Höfuðstaður Norðurlands Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 11. september 2014 07:00 Fyrr í sumar sendi Akureyrarbær inn umsögn sem hluta af vinnuferli innanríkisráðuneytisins vegna breytingar á starfsemi lögreglu- og sýslumannsembætta. Í þeim breytingum sem kynntar voru af hálfu innanríkisráðuneytisins í umræðuskjali þess voru settar fram hugmyndir um að flytja ætti aðalskrifstofur sýslumanns frá Akureyri til Húsavíkur. Í umsögn bæjarins kemur fram að verulega skortir upp á rökstuðning fyrir þessari ákvörðun enda ekki séð að með flutningnum sé unnið að þeim markmiðum sem sett voru í lögin af hálfu Alþingis. Þau markmið snúa að því að bæta þjónustu og rekstur sýslumannsembætta og gera þau í stakk búin til að taka við fleiri stjórnsýsluverkefnum. Akureyrarbær skýrir í umsögn sinni að þessum markmiðum verði best náð með því að hafa aðalskrifstofur hans áfram á Akureyri og flutningur vinni gegn þeim. Að auki er það skiljanlegt að bærinn bregðist við ef fækka á störfum í sveitarfélaginu og einnig kallað sérstaklega af innanríkisráðuneytinu eftir áliti þeirra sem breytingarnar snerta. Raunar má hrósa innanríkisráðuneytinu fyrir þetta umræðuferli sem hefur átt sér stað eftir samþykkt laganna. Einhverjir hafa svo kosið að blanda rökstuðningi bæjarins við fyrirhugaða uppbyggingu höfustöðva Fiskistofu á Akureyri þó svo að þessi mál tengist engan veginn. Aðalskrifstofur sýslumanns eiga að þjóna íbúum á Norðurlandi, miðstöð stjórnsýslu í héraði og eiga því best heima í höfuðstað Norðurlands. Fiskistofa er aftur á móti ríkisstofnun sem sér um stjórnsýsluverkefni í sjávarútvegsmálum. Eins og við höfum bent á í tilfelli Fiskistofu þá eiga þau verkefni mjög vel heima á Akureyri enda sterk sjávarútvegsfyrirtæki hér í bænum, mikil þekking á greininni til staðar og eini háskólinn á landinu sem kennir og sinnir rannsóknum í sjávarútvegsfræði. Með því að höfuðstöðvar Fiskistofu séu á Akureyri teljum við að stofnunin geti styrkst með það stoðkerfi sem til staðar er. Þegar horft er til þess hvar opinber stjórnsýsla á að byggjast upp er ekki lengur aðeins eðlilegt að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Akureyri og Eyjafjörður eru stærsti þéttbýliskjarni utan þess og af þeim sökum teljum við að meira eigi að gera í því að byggja upp opinbera þjónustu á því svæði. Við teljum veruleg sóknarfæri felast í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Eiríkur Björn Björgvinsson Akureyri Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Fyrr í sumar sendi Akureyrarbær inn umsögn sem hluta af vinnuferli innanríkisráðuneytisins vegna breytingar á starfsemi lögreglu- og sýslumannsembætta. Í þeim breytingum sem kynntar voru af hálfu innanríkisráðuneytisins í umræðuskjali þess voru settar fram hugmyndir um að flytja ætti aðalskrifstofur sýslumanns frá Akureyri til Húsavíkur. Í umsögn bæjarins kemur fram að verulega skortir upp á rökstuðning fyrir þessari ákvörðun enda ekki séð að með flutningnum sé unnið að þeim markmiðum sem sett voru í lögin af hálfu Alþingis. Þau markmið snúa að því að bæta þjónustu og rekstur sýslumannsembætta og gera þau í stakk búin til að taka við fleiri stjórnsýsluverkefnum. Akureyrarbær skýrir í umsögn sinni að þessum markmiðum verði best náð með því að hafa aðalskrifstofur hans áfram á Akureyri og flutningur vinni gegn þeim. Að auki er það skiljanlegt að bærinn bregðist við ef fækka á störfum í sveitarfélaginu og einnig kallað sérstaklega af innanríkisráðuneytinu eftir áliti þeirra sem breytingarnar snerta. Raunar má hrósa innanríkisráðuneytinu fyrir þetta umræðuferli sem hefur átt sér stað eftir samþykkt laganna. Einhverjir hafa svo kosið að blanda rökstuðningi bæjarins við fyrirhugaða uppbyggingu höfustöðva Fiskistofu á Akureyri þó svo að þessi mál tengist engan veginn. Aðalskrifstofur sýslumanns eiga að þjóna íbúum á Norðurlandi, miðstöð stjórnsýslu í héraði og eiga því best heima í höfuðstað Norðurlands. Fiskistofa er aftur á móti ríkisstofnun sem sér um stjórnsýsluverkefni í sjávarútvegsmálum. Eins og við höfum bent á í tilfelli Fiskistofu þá eiga þau verkefni mjög vel heima á Akureyri enda sterk sjávarútvegsfyrirtæki hér í bænum, mikil þekking á greininni til staðar og eini háskólinn á landinu sem kennir og sinnir rannsóknum í sjávarútvegsfræði. Með því að höfuðstöðvar Fiskistofu séu á Akureyri teljum við að stofnunin geti styrkst með það stoðkerfi sem til staðar er. Þegar horft er til þess hvar opinber stjórnsýsla á að byggjast upp er ekki lengur aðeins eðlilegt að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Akureyri og Eyjafjörður eru stærsti þéttbýliskjarni utan þess og af þeim sökum teljum við að meira eigi að gera í því að byggja upp opinbera þjónustu á því svæði. Við teljum veruleg sóknarfæri felast í því.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar