„Þetta var einfaldlega líkamleg árás“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2014 09:59 Gunnsteinn Ólafsson sést hér lengst til hægri. visir/gva „Ég var ekki inn á vinnusvæðinu og öll fyrirmæli sem gefin voru af lögreglu sneru að vinnusvæðinu,“ sagði Gunnsteinn Ólafson við aðalmeðferð dómsmálsins vegna mótmælanna í Gálgahrauni. Þá sagði Gunnsteinn að hann kannaðist ekki við að lögregla hafi beint tilmælum til sín. Aðalmeðferð í málinu hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjaness. Níu manns voru ákærð vegna mótmælanna sem fram fóru 21. október í fyrra. Þar sem fjöldi ákærðra og vitna er svo mikill er um mikið púsluspil að ræða. Verjendum hefur hingað til verið margrætt um að samskiptum þeirra við ákæruvaldið um uppröðun ákærðra og vitna hafi verið ábótavant. Of fá sæti eru í dómsalnum, sem er þéttsetinn, svo margir áhugsamir þurfa að bíða fyrir utan. Áætlað er réttarhöldin muni standa yfir til klukkan fimm í dag. Í skýrslu lögreglu segir að Gunnsteinn hafi hlaupið fram fyrir gröfu sem notuð var við vegavinnu í hrauninu. „Þetta var jarðýta,“ sagði Gunnsteinn. Hann sagðist hafa gengið yfir farveg ýtunnar, langt fram fyrir hana, og ekki heft för hennar. Eftir það hafi hann verið handtekinn. „Það er ekki rétt að kalla þetta handtöku, þetta var einfaldlega líkamleg árás, sem ég varð fyrir,“ sagði Gunnsteinn. Hann tók einnnig fram að hann hefði ekki sýnt neinn mótþróa. „Ég var á göngu fyrir utan svæðið þegar hópur lögreglumanna þyrptist að mér. Ég sýndi engan mótþróa en þeir þröngvuðu höndum mínum aftur fyrir bak. Það sem verra er, þeir tóku fram plastbönd til að herða að höndum mínum.“ Gunnsteinn sagðist vera tónlistarmaður og sagðist hann þora að fullyrða að hann væri þekktur sem slíkur.visir/gva„Þeir ætluðu að herða plastbönd að höndum mínum, að höndum listamannsins. Það eina sem listamaðurinn hefur eru hendurnar,“ sagði Gunnsteinn. Hann hafði áhyggjur af því hve ungur lögreglumaðurinn væri og taldi að með reynsluleysi gæti hann slasað hann á höndunum. „Ég bað hann um að herða ekki of hart, en hann varð ekki við því.“ Gunnsteinn segir að rektor listaháskólans, þar sem hann kennir, hafi séð aðfarirnar og reynt að grípa inni. Honum hafi þó verið haldið í burtu. „Það sem er einkennilegast er að lögreglumennirnir sem fylgdu mér neyddu mig inn fyrir bannsvæðið sem ég ætlaði ekki inn á. Mér var aldrei tilkynnt að ég væri handtekinn. Þeir þyrptust að mér og fóru með mig í áttina að lögreglubíl sem var langt í burtu.“ Gunnsteinn var færður í fangaklefa eftir handtökuna. „Maður skyldi halda að þegar bönd eru hert að höndum listamanns skyldi ekið með hann á sjúkrahús,“ sagði Gunnsteinn. Þess í stað hafi hann verið færður í fangaklefa og hann látinn dúsa þar. Lögreglumaður segir aftur á móti að Gunnsteinn hafi rifið niður borða og hlaupið í veg fyrir gröfuna. Því hafi ákvörðun verið tekin um að handtaka hann. Tengdar fréttir Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49 Hagsmunir Hraunavina horfnir Mál Hraunavina og ferna annarra náttúruverndarsamtaka gegn Vegagerðinni vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg í Gálgahrauni, hefur verið vísað frá. 3. mars 2014 15:07 Ákærðu í Gálgahraunsmáli neituðu öll sök Ein þeirra ákærðu er 71 árs gömul kona sem sat í hrauninu með kaffibrúsann sinn af hugsjón. "Maður hlýtur að velta því fyrir sér hver situr á toppnum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður fjögurra ákærðu. 