„Það leiðinlega við þetta er í raun að vera niðurlægður svona og það út af kynþætti“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. september 2014 14:42 Alexander Jarl úti í Bandaríkjunum. Myndir/úr einkasafni „Ég lendi í „handahófskenndri leit“ í fjórum af hverjum fimm skiptum sem ég ferðast, bæði á flugvellinum hér heima og erlendis,“ segir Alexander Jarl Abu-Samrah. Móðir Alexanders Jarls er íslensk en faðir hans er palestínskur og er búsettur í Bandaríkjunum. „Það leiðinlega við þetta er í raun að vera niðurlægður svona og það út af kynþætti,“ bætir hann við. Í síðustu viku ferðaðist Alexander til föður síns til Minneapolis í Bandaríkjunum. Við komuna til Bandaríkjanna var hann færður til yfirheyrslu, þar sem hann var þráspurður hvað hann ætlaði sér að gera í Bandaríkjunum.Landamæravörðurinn var aðdáandi Gunnars Nelson.Þakkar Gunnari Nelson Alexander skrifaði um málið á Facebook-síðu sinni. Þar lýsir hann samskiptum sín við bandarískan landamæravörð. Vörðurinn spurði Alexander hvað hann ætlaði að gera í Bandaríkjunum. Alexander sagðist vera að heimsækja föður sinn og spurði vörðurinn um uppruna hans. Þegar Alexander tjáði verðinum að faðir hans væri frá Palestínu var hann færður til yfirheyrslu. „Við förum inn í herbergi og hann heldur áfram með spurningarnar. Hvert einasta orð sem ég segi styrkir hans trú um að ég ætli mér að búa ólöglega í landinu hans. Eftir tvo klukkutíma af honum að setja saman ástæður til að henda mér úr landi, þá spyr hann mig hvað ég geri í frítíma mínum og ég segi honum að ég æfi Jiu-jitsu.“ Alexander segir að þarna hafi viðmót landamæravarðarins breyst. „Hann spyr hvort ég æfi í Meh-joll-neer [Mjölni]. Eftir 10 mínútna spjall um Gunna Nelson og donkey guard, ákveður hann að hleypa mér inn í landið,“ útskýrir hann og þakkar Gunnari Nelson sérstaklega fyrir.Ekki í fyrsta skiptið Alexander er iðulega stöðvaður og spurður út í ferðalög sín á flugvöllum og rekur það til eftirnafns síns. Alexander Jarl, sem hefur verið iðinn við að semja rapptónlist undanfarin ár ferðaðist þá til Bandaríkjanna til þess að leika tónlist sína fyrir Bandaríkjamenn. „2011 fór ég í tónleikaferðalag til New York. Ég man ekki hvort leitað var á mér á flugvellinum heima en landamæraverðirnir úti tóku mig um leið og þeir sáu eftirnafnið, en stúlkan sem ég ferðaðist með fór beint í gegn,“ rifjar hann upp og heldur áfram: „Ég var sendur inn í herbergi með rúmlega tuttugu einstaklingum sem litu út alveg eins og ég. Brúnir, með skegg og á tvítugsaldri. Eftir 45 mínútna bið er ég tekinn inn í yfirheyrsluherbergi. Tveir menn, báðir með skammbyssur í beltinu, spyrja mig að fáránlegustu hlutunum. Ein furðulegasta spurningin var hvað bílnúmerið hjá þáverandi tengdamóður minni væri.“ Að lokum var honum þó hleypt í gegn, eftir tveggja klukkustunda yfirheyrslur. Honum þykir leiðinlegt að vera niðurlægður útaf kynþætti sínum, en segist ekki hafa orðið hræddur í þessum yfirheyrslum. „Það versta sem þeir geta gert við mig er að senda mig aftur heim á klakann.“ Faðir Alexanders rekur heildverslun í Bandaríkjunum og hefur gert það í um tvo áratugi. Alexander er nú á heimleið, eftir um viku dvöl í Bandaríkjunum. Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
