Aðalritarinn í ævintýraferð á hundasleða á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. mars 2014 19:00 Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þeysir á hundasleða, siglir innan um borgarísjaka og veiðir í gegnum ísvakir í sögulegri heimsókn til Grænlands, sem ætlað er að beina sjónum að loftlagsvanda heims. Þetta er í fyrsta sinn sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna kemur í opinbera heimsókn til þessa næsta nágrannalands Íslands. Þær Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands, og Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, hafa síðustu daga boðið Ban Ki-moon upp á sannkallað ævintýri, farið með hann í afskekkt þorp lengst norðan heimsskautsbaugs, og tuttugu stiga frost hindraði aðalritarann ekki í að njóta náttúru Grænlands.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna með grænlenskum sleðahundum.SÞ/Mark Garten.Aleqa Hammond klæddi hann upp í hlý grænlensk skinnklæði og fór með hann út á ísinn þar sem hann veiddi fisk með Grænlendingum í gegnum vakir. Aleqa kenndi honum líka að stjórna hundasleða með svipu og svo var þeyst af stað eftir ísilögðum firði. En þetta var ekki bara skemmtiferð. Ban Ki-moon var kominn til Grænlands til að sjá með eigin augum hvaða afleiðingar loftlagsbreytingar hafa á lifnaðarhætti manna. Hann sigldi um Ísfjörðinn fræga við Diskó-flóa, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, en skriðjökull í fjarðarbotninum skríður fram um tugi metra á dag og skilar af sér borgarísjökum í stórum stíl. Aðalritarinn notaði tækifærið til að brýna leiðtoga heims til aðgerða en hann sagði loftlagsbreytingar einhverja mestu ógn sem mannkyn stæði frammi fyrir. Tengdar fréttir Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þeysir á hundasleða, siglir innan um borgarísjaka og veiðir í gegnum ísvakir í sögulegri heimsókn til Grænlands, sem ætlað er að beina sjónum að loftlagsvanda heims. Þetta er í fyrsta sinn sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna kemur í opinbera heimsókn til þessa næsta nágrannalands Íslands. Þær Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands, og Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, hafa síðustu daga boðið Ban Ki-moon upp á sannkallað ævintýri, farið með hann í afskekkt þorp lengst norðan heimsskautsbaugs, og tuttugu stiga frost hindraði aðalritarann ekki í að njóta náttúru Grænlands.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna með grænlenskum sleðahundum.SÞ/Mark Garten.Aleqa Hammond klæddi hann upp í hlý grænlensk skinnklæði og fór með hann út á ísinn þar sem hann veiddi fisk með Grænlendingum í gegnum vakir. Aleqa kenndi honum líka að stjórna hundasleða með svipu og svo var þeyst af stað eftir ísilögðum firði. En þetta var ekki bara skemmtiferð. Ban Ki-moon var kominn til Grænlands til að sjá með eigin augum hvaða afleiðingar loftlagsbreytingar hafa á lifnaðarhætti manna. Hann sigldi um Ísfjörðinn fræga við Diskó-flóa, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, en skriðjökull í fjarðarbotninum skríður fram um tugi metra á dag og skilar af sér borgarísjökum í stórum stíl. Aðalritarinn notaði tækifærið til að brýna leiðtoga heims til aðgerða en hann sagði loftlagsbreytingar einhverja mestu ógn sem mannkyn stæði frammi fyrir.
Tengdar fréttir Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00