins verið gert ef svæðið væri í opinberri umsjón. Svo virðist sem ekkert af skilyrðum ákvæðisins sem Óskar vísar til sé uppfyllt. Engu að síður er þessi ólöglega miðasala að Kerinu látin viðgangast af umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun.Brot á almannarétti Það virðist einnig gæta misskilnings hjá Óskari hvað varðar ákvæðið um almannarétt. Það er svohljóðandi: „Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ Hann túlkar heimild landeiganda til að takmarka eða banna umferð fólks á þann hátt að honum sé heimilt að krefjast aðgangseyris ef fólk vill fara um hans land. Það er ævintýraleg oftúlkun og hrein óskhyggja að komast að þeirri niðurstöðu að ákvæðið bjóði upp á það. Það eina sem landeigendur við Kerið geta gert, lögum samkvæmt, er að loka svæðinu. Það myndi vissulega vera ákveðin náttúruvernd falin í því, en arðgreiðslurnar þurfa þá að bíða um sinn. Reyndar þyrftu þeir í Kerfélaginu að bíða býsna lengi eftir arðgreiðslum, þar sem þær eru óheimilar samkvæmt ákvæðinu sem Óskar vísar í. Hins vegar má kannski túlka á annan hátt það sem stendur þar skýrum stöfum, ef vilji er fyrir hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það var fróðlegt að hlusta á Óskar Magnússon í útvarpinu um daginn, þar sem hann reynir að réttlæta sína ólögmætu gjaldtöku við Kerið fyrir Ögmundi Jónassyni. Þar vísar Óskar í 28. grein laga um skipan ferðamála. Greinin er svohljóðandi:„Ráðherra er heimilt að ákveða, að fenginni umsögn Ferðamálastofu, að greitt skuli sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum enda sé fé það sem þannig safnast, að frádregnum innheimtukostnaði, eingöngu notað til verndar, fegrunar og snyrtingar viðkomandi staðar og til að bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna.Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Ef þetta er hálmstráið sem hangið er í, þá skulum við skoða það aðeins nánar. Í fyrsta lagi þarf ráðherra að gefa út þessa heimild, eftir að Ferðamálastofa hefur gefið umsögn um viðkomandi svæði. Umsögnin væri þá forsenda fyrir gjaldtökuheimild ráðherra. Í tilviki Kersins er ekkert slíkt til staðar, svo ég viti til. Í öðru lagi er talað um „sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum“. Hér er þá verið að tala um aðgang að salernum eða hreinlætisaðstöðu og öðru slíku. Aðgangseyrir inn á svæðið, án allrar þjónustu, er fullkomin misnotkun á þessu ákvæði og getur aldrei verið réttlæting á téðu gjaldi. Í þriðja lagi, þá stendur eftirfarandi í lokin: „Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Nú er Kerið á náttúruminjaskrá og þar með náttúruverndarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Samkvæmt 28. grein laga um náttúruvernd frá 1999 eru öll náttúruverndarsvæði í umsjón Umhverfisstofnunar, nema annað sé tekið fram í lögum. Þannig að lögum samkvæmt eru Kerið og Tjarnarhólar í umsjón Umhverfisstofnunar, þó svo að landareignin sé í einkaeigu. Sú uppbygging sem er til staðar á svæðinu (aðkoma, bílastæði, göngustígar o.s.frv) hefur verið kostuð af almannafé. Það hefði aðeins verið gert ef svæðið væri í opinberri umsjón. Svo virðist sem ekkert af skilyrðum ákvæðisins sem Óskar vísar til sé uppfyllt. Engu að síður er þessi ólöglega miðasala að Kerinu látin viðgangast af umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun.Brot á almannarétti Það virðist einnig gæta misskilnings hjá Óskari hvað varðar ákvæðið um almannarétt. Það er svohljóðandi: „Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ Hann túlkar heimild landeiganda til að takmarka eða banna umferð fólks á þann hátt að honum sé heimilt að krefjast aðgangseyris ef fólk vill fara um hans land. Það er ævintýraleg oftúlkun og hrein óskhyggja að komast að þeirri niðurstöðu að ákvæðið bjóði upp á það. Það eina sem landeigendur við Kerið geta gert, lögum samkvæmt, er að loka svæðinu. Það myndi vissulega vera ákveðin náttúruvernd falin í því, en arðgreiðslurnar þurfa þá að bíða um sinn. Reyndar þyrftu þeir í Kerfélaginu að bíða býsna lengi eftir arðgreiðslum, þar sem þær eru óheimilar samkvæmt ákvæðinu sem Óskar vísar í. Hins vegar má kannski túlka á annan hátt það sem stendur þar skýrum stöfum, ef vilji er fyrir hendi.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun