Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 18:04 Ákærðu og verjendur þeirra í Héraðsdómi Reykjaness í dag. vísir/gva Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett upp njósnabúnað í tölvum viðskiptavina þeirra. Það eru þeir Gísli Reynisson og Karl Löve Jóhannsson en því neita þeir báðir. Tveir aðrir eru ákærðir í málinu auk Gísla og Karls – Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson. Gísli, Karl, Markús Máni og Ólafur eru grunaðir um umfangsmikið ólöglegt gjaldeyrisbrask í gegnum einkahlutafélagið Aserta á tímablinu 25. mars til 2. nóvember árið 2009. Hvorki var lögmæt heimild eða leyfi frá Seðlabanka Íslands fyrir viðskiptunum að því er sérstakur saksóknari heldur fram.Ræddu ítarlega uppsetningu njósnabúnaðar Tvær tölvur Gísla voru haldlagðar við rannsókn málsins en Gísli var sá sem sá hvað mest um tölvumál þeirra félaga. Í tölvunum fundust meðal annars samtöl á milli Gísla og Karls í gegnum samskiptaforritið MSN þar sem þeir ræddu ítarlega um það að setja upp netnjósnaforrit hjá mótaðilum sínum. Mótaðilarnir eru þeir sem fyrirtækið á í gjaldeyrisviðskiptum við en í gögnum málsins kom fram að slíkur búnaður hafi verið settur upp hjá þeirra stærsta viðskiptavini, Niko Nordic. „Ertu kominn með SniperSpy up and running?“ sendi Gísli til Karls. Karl sagði forritið þó ekki virka. „Það verður að koma þessu á menn eins og Sigga [hjá Niko Nordic],“ svaraði Gísli.Starfsmenn sérstaks saksóknara. Finnur Þór Vilhjálmsson er lengst til hægri á myndinni.vísir/gvaEkki hluti af sakarefninu Þá kom jafnframt fram í rannsóknarskýrslu sem lögð var fram að ummerki hafi verið um að tölvupóstar hafi borist Gísla frá forritinu eblaster, njósnaforriti sem ber yfirskriftina: „Know everything they do online.“ Þessu mótmæltu verjendur þeirra þó harðlega enda eru gögn þessi ekki hluti af sakarefni ákærðu. Töldu þeir ákæruvaldið hafa lagt þetta fram til þess eins að sverta mannorð skjólstæðinga þeirra og kröfðust úrskurðar dómara. Dómari féllst á það og var málið ekki rætt frekar. Þá bað Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Gísla, að tekið yrði hlé í ljósi andrúmsloftsins sem skapast hafði í kjölfar þessara umræðna. Fyrsta degi aðalmeðferðar lauk í dag og verður henni áframhaldið á morgun. Enginn ágreiningur var um viðskipti sem Aserta átti á þessum tíma, viðskiptavini né upphæðir og var því ákveðið að afboða stóran part þeirra vitna sem boðuð höfðu verið. Tengdar fréttir Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett upp njósnabúnað í tölvum viðskiptavina þeirra. Það eru þeir Gísli Reynisson og Karl Löve Jóhannsson en því neita þeir báðir. Tveir aðrir eru ákærðir í málinu auk Gísla og Karls – Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson. Gísli, Karl, Markús Máni og Ólafur eru grunaðir um umfangsmikið ólöglegt gjaldeyrisbrask í gegnum einkahlutafélagið Aserta á tímablinu 25. mars til 2. nóvember árið 2009. Hvorki var lögmæt heimild eða leyfi frá Seðlabanka Íslands fyrir viðskiptunum að því er sérstakur saksóknari heldur fram.Ræddu ítarlega uppsetningu njósnabúnaðar Tvær tölvur Gísla voru haldlagðar við rannsókn málsins en Gísli var sá sem sá hvað mest um tölvumál þeirra félaga. Í tölvunum fundust meðal annars samtöl á milli Gísla og Karls í gegnum samskiptaforritið MSN þar sem þeir ræddu ítarlega um það að setja upp netnjósnaforrit hjá mótaðilum sínum. Mótaðilarnir eru þeir sem fyrirtækið á í gjaldeyrisviðskiptum við en í gögnum málsins kom fram að slíkur búnaður hafi verið settur upp hjá þeirra stærsta viðskiptavini, Niko Nordic. „Ertu kominn með SniperSpy up and running?“ sendi Gísli til Karls. Karl sagði forritið þó ekki virka. „Það verður að koma þessu á menn eins og Sigga [hjá Niko Nordic],“ svaraði Gísli.Starfsmenn sérstaks saksóknara. Finnur Þór Vilhjálmsson er lengst til hægri á myndinni.vísir/gvaEkki hluti af sakarefninu Þá kom jafnframt fram í rannsóknarskýrslu sem lögð var fram að ummerki hafi verið um að tölvupóstar hafi borist Gísla frá forritinu eblaster, njósnaforriti sem ber yfirskriftina: „Know everything they do online.“ Þessu mótmæltu verjendur þeirra þó harðlega enda eru gögn þessi ekki hluti af sakarefni ákærðu. Töldu þeir ákæruvaldið hafa lagt þetta fram til þess eins að sverta mannorð skjólstæðinga þeirra og kröfðust úrskurðar dómara. Dómari féllst á það og var málið ekki rætt frekar. Þá bað Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Gísla, að tekið yrði hlé í ljósi andrúmsloftsins sem skapast hafði í kjölfar þessara umræðna. Fyrsta degi aðalmeðferðar lauk í dag og verður henni áframhaldið á morgun. Enginn ágreiningur var um viðskipti sem Aserta átti á þessum tíma, viðskiptavini né upphæðir og var því ákveðið að afboða stóran part þeirra vitna sem boðuð höfðu verið.
Tengdar fréttir Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53