Menning

Tríótónleikar í Vatnsmýrinni

Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari.
Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari.
Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari koma fram á tríótónleikum í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20. Tríóið mun leika Goldberg-tilbrigðin eftir Johann Sebastian Bach, eitt af krúnudjásnum barokktímans. Tilbrigðin þrjátíu eru byggð á hljómagangi aríu sem heyrist bæði í upphafi og í lok verksins. Þau voru samin fyrir sembal en verða flutt hér í umritun fiðluleikarans Dmitry Sitkovetsky fyrir fiðlu, viólu og selló. Til að magna stemningu ætlar tríóið að leika við kertaljós og raða áheyrendum í kringum sig.



Þetta eru síðustu tónleikar tónleikaraðarinnar Klassík í Vatnsmýrinni á þessu ári en Klassík í Vatnsmýrinni er tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið. Tónleikaröðin leggur áherslu á norrænt og alþjóðlegt samstarf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.