28. janúar 2014 10:58 Vilja að saksóknari víki Verjendur þeirra níu, sem ákærðir eru fyrir framgöngu sína gagnvart lögreglu í mótmælum í Gálgahrauni í október á síðasta ári, óskuðu eftir því í morgun að saksóknarinn í málinu yrði látinn víkja. 24. febrúar 2014 10:32 „Skylda okkar að vernda íslenska náttúru og skila henni heilli til framtíðarkynslóða“ Í kvöld fara fram tónleikarnir, Stopp – Gætum garðsins, í Hörpunni þar sem fjöldinn allur af listamönnum mun koma fram. 18. mars 2014 12:13 Hraunavinir fá ekki álit EFTA dómstólsins Hæstiréttur hefur hafnað beiðni ýmissa samtaka sem hafa mótmælt vegaframkvæmdum í Gálgahrauni um álit EFTA dómstólsins. 26. febrúar 2014 17:32 Minnir meira á lögregluríki en nútíma réttarríki Ákærðu þekkja saksóknarann í Gálgahraunsmálinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. 29. janúar 2014 11:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ég var ekki inn á vinnusvæðinu og öll fyrirmæli sem gefin voru af lögreglu sneru að vinnusvæðinu,“ sagði Gunnsteinn Ólafson við aðalmeðferð dómsmálsins vegna mótmælanna í Gálgahrauni. Þá sagði Gunnsteinn að hann kannaðist ekki við að lögregla hafi beint tilmælum til sín. Aðalmeðferð í málinu hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjaness. Níu manns voru ákærð vegna mótmælanna sem fram fóru 21. október í fyrra. Þar sem fjöldi ákærðra og vitna er svo mikill er um mikið púsluspil að ræða. Verjendum hefur hingað til verið margrætt um að samskiptum þeirra við ákæruvaldið um uppröðun ákærðra og vitna hafi verið ábótavant. Of fá sæti eru í dómsalnum, sem er þéttsetinn, svo margir áhugsamir þurfa að bíða fyrir utan. Áætlað er réttarhöldin muni standa yfir til klukkan fimm í dag. Í skýrslu lögreglu segir að Gunnsteinn hafi hlaupið fram fyrir gröfu sem notuð var við vegavinnu í hrauninu. „Þetta var jarðýta,“ sagði Gunnsteinn. Hann sagðist hafa gengið yfir farveg ýtunnar, langt fram fyrir hana, og ekki heft för hennar. Eftir það hafi hann verið handtekinn. „Það er ekki rétt að kalla þetta handtöku, þetta var einfaldlega líkamleg árás, sem ég varð fyrir,“ sagði Gunnsteinn. Hann tók einnnig fram að hann hefði ekki sýnt neinn mótþróa. „Ég var á göngu fyrir utan svæðið þegar hópur lögreglumanna þyrptist að mér. Ég sýndi engan mótþróa en þeir þröngvuðu höndum mínum aftur fyrir bak. Það sem verra er, þeir tóku fram plastbönd til að herða að höndum mínum.“ Gunnsteinn sagðist vera tónlistarmaður og sagðist hann þora að fullyrða að hann væri þekktur sem slíkur.visir/gva„Þeir ætluðu að herða plastbönd að höndum mínum, að höndum listamannsins. Það eina sem listamaðurinn hefur eru hendurnar,“ sagði Gunnsteinn. Hann hafði áhyggjur af því hve ungur lögreglumaðurinn væri og taldi að með reynsluleysi gæti hann slasað hann á höndunum. „Ég bað hann um að herða ekki of hart, en hann varð ekki við því.“ Gunnsteinn segir að rektor listaháskólans, þar sem hann kennir, hafi séð aðfarirnar og reynt að grípa inni. Honum hafi þó verið haldið í burtu. „Það sem er einkennilegast er að lögreglumennirnir sem fylgdu mér neyddu mig inn fyrir bannsvæðið sem ég ætlaði ekki inn á. Mér var aldrei tilkynnt að ég væri handtekinn. Þeir þyrptust að mér og fóru með mig í áttina að lögreglubíl sem var langt í burtu.“ Gunnsteinn var færður í fangaklefa eftir handtökuna. „Maður skyldi halda að þegar bönd eru hert að höndum listamanns skyldi ekið með hann á sjúkrahús,“ sagði Gunnsteinn. Þess í stað hafi hann verið færður í fangaklefa og hann látinn dúsa þar. Lögreglumaður segir aftur á móti að Gunnsteinn hafi rifið niður borða og hlaupið í veg fyrir gröfuna. Því hafi ákvörðun verið tekin um að handtaka hann.