„Ég lendi í „handahófskenndri leit“ í fjórum af hverjum fimm skiptum sem ég ferðast, bæði á flugvellinum hér heima og erlendis,“ segir Alexander Jarl Abu-Samrah. Móðir Alexanders Jarls er íslensk en faðir hans er palestínskur og er búsettur í Bandaríkjunum. „Það leiðinlega við þetta er í raun að vera niðurlægður svona og það út af kynþætti,“ bætir hann við. Í síðustu viku ferðaðist Alexander til föður síns til Minneapolis í Bandaríkjunum. Við komuna til Bandaríkjanna var hann færður til yfirheyrslu, þar sem hann var þráspurður hvað hann ætlaði sér að gera í Bandaríkjunum.Landamæravörðurinn var aðdáandi Gunnars Nelson.Þakkar Gunnari Nelson Alexander skrifaði um málið á Facebook-síðu sinni. Þar lýsir hann samskiptum sín við bandarískan landamæravörð. Vörðurinn spurði Alexander hvað hann ætlaði að gera í Bandaríkjunum. Alexander sagðist vera að heimsækja föður sinn og spurði vörðurinn um uppruna hans. Þegar Alexander tjáði verðinum að faðir hans væri frá Palestínu var hann færður til yfirheyrslu. „Við förum inn í herbergi og hann heldur áfram með spurningarnar. Hvert einasta orð sem ég segi styrkir hans trú um að ég ætli mér að búa ólöglega í landinu hans. Eftir tvo klukkutíma af honum að setja saman ástæður til að henda mér úr landi, þá spyr hann mig hvað ég geri í frítíma mínum og ég segi honum að ég æfi Jiu-jitsu.“ Alexander segir að þarna hafi viðmót landamæravarðarins breyst. „Hann spyr hvort ég æfi í Meh-joll-neer [Mjölni]. Eftir 10 mínútna spjall um Gunna Nelson og donkey guard, ákveður hann að hleypa mér inn í landið,“ útskýrir hann og þakkar Gunnari Nelson sérstaklega fyrir.Ekki í fyrsta skiptið Alexander er iðulega stöðvaður og spurður út í ferðalög sín á flugvöllum og rekur það til eftirnafns síns. Alexander Jarl, sem hefur verið iðinn við að semja rapptónlist undanfarin ár ferðaðist þá til Bandaríkjanna til þess að leika tónlist sína fyrir Bandaríkjamenn. „2011 fór ég í tónleikaferðalag til New York. Ég man ekki hvort leitað var á mér á flugvellinum heima en landamæraverðirnir úti tóku mig um leið og þeir sáu eftirnafnið, en stúlkan sem ég ferðaðist með fór beint í gegn,“ rifjar hann upp og heldur áfram: „Ég var sendur inn í herbergi með rúmlega tuttugu einstaklingum sem litu út alveg eins og ég. Brúnir, með skegg og á tvítugsaldri. Eftir 45 mínútna bið er ég tekinn inn í yfirheyrsluherbergi. Tveir menn, báðir með skammbyssur í beltinu, spyrja mig að fáránlegustu hlutunum. Ein furðulegasta spurningin var hvað bílnúmerið hjá þáverandi tengdamóður minni væri.“ Að lokum var honum þó hleypt í gegn, eftir tveggja klukkustunda yfirheyrslur. Honum þykir leiðinlegt að vera niðurlægður útaf kynþætti sínum, en segist ekki hafa orðið hræddur í þessum yfirheyrslum. „Það versta sem þeir geta gert við mig er að senda mig aftur heim á klakann.“ Faðir Alexanders rekur heildverslun í Bandaríkjunum og hefur gert það í um tvo áratugi. Alexander er nú á heimleið, eftir um viku dvöl í Bandaríkjunum.
Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira