Hraðlest talin skila 40 til 60 milljarða ábata Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2014 16:28 Bygging og rekstur hraðlestar á milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur er hagkvæm fjárfesting í einkaframkvæmd sem ekki kallar á bein opinber framlög. Samfélagslegur ábati af lestinni er 40 til 60 milljarðar króna, en um er að ræða ábata notenda vegna skilvirkni lestarsamgangna og ábata samfélagsins vegna öryggis- og umhverfisáhrifa. Þetta er meðal niðurstaðna úr skýrslu Reykjavikurborgar, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Isavia, Kadeco, Landsbankans, Reita, Ístaks, Eflu og Deloitte um arðsemi hraðlestar voru kynntar á kynningarfundi í BSÍ dag. Samhliða henni var birt skýrsla Mannvits um samfélagsleg áhrif framkvæmdarinnar. Skýrsluna um hagkvæmni má sjá hér og hér má sjá skýrslu Mannvits. Auk reiknaðs samfélagslegs ábata myndi lestin skapa möguleika á samnýtingu við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það gæti minnkað umferðarþunga og skapað enn frekari ábata í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins.Framkvæmdir gætu hafist 2018 Höfundar skýrslunnar leggja til að aðilar verkefnisins stofni hlutafélag um framhald málsins. „Í kjölfarið sjái félagið um undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Undirbúningur framkvæmda gæti hafist árið 2015, framkvæmdir verið komnar á fullt árið 2018 og lestin hafið rekstur árið 2023 að því gefnu að fjármögnun undirbúningsfélags ljúki fyrir árslok,“ segir í tilkynningu. Lestarleiðin mun vera um 47 kílómetrar að lengd. Þar af yrðu 12 kílómetrar í jarðgöngum frá Straumsvíkursvæði að endasstöð við BSÍ. Þá er gert ráð fyrir fjórum lestareiningum í rekstri, hver með fimm vögnum auk varaeiningar á viðhaldssvæði. Miðað er við að lestin myndi ganga frá fimm að morgni til klukkan eitt eftir miðnætti og gangi á fimmtán mínútna fresti á annatíma og hálftíma fresti þar fyrir utan. Ferðatími yrði 15 til 19 mínútur.Heildarkostnaður 102 milljarðar „Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður 102 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að áætlaður fjöldi seldra ferða opnunarárið 2023 verði tæpar 4 milljónir, þar af 2,3 milljónir til flugfarþega og 1,7 milljón til annarra farþega af Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.“ Miðað er við að 50 prósent flugfarþega í millilandaflugi á leið til og frá landinu nýti lestina. Rekstrarkostnaður er áætlaður tæpir 5,8 milljarðar króna. 4,1 milljarðar vegna lesta og 1,7 vegna kerfis. Fargjald er áætlað á bilinu 800 til 3.800 kr. Tekjur eru áætlaðar 10,5 milljarðar króna á fyrsta rekstrarári. Tekjur af flugfarþegum eru 87 prósent heildartekna. Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Bygging og rekstur hraðlestar á milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur er hagkvæm fjárfesting í einkaframkvæmd sem ekki kallar á bein opinber framlög. Samfélagslegur ábati af lestinni er 40 til 60 milljarðar króna, en um er að ræða ábata notenda vegna skilvirkni lestarsamgangna og ábata samfélagsins vegna öryggis- og umhverfisáhrifa. Þetta er meðal niðurstaðna úr skýrslu Reykjavikurborgar, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Isavia, Kadeco, Landsbankans, Reita, Ístaks, Eflu og Deloitte um arðsemi hraðlestar voru kynntar á kynningarfundi í BSÍ dag. Samhliða henni var birt skýrsla Mannvits um samfélagsleg áhrif framkvæmdarinnar. Skýrsluna um hagkvæmni má sjá hér og hér má sjá skýrslu Mannvits. Auk reiknaðs samfélagslegs ábata myndi lestin skapa möguleika á samnýtingu við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það gæti minnkað umferðarþunga og skapað enn frekari ábata í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins.Framkvæmdir gætu hafist 2018 Höfundar skýrslunnar leggja til að aðilar verkefnisins stofni hlutafélag um framhald málsins. „Í kjölfarið sjái félagið um undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Undirbúningur framkvæmda gæti hafist árið 2015, framkvæmdir verið komnar á fullt árið 2018 og lestin hafið rekstur árið 2023 að því gefnu að fjármögnun undirbúningsfélags ljúki fyrir árslok,“ segir í tilkynningu. Lestarleiðin mun vera um 47 kílómetrar að lengd. Þar af yrðu 12 kílómetrar í jarðgöngum frá Straumsvíkursvæði að endasstöð við BSÍ. Þá er gert ráð fyrir fjórum lestareiningum í rekstri, hver með fimm vögnum auk varaeiningar á viðhaldssvæði. Miðað er við að lestin myndi ganga frá fimm að morgni til klukkan eitt eftir miðnætti og gangi á fimmtán mínútna fresti á annatíma og hálftíma fresti þar fyrir utan. Ferðatími yrði 15 til 19 mínútur.Heildarkostnaður 102 milljarðar „Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður 102 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að áætlaður fjöldi seldra ferða opnunarárið 2023 verði tæpar 4 milljónir, þar af 2,3 milljónir til flugfarþega og 1,7 milljón til annarra farþega af Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.“ Miðað er við að 50 prósent flugfarþega í millilandaflugi á leið til og frá landinu nýti lestina. Rekstrarkostnaður er áætlaður tæpir 5,8 milljarðar króna. 4,1 milljarðar vegna lesta og 1,7 vegna kerfis. Fargjald er áætlað á bilinu 800 til 3.800 kr. Tekjur eru áætlaðar 10,5 milljarðar króna á fyrsta rekstrarári. Tekjur af flugfarþegum eru 87 prósent heildartekna.
Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira