Menning

Litir og tónar

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Dömurnar ætla að flytja fjölbreytta tónlist í Listasafni Íslands.
Dömurnar ætla að flytja fjölbreytta tónlist í Listasafni Íslands. Mynd/úr einkasafni
Tónleikarnir Hjartsláttur verða haldnir í Listasafni Íslands í hádeginu á morgun, föstudaginn 25. apríl, milli klukkan 12.10 og 12.40.

Flutt verða tónverk eftir Claude Debussy, Jean Michel Damase og Eugéne Bozza.

Hjartsláttur er í tónleikaröðinni Andrými í litum og tónum sem Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir síðasta föstudag hvers mánaðar.

Þar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til að vinda ofan af vinnuvikunni, stilla hugann af fyrir helgina og endurræsa skilningarvitin.

Flytjendur að þessu sinni eru þær Berglind Stefánsdóttir, Dagný Marinósdóttir, Emilía Rós Sigfúsdóttir og Karen Erla Karólínudóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×