Tengdar fréttir Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49 Hagsmunir Hraunavina horfnir Mál Hraunavina og ferna annarra náttúruverndarsamtaka gegn Vegagerðinni vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg í Gálgahrauni, hefur verið vísað frá. 3. mars 2014 15:07 Ákærðu í Gálgahraunsmáli neituðu öll sök Ein þeirra ákærðu er 71 árs gömul kona sem sat í hrauninu með kaffibrúsann sinn af hugsjón. "Maður hlýtur að velta því fyrir sér hver situr á toppnum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður fjögurra ákærðu. 28. janúar 2014 10:58 Vilja að saksóknari víki Verjendur þeirra níu, sem ákærðir eru fyrir framgöngu sína gagnvart lögreglu í mótmælum í Gálgahrauni í október á síðasta ári, óskuðu eftir því í morgun að saksóknarinn í málinu yrði látinn víkja. 24. febrúar 2014 10:32 „Skylda okkar að vernda íslenska náttúru og skila henni heilli til framtíðarkynslóða“ Í kvöld fara fram tónleikarnir, Stopp – Gætum garðsins, í Hörpunni þar sem fjöldinn allur af listamönnum mun koma fram. 18. mars 2014 12:13 Hraunavinir fá ekki álit EFTA dómstólsins Hæstiréttur hefur hafnað beiðni ýmissa samtaka sem hafa mótmælt vegaframkvæmdum í Gálgahrauni um álit EFTA dómstólsins. 26. febrúar 2014 17:32 Minnir meira á lögregluríki en nútíma réttarríki Ákærðu þekkja saksóknarann í Gálgahraunsmálinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. 29. janúar 2014 11:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49
Hagsmunir Hraunavina horfnir Mál Hraunavina og ferna annarra náttúruverndarsamtaka gegn Vegagerðinni vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg í Gálgahrauni, hefur verið vísað frá. 3. mars 2014 15:07
Ákærðu í Gálgahraunsmáli neituðu öll sök Ein þeirra ákærðu er 71 árs gömul kona sem sat í hrauninu með kaffibrúsann sinn af hugsjón. "Maður hlýtur að velta því fyrir sér hver situr á toppnum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður fjögurra ákærðu. 28. janúar 2014 10:58
Vilja að saksóknari víki Verjendur þeirra níu, sem ákærðir eru fyrir framgöngu sína gagnvart lögreglu í mótmælum í Gálgahrauni í október á síðasta ári, óskuðu eftir því í morgun að saksóknarinn í málinu yrði látinn víkja. 24. febrúar 2014 10:32
„Skylda okkar að vernda íslenska náttúru og skila henni heilli til framtíðarkynslóða“ Í kvöld fara fram tónleikarnir, Stopp – Gætum garðsins, í Hörpunni þar sem fjöldinn allur af listamönnum mun koma fram. 18. mars 2014 12:13
Hraunavinir fá ekki álit EFTA dómstólsins Hæstiréttur hefur hafnað beiðni ýmissa samtaka sem hafa mótmælt vegaframkvæmdum í Gálgahrauni um álit EFTA dómstólsins. 26. febrúar 2014 17:32
Minnir meira á lögregluríki en nútíma réttarríki Ákærðu þekkja saksóknarann í Gálgahraunsmálinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. 29. janúar 2014 11:52